Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 36
WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*Verðmiðast viðWOWbasic aðra leiðmeð sköttum ef greitt ermeðNetgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
SÓL
ALLT
ÁRIÐ
GRAN CANARIA FRÁ
12.999kr.*
Tímabil: des.–apríl
WOW air býður upp á beint flug til Gran Canaria.
Þar er alltaf sumar og því er eyjan fullkominn
áfangastaður fyrir þá sem vilja sóla sig, borða á
fyrsta flokks veitingastöðum og hafa það
notalegt. Pantaðu þína sólarferð strax í dag og
láttu þér hlakka til.
„L’Islande est très peu connue“:
Stórveldin sækja Ísland heim. Sam-
skipti Frakka og Breta við Ísland á
18. öld nefnist fyrirlestur sem Anna
Agnarsdóttir prófessor flytur í Nor-
ræna húsinu í dag kl. 17 á fæðing-
ardegi Sigurðar Nordals. Í skjala-
kistum Parísar leynast gögn um
ráðagerðir Frakka um að Danir láti
Ísland í té í skiptum fyrir Louisiana.
Fjallar um frönsk-
íslensk samskipti
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Keppni í Olísdeild kvenna í hand-
knattleik hefst á morgun með
tveimur leikjum og í dag birtir
Morgunblaðið fyrri hlutann af um-
fjöllun sinni um liðin átta sem leika
í deildinni í vetur. Fjallað er um
Stjörnuna, Selfoss, KA/Þór og HK
sem er spáð að verði í baráttunni í
neðri hluta deildarinnar á komandi
keppnistímabili. 2-3
Verða þessi fjögur í
neðri hlutanum?
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Karl Olgeirsson fagnar nýrri nótna-
bók með útgáfutónleikum í Hann-
esarholti í kvöld kl. 21. Bókin nefn-
ist Mitt bláa hjarta og inniheldur
14 nýja djasssöngva. Höfundurinn
flytur lögin á flygil hússins og seg-
ir frá tilurð þeirra. Að sögn skipu-
leggjenda eru bæði lög og umfjöll-
unarefni fjölbreytt, allt frá ást og
söknuði til gleði og veðurs. Við
sögu koma nátthrafnar, háska-
kvendi og
draumóramenn.
Hljómplata með
lögunum er
væntanleg í
lok október í
flutningi
ýmissa
lista-
manna.
Höfundurinn kynnir
14 nýja djasssöngva
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sópransöngkonan Sigrún Hjálm-
týsdóttir, öðru nafni Diddú, verður
sérstakur gestur á Hagaskólaballi,
sem verður haldið í tilefni af 60 ára
afmæli skólans í Súlnasal Hótels
Sögu (Radisson Blu Saga Hotel)
annað kvöld, og syngur lög með
nokkrum meðlimum úr hljómsveit-
inni Alto.
„Það er eins og ég hafi ekki gert
annað í fimmtíu ár,“ segir Diddú
um rennslið með hljóðfæraleik-
urum í vikunni, bræðrunum Atla,
Ara og Jóni Pétri Jónssonum og
Pétri Hjaltested. „Þeir eru líka svo
flottir spilarar og það er rosalega
gaman að taka lagið með þeim.“
Skemmtunin er hugsuð fyrir
fyrrverandi nemendur skólans,
maka þeirra og vini. Hún hefst
með skoðunarferð um Hagaskóla
klukkan eitt, samverustund verður
á hótelinu kl. fimm til sjö og þá
hefst kvöldverður fyrir þá sem það
vilja. Skólahljómsveitin Sweet
Dreams byrjar að spila klukkan
21, Diddú og félagar í Alto byrja
klukkan 22 og Bítilbræður halda
uppi fjörinu frá klukkan 23.
Diddú segist ekki hafa þurft að
hugsa sig lengi um þegar kallið
kom. „Ó, nei, ó nei,“ segir hún og
hlær eins og henni einni er lagið.
„Ég er alltaf til í glensið. Það er
bara svoleiðis.“ Hún leggur
áherslu á að það sé svo gaman að
syngja og annað víki gjarnan fyrir
söngnum. „Af því að ég get þetta
ennþá er engin ástæða til þess að
þegja,“ heldur hún áfram og skell-
ir upp úr.
Uppgötvuð í Hagaskólanum
Diddú var uppgötvuð sem söng-
kona á fyrsta ári sínu í Hagaskóla,
fyrir tæplega 50 árum. „Ég man
vel þegar ég var afhjúpuð sem
söngkona á sviðinu í Hagaskóla,“
segir hún og bætir við að hún hafi
fengið mikla hvatningu frá skóla-
stjórnendum. „Þeir lögðu mikla
áherslu á að þeir sem höfðu hæfi-
leika á þessu sviði fengju tækifæri
á skemmtunum skólans. Haldnar
voru sérstakar söngskemmtanir
þar sem einstaklingar, sem vildu
láta reyna á sönghæfileikana,
tróðu upp. Margir voru uppgötv-
aðir á þennan hátt og við fengum
að æfa í skólanum á kvöldin eins
og við vildum, fengum bara lykil.“
Söngkonan segist lengi hafa
spyrnt á móti en hafi látið undan
skólasystkinunum. „„Blessuð, próf-
aðu,“ var reglulega sagt við mig.
„Þetta verður allt í lagi.“ Söng-
urinn reyndist afskaplega
skemmtilegur og gefandi og hefur
verið það alla tíð síðan.“
Frá því Diddú byrjaði að troða
upp hefur hún reglulega sungið
popplög með hljómsveitum. „Til
dæmis söng ég með Brunaliðinu
fyrir um 3 árum og eftir hlé á 60
ára afmælistónleikunum mínum
söng ég eingöngu popp. Svo hef ég
oftsinnis sungið með Óskari og
Álftagerðisbræðrum, sem og á
jólatónleikum hjá Bó og Friðriki
Ómars. Þá er nú heldur betur
„poppað“ flott.“
Morgunblaðið/Eggert
Hagaskólaball Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, bíður spennt eftir því að syngja í Súlnasalnum á morgun.
Alltaf til í glensið og
ekki ástæða til að þegja
Diddú syngur á Hagaskólaballi eftir tæplega 50 ára hlé