Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 35
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Easy2Clean Mött málning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig. BÓKSALA 5.-11. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Nú brosir nóttinTheódór Gunnlaugsson 2 Korkusögur Ásrún Magnúsdóttir / Sigríður Magnúsdóttir 3 Verstu börn í heimi 2David Walliams 4 FórnarmýrinSusanne Jansson 5 Óboðinn gesturShari Lapena 6 Konan í klefa 10Ruth Ware 7 Sagas Of The Icelanders 8 Stúlkan með snjóinn í hárinuNinni Schulman 9 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 10 Þín eigin saga – Börn LokaÆvar Þór Benediktsson 1 Korkusögur Ásrún Magnúsdóttir / Sigríður Magnúsdóttir 2 Verstu börn í heimi 2David Walliams 3 Þín eigin saga – Börn LokaÆvar Þór Benediktsson 4 Þín eigin saga – BúkollaÆvar Þór Benediktsson 5 Maxímús músíkús – þrautabók Hallfríður Ólafsdóttir / Linda Margrét Sigfúsdóttir / Þórarinn Már Baldursson 6 Haninn sem vildi ekki verða höfðinu styttri Huginn Þór Grétarsson 7 Örninn og spætanHuginn Þór Grétarsson 8 MömmugullKatrín Ósk Jóhannsdóttir 9 Handbók fyrir ofurhetjur 2Elias / Agnes Vahlund 10 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson Allar bækur Barnabækur Ég hef verið að lesa Tengdadótt- urina eftir Guðrúnu frá Lundi, hafði lengi ætlað mér að lesa hana. Ég byrjaði á að lesa Dalalíf og þegar ég var bú- in með hana byrjaði ég á Tengdadótt- urinni en gafst upp. Byrjaði svo aftur og hef núna haldið áfram. Mér finnst hún mjög skemmti- leg saga og góð lýsing á mannlíf- inu til sveita. Svo var ég að byrja á bók sem heitir Borðaðu froskinn! eftir Bri- an Tracy sem er bók um það að hætta að fresta hlutum. Ég er komin stutt áleiðis í henni en hún lofar góðu, verður kannski til þess að maður hættir að fresta hlutunum. Það eru allavegana í henni góð ráð og hún hefur verið mjög vinsæl hér á Amtsbókasafninu og fólk ánægt. Svo var ég að lesa ferðabók um Verona, var úti í Verona í ágúst. Hún var mjög skemmtileg og góð til að hafa með sér og undirbúa fyrir ferðina. ÉG ER AÐ LESA Sigrún Ingi- marsdóttir Sigrún Ingimarsdóttir er deildar- stjóri lestrarsalar og prentskila Amtsbókasafnsins á Akureyri. Skiptidagar sýna nýja hlið áfræðimanninum GuðrúnuNordal, en í bókinni birtist ferðalag hennar um sögu Íslands og bókmenntir frá landnámi til okkar daga þar sem hún fléttar inn í sögur af eigin uppruna, leggur áherslu á sögur kvenna og sækir samanburð til nútímans. Guðrún lýsir bókinni sem hugleið- ingabók, hún noti esseyjuformið til að fjalla um íslenska sagnahefð og hvernig við höfum sagt sögurnar af sjálfum okkur. „Mér fannst það mjög mikilvægt að fara vítt yfir sviðið, fara frá upphafi til okkar daga af því ég hugsa bókina ekki síður sem bók fyrir daginn dag og hvernig við horfum inn í framtíðina með þetta nesti, með þennan sagnasjóð sem við höfum kannski líka dálítið einfaldað. Mig langaði að reyna að ýja að því að við höfum búið til ákveðnar goðsögur um okkur sjálf, en höfum þá í leiðinni litið framhjá því að mjög mörgum sögum vindur fram sem hafa þó ekki komist upp á yfirborðið.“ Mannleg samskipti endurtaka sig — Þú spyrð snemma í bókinni: „Er samanburður fortíðar og nútíðar að- eins samkvæmisleikur eða getum við í raun lært af fortíðinni?“ „Það er mjög flókið að gera það. Í þeim kafla þar sem þessi spurning birtist er ég að fjalla um Sturlungu, en stuttu eftir hrun var fólk einmitt að líkja tímanum við Sturlungaöld. Það var ákveðin samsvörun af því við búum í mjög litlu samfélagi, erum svo fá og dýfurnar verða svo miklar. Í svona litlu samfélagi endurtaka sig líka ákveðnir hlutir í ákveðnum munstrum. Ef við erum að tala um 13. öld og 21. öldina þá er þó ekki hægt að líkja þessum samfélögum saman, en mannleg samskipti endurtaka sig.