Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 2
Hvernig ertu stemmd? Bara ótrúlega vel stemmd, eiginlega bara í toppstandi. Þú starfar í útvarpi en líka sem þjálfari, hvernig fer þetta tvennt saman? Ég er framleiðandi á K100 frá degi til dags og er einnig dag- skrárgerðarkona um helgar, svo er ég að þjálfa í Crossfit Reykjavík. Þjálfa Crossfit Gorma seinnipart dags en það eru börn á aldrinum 6-10 ára, síðan stekk ég í afleysingu stund- um í mömmutímum og Crossfit Eðal sem er fólk á aldr- inum 65+ og svo einkaþjálfun í crossfit. Þetta fer ótrúlega vel saman því að ég er að þjálfa snemma morguns eða seinnipartinn og málið er bara að það er svo gaman að vera bæði í útvarpi og að þjálfa. Ég vinn í rauninni við tvennt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera. Fæ að hitta fullt af skemmti- legu fólki hvern einasta dag og á báðum stöðum fæ ég að hitta fólk sem er geggjað duglegt og að skara fram úr í lífinu. Það veitir mér innblástur til að gera betur sjálf. Hvernig er hinn fullkomni morg- unmatur? Ég borða alltaf það sama sem er hafragrautur með söxuðum döðlum, súkkulaði whey prótein frá Per- form, skeið af fiskikollagendufti og kanil og kaffi með. Það er geggjað! Hvernig verður helgin? Helgin verður skemmtileg. Laugardagsmorgnar byrja allt- af í Crossfit Reykjavík þar sem flestalla laugardaga síðustu 5 ár hef ég tekið svokallað para-wod (wod þýðir workput of the day) með einni af mínum bestu vinkonum, henni Krist- ínu Jak. Síðan fer ég á K100 klukkan 12 og tek við af Ásgeiri Páli og þar ætla ég að spjalla við fólk og spila frábæra tónlist fyrir hlustendur K100. Um kvöldið er það leikhús, er að fara að sjá Rocky Horror í Borgarleikhúsinu og er mjög spennt fyrir því. Síðan eru sunnudagar kósí, æfing, þrífa húsið og vera úti með börnunum mínum að leika eða fara í sund. K100 milli kl. 16-20 og síðan kósíkvöld og undirbúa komandi viku. Hvernig heldur maður sér í stöðugum hressleika? Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var barn að ég kæmist langt í lífinu með því að brosa og vera jákvæð, ég held að ég hafi bara tileinkað mér það. Það er líka bara svo gaman að vera glaður. Ég byrja daginn á því að ákveða að vera glöð og síðan hef ég komist að því að hlutirnir ganga almennt betur þegar maður er jákvæð- ur og glaður og það er svo mikilvægt að brosa mikið. Morgunblaðið/Hari KRISTÍN SIF BJÖRGVINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Dagarnir betri með brosi Ég hló upphátt þegar ég las viðtal við Sir Paul McCartney á vefútgáfubreska ríkisútvarpsins, BBC, í vikunni en þar lýsir Bítillinn fyrrver-andi, sem hefur verið í hópi frægustu manna í heimi í meira en hálfa öld, að það sé ekkert tiltökumál fyrir sig að fara út á meðal fólks. Það taki ekki nokkur maður eftir honum; allir stari bara í ofboði á símann sinn. Fyrir vikið röltir Sir Paul bara um stræti í hægðum sínum, blístrandi Love Me Do. Þannig lagað. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur þá er hermt af því á síðu sex í blaðinu í dag. Ég hafði ekki velt því fyrir mér áður að snjallsíminn gæti haft svona álags- losandi áhrif á líf fræga fólksins. Og er það vel. Nú er ég ekki frægur, hvað þá heimsfrægur, en ég lendi eigi að síður reglulega í því að mæta á förnum vegi fólki sem ég þekki án þess að það taki eftir mér. Það líður bara hjá með sím- ann í lúkunni. Er á staðnum en samt ekki. Menn eru auðvitað löngu hættir að tala í símann, það er eitthvað svo hall- ærislega eitís, nú stara þeir bara á hann. Og fólk á förnum vegi verður ósýnilegt. Nú, eða ósímalegt. Þetta hlýtur að kynda undir gjörn- ingalistamönnum og almennum ær- ingjum. Er ekki freistandi fyrir ein- hvern, til dæmis Almar í kassanum, að skella sér allsber í strætó og at- huga hvort einhver taki eftir því? Mögulega bílstjórinn, jú. En lík- urnar eru sannarlega með því að far- þegarnir hefðu öðrum hnöppum að hneppa – í símanum. Stóri bróðir myndi þó mögulega ná þessu á eft- irlitsmyndavélar sínar og Almar (eða ígildi hans) yrði sektaður. Er það ekki örugglega rétt munað hjá mér að menn mega ekki vera allsberir á almanna- færi á Íslandi? Nema þeir séu þá að fremja list í kassa. Það segir sig sjálft að útilokað er fyrir nokkurn mann að vera allsber inni í símanum sínum. Allir sæju það eins og skot. Gott ef orðið „símaat“ hefur ekki fengið nýja merkingu. Í gamla daga sner- ist það um að spyrja ókunnugt fólk af handahófi hvort Bolli væri heima. „Nei. Það er enginn Bolli hér.“ En undirskál? Nú getur „símaat“ mjög auðveldlega náð utan um daglegt amstur hins venjulega manns. Dagurinn hefst þegar vekjaraklukkan (síminn) hringir á morgnana og lýkur þegar fylgjendum og/ eða vinum er boðin góð nótt á samfélagsmiðlum. Gegnum símann. „Góða nótt, elsku æðislegu, fallegu dúllurnar mínar! Sé ykkur á morgun.“ Í símanum. Ekki með berum augum. Morgunblaðið/Eggert Ósímalegi maðurinn Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Er til dæmis ekkifreistandi fyrir einhvern, til dæmis Almar í kassanum, að skella sér allsber í strætó og athuga hvort einhver taki eftir því? Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Esther Bjartmarsdóttir Já, ég man til dæmis eftir einum stórum þegar ég var unglingur á leiðinni heim úr Miðbæjarskólanum. SPURNING DAGSINS Hefur þú upplifað jarð- skjálfta? Karlotta Sigurðardóttir Einu sinni heima hjá mér í Grinda- vík. Ég varð mjög hrædd því þetta var stór skjálfti. David Meldgaard Nei, það verða engir jarðskjálftar í Danmörku. Þorsteinn Gunnarsson Já, nokkrum sinnum, meðal annars á fimmtudagskvöldið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Kristín Sif Björgvinsdóttir starfar við dagskrárgerð á K100 og er í loftinu um helgar auk þess að stunda hnefaleika og þjálfa og keppa í crossfit. Kristín Sif er úr Borgarnesi og er mikill orkubolti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.