Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 6
Nei, það er víst ekkert vanda-mál; enginn tekur eftir hon-um. „Fari ég í lestina stara
allir aðrir á símann sinn. Ég lít hins
vegar út um gluggann og segi: Vá,
þarna er London Eye! Þarna er Tha-
mes-áin!“
Þannig svarar sir Paul McCartney
spurningu blaðamanns vefútgáfu
breska ríkisútvarpsins, BBC, þess
efnis hvort ekki sé ómögulegt fyrir
svo frægan mann að láta sjá sig á al-
mannafæri.
„Og ferðafélagi lítur upp og segir
mögulega: Vá, þarna er Paul
McCartney!“ segir blaðamaðurinn.
„Já,“ svarar sir Paul hlæjandi.
„Stundum líta þeir upp og taka ljós-
mynd sem þeir selja svo næsta dag-
blaði. Það er gjald frægðarinnar.“
Skondin saga en velta má fyrir sér
um borð í hvaða lest sörinn hefur ver-
ið. Eru þær ekki allar neðanjarðar í
miðborg Lundúna?
Ekki svo að skilja að Bítillinn fyrr-
verandi eigi ekki síma sjálfur. Hann
segir einnig frá því í viðtalinu að hann
hafi spókað sig um á Grand Central
Station í New York og tekið myndir á
símann sinn fyrir tónleika um liðna
helgi. Og ekki sála abbaðist upp á
hann. Makalaust.
Sir Paul hefur verið á þeysireið í
erlendum fjölmiðlum undanfarið
vegna útgáfu nýrrar breiðskífu,
Egypt Station, sem kom út fyrir
rúmri viku. Hann tók meðal annars
þátt í svonefndu „Carpool Karaoke“ í
þætti háðfuglsins James Cordens,
The Late Late Show, þar sem hann
endaði á því að troða óvænt upp á fá-
brotinni knæpu í fæðingarborg sinni,
Liverpool á Englandi. Svo haka við-
staddra skall í óbónuðu gólfinu. Á
dögunum hrekkti hann svo lyftu-
farþega í New York ásamt öðrum
spjallþáttastjórnanda, Jimmy Fallon,
og skaut upp kollinum á Snjáldru
(Facebook) í fyrirspurnartíma hjá
Jarvis Cocker. Galsi í karlinum, sem
orðinn er 76 ára gamall. Fallon-
atriðið var meinfyndið enda alltaf
gaman að fylgjast með viðbrögðum
fólks þegar það sér óvænt svona
fræga manneskju á förnum vegi. Og
þær verða víst ekkert mikið frægari
en sir Paul McCartney.
Þráðu frægð
Kappinn býr líka að ómældri reynslu
í þeim efnum. „Áður en við urðum
frægir þráðum við frægð og engri var
til að dreifa,“ segir sir Paul í BBC-
viðtalinu og á þar við Bítlana. „Þegar
við urðum loksins frægir var það
notalegt, en síðan fór allt á annan
endann, múgurinn byrjaði að ýta og
þrífa í okkur. Stundum góluðu örygg-
isverðir: Burt með ykkur! Færið
ykkur! og þá hljóp múgnum kapp í
kinn. Þess vegna lærðum við að
ganga beint af augum án þess að gera
Neyðin kenn-
ir nöktum
Bítli að spinna
Sir Paul McCartney hefur sjaldan verið hressari; orð-
inn 76 ára gamall. Hann var að senda frá sér nýja plötu
og hefur farið mikinn í fjölmiðlum af því tilefni.
AFP
Sir Paul McCartney slóst í hópinn þegar þúsundir manna mótmæltu skotvopnaofbeldi á Manhattan fyrr á þessu ári.
veður; maður vill ógjarnan gera
geggjaðar aðstæður ennþá geggj-
aðri.“
Neyðin kennir greinilega nöktum
Bítli að spinna.
Létt mun vera yfir sir Paul á nýju
plötunni enda hefur hann aldrei ráfað
langt frá rótunum, að sögn. „Upphaf
rokksins er býsna skondið og
skemmtilegt. Þetta á ekki að vera al-
varlegt starf,“ segir hann. „Við féll-
um fyrir því þegar við heyrðum Elvis
syngja Baby, Let’s Play House, sem
hann fékk hjá blússöngvurunum,
sem voru býsna sprækir líka.“
Lagið Come On To Me á nýju plöt-
unni er í þeim anda. „Maður byrjar
alltaf á litlum gítarfrasa eða ein-
hverju slíku. Ég var kominn með lítið
riff sem ýtti laginu úr vör og fór að
hugsa um partíin á sjöunda áratugn-
um þegar maður kom auga á sæta
stelpu sem brosti á móti og maður
hugsaði með sér: Er hún til í tuskið
eða er ég að lesa þetta vitlaust?
