Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 8
Hvorki datt né draup af þessum gæðingi þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari átti leið um Árbæjarhjáleigu fyrir skemmstu. Hann virkar saddur og sæll að sjá enda engu líkara en hann gangi hér út úr heyrúllunni á túninu. Íslenski hesturinn er víðkunnur töffari. Hann státar af jafnaðargeði og vingjarnlegu eðlisfari og fyrir það hefur hann aflað sér aðdáunar og vinsælda. Einnig er hermt að hann sé sterkari á taugum en mörg stærri hestakyn en á móti kemur að hann getur verið þrjóskari og óþekkari en aðrar tegundir, enda ræktaður með það í huga að selflytja fólk sem kann ekki á hesta og verður því að vita sjálfur betur en knapinn hvað rétt sé og hvert ferðinni sé heitið, ef marka má frjálsa alfræðiritið Wikipediu. RAX VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 Það er stundum undarlegt að vinna á fjölmiðlum.Maður getur verið algjörlega sannfærður um aðfrétt sem maður skrifar skipti svo miklu máli að enginn gangi ósnortinn frá lestri eða standi óbreyttur maður upp úr sófanum eftir að hafa séð hana. Hún sé svo mikilvæg og merkileg að enginn megi láta hana framhjá sér fara. Hún ætti að vera efst á listanum yfir mest lesnu fréttirnar. Staðreyndin er hins vegar sú að jafnvel bestu fréttir tapa alltaf fyrir Kardashian-fjölskyldunni. Það er ná- kvæmlega sama hvað hún er að gera. Hver myndi ekki smella á fréttina: „Kim Kardashian málar barna- herbergi gult.“ Jafnvel þótt ekki sé, með góðu móti, hægt að hugsa sér nokkurn hlut jafn óáhugaverðan og að mála herbergi. „Khloe setur saman Hemnes- kommóðu“ virkar meira að segja spennandi. Og trúið mér: Það er ekkert spennandi við að setja saman Hemnes-kommóðu. Annað sem alltaf má sjá efst á listum yfir mest lesnu fréttir er framhjáhald, ný pör, pör sem eru ekki lengur pör og íbúðir fræga fólksins. Það þarf jafnvel ekki að vera frægt: „Sigrún úr Ástarfleyinu selur fal- legu kjallaraíbúðina sína“ er nokkuð örugglega að fara að vera með mest lesnu fréttum dagsins. Jafnvel þótt enginn viti hver þessi Sigrún er og við höfum öll eytt síðustu árum í að reyna að gleyma Ástarfleyinu. Blaðamönnum hættir til að taka þessu illa. Verða pínu fúlir yfir því að fólk hafi ekki áhuga á alvöru- fréttum. Gera jafnvel lítið úr lesendum og muldra eitt- hvað um perlur fyrir svín. Af hverju er þetta fólk ekki að hella sér yfir fimm síðna grein um mögulega virkj- anakosti á Suðurlandi eða áhrif þriðja orkupakkans á fullveldið og stöðu Íslands innan EES? Blaðamönnum hættir nefnilega stundum til að elta fréttir sem hafa ekki mikla tengingu við fólk. Fólki er jafnvel alveg sama um það sem blaðamenn kalla skúbb og setja á forsíðuna. Það eru í alvöru fínar fréttir en það er bara eins og fólk tengi ekki við þær. Einu sinni tók ég viðtal við konu sem var að gefa út tímarit með aukablaði sem var dauðanum leiðinlegra. Hún sagði að það skipti ekki máli hve margir læsu þetta heldur að elítan læsi þetta. (Þetta var löngu áður en elítan fór úr tísku.) Mér fannst það frekar glatað viðmið og finnst það enn. Fjölmiðlar eru ekkert án les- enda og áhorfenda. En það getur verið frekar erfitt að horfast í augu við það að við erum ekki öll eins. Og reyndar, þegar maður hugsar út í það, þá eru fleiri sem eru ekki eins. Fólk vill fá eitthvað sem því finnst forvitnilegt og spennandi. Eða jafnvel eitthvað sem hefur áhrif á líf þess. Í ljósi þess að við erum fæst að fara að virkja á Suðurlandi og erum lítið að skipta okkur af innri mál- um Evrópusambandsins er alveg hægt að búast við að við hlaupum ekki út á náttfötunum fyrir svoleiðis fréttir. Kannski vill fólk bara hafa gaman og nennir ekki endalaust að hafa áhyggjur af fjármálum, stjórnsýslu, pólitík og utanrík- ismálum. Vill bara smella á spennandi fyrirsagnir. Enda kemur þetta mér ekkert á óvart. Ástkær eigin- kona mín virðist til dæmis helst nota netið til að skoða myndir af kettlingum. Og hún er sko enginn vitleys- ingur. Getur verið, í ljósi þess hvernig listar yfir mest lesnu fréttir líta út, að við séum eitthvað að misskilja þetta? Getur kannski verið að fólk fái stundum nóg af fréttum og vilji leita í eitthvað annað? Og er það ekki bara í fínasta lagi? Khloe setur saman Hemnes-kommóðu ’Annað sem alltaf má sjáefst á listum yfir mest lesnufréttir er framhjáhald, ný pör,pör sem eru ekki lengur pör og íbúðir fræga fólksins. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.