Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 27
African Queen er enn eitt
dæmið um hve veitingastaðir
Frankfurt eru fjölbreyttir. Eþíóp-
ískur matur er þar í fyrirrúmi og
endilega ræðið við þjónana um
hvað er gott að panta því
flestum Íslendingum er
þessi matur frekar
framandi, þjónarnir
eru mjög hjálpleg-
ir. Ævintýralega
góður matur og
gaman að
prófa al-
gjörlega eitt-
hvað nýtt.
Restaurant
Francais er svo
frönsk mat-
argerð eins og
hún gerist best, á
dásamlega fallegum
stað í miðborginni,
hvítdúkaður með kon-
unglegum blómaskreytingum.
Vínáhugamenn lofa þennan stað í
hástert þar sem vínlistinn þykir
framúrskarandi.
Það versta við að yfirgefa Frank-
furt er að geta ekki prófað fleiri
veitingastaði. Undirrituð hefur
borðað á velflestum staðanna sem
hér er mælt með:
Namaste India býður upp á ind-
verskan mat á heimsklassa. Stað-
urinn er lítill og huggulegur og
Þjóðverjar sjálfir elska staðinn.
Staðurinn er eilítið út fyrir miðju
borgarinnar og það er talsverð
þraut að fá bílastæði og það
er því gott að leggja tím-
anlega af stað því það
þarf aðeins að hring-
sóla í leit að stæði.
Raunar er starfs-
fólkið svo al-
mennilegt að
einn þjónninn
endaði á að
leyfa okkur að
leggja í starfs-
mannastæðið
sitt.
Veitingastaðurinn
Medici er ekki einn af
ódýru stöðum borg-
arinnar en sannarlega einn af
þeim bestu og fáguðustu. Ef það
er aspasuppskera skuluð þið
a.m.k. kosti fá ykkur einhvern
rétt með aspas, jafnvel smakk-
seðil í því þema. Geggjað
carpaccio og rækjur í risotto
voru m.a. á okkur matseðli.
Margir sækja staðinn til að
gæða sér á 60 mánaða gam-
alli íberíko-skinku sem
bráðnar í munni.
Zu den 12 Aposteln er stað-
urinn fyrir kvöldstund með
heimamönnum yfir þýskum bjór og
hefðbundnum þýskum mat í stórum
skömmtum og margir réttirnir eru ætl-
aðir til að deila. Þeir sem eru að stíga sín
fyrstu skref í þýskum matarkúltúr gætu til
dæmis pantað sér Frankfurter-plattann til að
deila og svo spennandi steik með.
Borða meira og meira
Maturinn á Medici
minnir á listaverk.
Restaurant Francais er
rómantískur franskur
staður í miðborginni.
African Queen er einn
af bestu ódýrari veit-
ingastöðum Frankfurt.
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.isjakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST
Að fylla ferðatöskurnar af fatnaði
og alls kyn smávöru er einstaklega
auðvelt í Frankfurt. Verðið er hag-
stæðara en hérlendis og hægt er að
finna hvað sem er í borginni.
Fyrir allt það flottasta í fatnaði á
ágætis verði má mæla með Peek og
Cloppenburg sem hefur að geyma
fjöldann allan af tískumerkjum á
nokkrum hæðum undir einu þaki
við eina skemmtilegustu göngu-
götu borgarinnar; Zeil. Margar fá-
bærar verslanir og verslunarmið-
stöðvar, standa við Zeil og er mikið
líf á götunni sjálfri. Góð kaup á
lúxusvarningi er hægt gera á
Goethestrasse sem er raunar köll-
uð „lúxusgatan“ af heimamönn-
um. Ekki er síður skemmtilegt að
skoða í gluggana.
Schillerstrasse er virkilega
skemmtileg á föstudögum þegar
götumarkaðir eru settir upp með
ávöxtum, handgerðum munum og
fleiru. Á þessu svæði færðu jafn-
framt minjagripina. Berger Strasse
sýnir svo eilítið öðruvísi hlið borg-
arinnar, með sérverslunum ungra
hönnuða, notuðum tískufatnaði.
Eftir langan verslunardag er gott
að slaka á á einum af kaffihúsum, ís-
búðum eða veitingastöðum gúr-
met-götunnar“ Grosse Bockenhei-
mer Strasse.
Aukataska fyrir innkaup
Gómsæt smjörkaka á kaffihúsi
Grosse Bockenheimer Strasse.
Zeil er suðandi mann-
lífspunktur með spenn-
andi verslanir hvarvetna.
Goethestrasse er heimavöllur
lúxuspésa, með skartgripum,
snyrtivörum og hátísku.
Eitt skemmtilegasta safn
borgarinnar er Senckenberg
náttúrugripasafnið sem á
stærsta safn beinagrinda stærri
risaeðlna í Evrópu. Staedel
listasafnið ætti einnig að vera á
lista ferðamanna, þar sem þeir
skoða verk gömlu meistar-
anna, svo sem Botticellis, upp í
frægustu listaverk nálægari
tíma; Monet, Degas, Picasso
og miklu fleiri.
Bílaáhugamönnum má benda á Klassikstadt, sem gerir klassískum
bílategundum fyrri tíma góð skil á stóru sýningarsvæði. Einnig er stutt
að skreppa út fyrir Frankfurt í dagsferð, til dæmis Heidelberg og Roth-
enburg og drekka þar í sig miðaldir, gamla háskóla og tíma liðinna alda.
Margir vilja helst ekki yfirgefa borgir án þess að sjá almennilega yfir þær.
Þá er Main-turninn, eitt helsta kennileiti borgarinnar, best til þess fall-
inn. Þetta 200 hæða háhýsi, það fjórða hæsta í Þýskalandi öllu, er eini
skýjakljúfur borgarinnar sem er með sérstakan útsýnispall opinn al-
menningi.
Risaeðlur og Picasso