Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 37
Í Over the Limit eru margar hliðar rússneska fimleikaheimsins skoðaðar.
keyra tvo sjúklinga sína á heilsuhæli
við sjávarsíðuna. Annar sjúklinga
hans er með geðhvörf og hinn er
þunglyndur en sálfræðingurinn sjálf-
ur á við sín vandamál að stríða líka og
kann illa á mannleg samskipti.
Frumraun spænska leikstjórans
Meritxell Colell Aparicio, Con el vi-
ento, þykir stórgóð en myndin fjallar
um spænska dansarann Mónicu sem
starfar í Argentínu og hefur búið
fjarri heimalandi sínu í 20 ár. Einn
daginn fær hún símtal um að faðir
hennar sé alvarlega veikur og hún
ákveður að snúa heim. Um leið þarf
hún að takast á við ýmis vandamál
innra með sér og innan fjölskyldu
sem getur illa átt samskipti og reynir
sambúð við móður hennar talsvert á.
Þetta er áhugaverð þroskasaga þar
sem innra líf Mónicu er í fyrirrúmi og
þykir snerta djúpt við áhorfendum.
Ága er áhugaverð mynd um líf
fjölskyldu á köldum norðurslóðum
sem á í talsverðum vandræðum í sínu
lífi þar sem veiðar og það sem þarf að
gera á hjara veraldar til að lifa af er
orðið talsvert erfiðara en það var áð-
ur. Dýrum hefur fækkað og ísinn
bráðnar. Nanook og Sedna ákveða að
reyna að finna dóttur sína, Ága, en
hún yfirgaf þau fyrir mörgum árum
vegna fjölskylduósættis. Það er búlg-
arski leikstjórinn Milko Lazarov sem
leikstýrir ásamt Simeon Ventsislavov
en Lazarov skrifar einnig handritið.
Í Druga strana svega er kafað ofan í serbenska fjöskyldusögu.
Summer Survivors er bráðfyndin
mynd um skrautlegt ferðalag.
Con el viento fjallar um spænskan dansarann sem snýr heim eftir 20 ára fjar-
veru og tekst á við fortíðina og samband sitt við fjölskylduna.
TÓNLIST Hljómsveitin The Cran-
berries hefur gefið það út að vænt-
anleg plata hennar verði sú allra
síðasta og hljómsveitin ætli að láta
formlega af störfum. Ákvörðunin
var tekin fljótlega eftir að söngkona
sveitarinnar, Dolores O’Riordan,
lést en söngkonan syngur á plöt-
unni. Söngkonan lést, 46 ára að
aldri, af slysförum í janúar á þessu
ári en hún drukknaði í baði af völd-
um ölvunar. Nýja platan er sú átt-
unda og hefur ekki enn fengið titil
The Cranberries hætta formlega
en miðað við vinsældir sveitarinnar
hérlendis er víst að margir íslensk-
ir aðdáendur bíða spenntir.
Í viðtali við Guardian sagði gít-
arleikari og meðlagahöfundur
sveitarinnar, Noel Hogan, að lögin
á plötunni væru harmþrungin og
afar sterk en sjálfri hefði Dolores
aldrei fundist gott að semja lög
þegar hún var hamingjusöm, það
yrði alltaf að „setja smá vanlíðan í
sköpunina“.
Í viðtalinu ræða félagar hennar í
sveitinni einnig opinskátt um and-
leg veikindi söngkonunnar en hún
var greind með geðhvörf fyrir
tveimur árum. Eftir greininguna
leið henni mun betur og skildi eðli
þess sem hún hafði upplifað á köfl-
um í lífinu. Hogan sagði að andlega
hefði söngkonan verið upp á sitt
besta síðasta árið en það hefði kval-
ið hana mikið að hún var bakveik
og átti erfitt með að hreyfa sig á
sviðinu og það hafi sett strik í
reikninginn.
The Cranberries
eiga eina plötu inni.
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
„Nú vakna ég útsofinn og hv
Skúli Sigurðsson
Minnkar óþægindi við þvaglá
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað
fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli.
Rannsóknir hafa sýnt að með
þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur
blöðruhálskirtill minnkað töluvert.
™
t
íldur“
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Fullkominn
ferðafélagi