Ekki svo að skilja að þetta gerist í
dag,“ flýtir hann sér að bæta við.
„Það er svo algengt við lög að maður
man eftir tilteknu atviki sem maður
hverfur aftur til og málar myndina út
frá þeirri minningu. Þetta er þannig
lag.“
Tæplega hálfri öld eftir að þeir
lögðu upp laupana kemst enginn
listamaður með tærnar þar sem Bítl-
arnir hafa hælana þegar kemur að
plötusölu og vinsældum, auk þess
sem sir Paul hefur ekki vegnað illa
með Wings og á sólóferli sínum.
Spurður hvaða mælistiku hann leggi
á velgengni í dag svarar hann: „Að ég
sé ánægður með það sem ég hef gert.
Það er mælistikan í dag. Allar við-
urkenningar umfram það eru bónus.“
Og spurður hvort hann hafi í
hyggju að hætta í náinni framtíð
svarar hann með orðum Willys Nel-
sons: „Hætta hverju?“
Já, menn geta víst orðið millj-
arðamæringar á hobbíi sínu.
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018
Upptökustjórinn Quincy Jones olli
miklu fjaðrafoki þegar hann gerðist
bersögull í viðtali fyrr á þessu ári,
hraunaði yfir mann og annan og
kallaði sir Paul McCartney meðal
annars „versta bassaleikara sem ég
hef unnið með“.
Í samtali við GQ magazine upp-
lýsir Sir Paul að Jones hafi síðar
hringt í sig og beðist afsökunar.
Hann hafi í raun aldrei sagt þetta
og elskaði hann í tætlur. Sir Paul tók það til greina en tjáði Jones eigi
að síður að hefði hann sagt þetta hefðu viðbrögðin orðið á þennan
veg: „Fokkaðu þér, Quincy Jones, helvítis drulluháleisturinn þinn.“
Síðan hlógu þeir báðir.
Bítlarnir á hátindi frægðar sinnar.
Fokkaðu þér, Quincy Jones!
’
Þegar Paul McCartney hitti Guð sagði hann: Sæll. Þegar
Guð sá að þetta var Paul McCartney fórnaði hann höndum
og sagði: Guð minn góður, þetta er Paul McCartney!
Sjónvarpsæringinn Jimmy Fallon en McCartney upplýsti nýverið
að hann hefði rekist á almættið á sýrutrippi í gamla daga.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
DANMÖRK
KAUPMANNAHÖFN Bruce Dickinson, söngvari málmbandsins
Iron Maiden, upplýsti í fyrirlestri í borginni á dögunum að þeir Jon Lord
sálugi, hljómborðsleikari
Deep Purple, hefðu lagt drög
að tónleikum saman, þar
sem Dickinson átti að syngja
Purple-slagara við undirleik
sinfóníuhljómsveitar. Áform-
in runnu út í sandinn þegar
Lord veiktist af krabbameini
og dó skömmu síðar.
BANDARÍKIN
BURBANK Naomi Osaka, sem vann sigur á Opna
bandaríska meistaramótinu í tennis á dögunum, kvaðst
í spjallþætti Ellenar DeGeneres ekki vera leið yfi r því
að reiðiskast Serenu Williams í miðjum úrslitaleik hefði
skyggt á sigur hennar. Hún hefði vitað að áhorfendur
voru ekki að baula á hana, auk þess sem Williams hefði
borið sig mjög vel í leikslok og sagst vera stolt af Osaka.
SPÁNN
MADRÍD Leikarinn
Willy Toledo kom fyrir
dómara í vikunni en hann
er grunaður um guðlast.
Forsaga málsins er sú að
Toledo tók upp hanskann
fyrir þrjár ungar konur
sem þóttu hafa móðgað
almættið og kirkjuna með gjörningi á götum úti í Sevilla. Það varð til
þess að Toledo hraunaði yfi r almættið og Guðsmóðurina á samfé-
lagsmiðlum og kvaðst skammast sín fyrir að vera Spánverji.
SUÐUR-KÓREA
SEÚL Tólf söngnemar fóru nýlega óvenjulega leið til að
komast undan herskyldu en allir karlar í landinu þurfa að
gegna herþjónustu í 22 mánuði áður en þeir verða 28 ára.
Nema þeir standist ekki læknisskoðun. Söngnemarnir sáu þar
glufu og gúffuðu í sig hamborgurum og fl atbökum og skoluðu
niður með prótíndrykkjum þangað til þeir voru orðnir of vel
við vöxt til að gagnast hernum. Falli menn á læknisskoðun hersins sleppa þeir annað-
hvort við herskyldu eða eru látnir sinna almennri samfélagsþjónustu.