“ — Þú nefnir það að við höfum verið svo fá og fjallar um það í bókinni, en í henni kemur líka fram að við vorum hluti af norrænu málsvæði þannig að menn uppliðu það ekki að við værum fámenn þjóð, þeir litu svo á að þeir væru hluti af einhverju stærra. „Það er mikilvægt þegar við hugs- um um miðaldamenningu okkar að líta ekki á hana sem bara íslenska menningu. Þetta var stórt svæði sem var í miklum samskiptum og bók- menntir okkar hefðu ekki orðið til nema fyrir þessu samskipti, fyrir það að menn voru að skrifa fyrir markað. Það þurfti mikinn auð til að búa til handritin, eins og ég fer yfir í bókinni, og við hefðum aldrei ráðið við þetta ein ef við hefðum bara hugsað um þennan litla hóp hér, það þurfti að vera markaður og það er mikilvægt að minna okkur á það.“ — Svo verður „hrun“, ef svo má segja, þegar við dettum út af þessu menningarsvæði, eins og þú lýsir í bókinni, þegar sameiginlega tungan greinist í tvær kvíslir. „Við einangrumst meira, en við höldum áfram að vera í miklum menningarsamskiptum við aðrar þjóðir. Það eru siglingar milli landa og hingað koma Englendingar, Þjóðverjar, Spánverjar og síðar Frakkar. Þetta hefur haft áhrif líka og svo var kirkjan alþjóðleg stofnun. Það er mjög villandi og beinlínis rangt að segja að Ísland hafi verið einangrað land, en það er ótrúlegt að við skyldum varðveita handritin og merkileg þessi mikla skriftarárátta. Það kemur gríðarlega sköpunarþörf í gegnum þennan arf og hann er ekki í einangrun, það er verið að færa hann áfram í gegnum aldirnar. Þó að hand- ritin hafi farið til Kaupmannahafnar er ótrúlegt hve mikill fjöldi handrita frá seinni öldum er í Landsbókasafn- inu, það stoppaði ekki neitt, það fór ekki allt til Kaupmannahafnar, þeir héldu áfram að skrifa hér.“ — Eins og þú segir: „Það er mik- ilvægt að muna að íslensk miðalda- menning er ekki íslensk í þeim skiln- ingi sem við leggjum í orðið í dag.“ „Það er alveg sama hvar þú lítur yfir hana hún er alltaf í þessu sam- spili og verður. Ritmenningin verður til vegna þess að kennslan var eins hér og annars staðar í Evrópu, það var verið að kenna sömu retóríkina og bókmenntatúlkun hér og annars staðar, við erum hluti af stóru al- þjóðlegu kerfi. Þegar maður er að einfalda söguna, eins og gert hefur verið, þá gerir maður hana beinlínis ranga og hún verður heldur ekki eins spennandi, það hverfur úr henni kraftur. Fjölmenningarþátturinn í miðaldamenningunni hverfur þegar við erum að horfa á hana svona ís- lenska og þegar við erum að togast á við aðrar þjóðir um það hvort eitt- hvert rit sé íslenskt eða norskt, eins og það sé aðalatriði.“ Getum við lært af fortíðinni? — Svo ég spyrji þig aftur: Getum við lært af fortíðinni? Kennir fortíðin okkur nokkuð nema það að við getum ekkert lært af henni? „Að vissu leyti gerir hún það, en mér finnst að eitt af því sem við get- um lært til að skilja fortíðina sé að vera hógvær, eða eins og ég segi ein- hversstaðar að sleppa drýldni.“ — Eins og þú segir um miðja bók: „Ef við speglum okkur í forfeðrum okkar og formæðrum ættum við að fyllast hógværð fremur en drýldni.“ „Þegar við hugsum um forfeður okkar og formæður ættum við að passa að láta ekki vaxa upp hér sam- félag ójafnaðar. Hér hefur fólk barist til að lifa af þessar erfiðu aldir, til dæmis átjándu öldina, það er ótrúlegt að fólk skyldi komast uppúr því og ná að vaxa á ný. Yfirstétt á Íslandi fer okkur ekki vel – það er eitt af því sem við ættum að læra. Svo eru sögurnar okkar, bókmenntirnar, með allskonar skilaboð sem er ágætt að læra af, alls- konar skilaboð sem eru mjög holl og þessi sköpun hefur skipt okkur miklu máli.“ Eigum að vera hógvær Í bókinni Skiptidagar rýnir Guðrún Nordal í sögu íslenskrar menningar og rekur grunnþræði fram til okkar daga, sýnir samhengið í sköpunarsögunni og tíundar hvað hægt sé að nýta til að okkur miði áfram. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Guðrún Nordal, pró- fessor og forstöðumað- ur Árnastofnunar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.