Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 19
Þóra féllst á að gefa lesendum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins nokkur einföld en áhrifarík ráð til að minnka sorpið. Aðalatriðið seg- ir hún vera að minnka sorpið með því að annars vegar kaupa minna og hinsvegar að vanda valið á því sem keypt er. Eftirfarandi ráð hafa allavega reynst henni vel.  Hafa í huga að allt sem maður dregur inn á heimilið verður að rusli fyrr eða síðar. Kaupa minna með því að vera vakandi við öll innkaup og gera greinarmun á al- vöruþörfum og gerviþörfum. Hugsa í lausnum og velja sig frá plasti og öðrum óvistvænum efn- um.  Minnka matarsóun með því að huga að réttum skammtastærðum, elda úr matarafgöngum og frysta.  Kaupa notaða hluti með því að fara á nytjamarkaði, leita á þar til gerðum sölusíðum á netinu eða spyrjast fyrir meðal ættingja og vina.  Afþakka alla plastpoka. Nota í staðinn fjölnota innkaupapoka, veski, töskur eða jafnvel bara hend- urnar. Léttir, fjölnota pokar henta vel fyrir ávaxta- og grænmet- isdeildina og jafnvel nammibarinn líka.  Hætta notkun á einnota borð- búnaði.  Í eldhúsinu: Hætta notkun á kaffihylkjum og eldhúspappír, grípa í box með loki í staðinn fyrir plast- filmu og álpappír, nota sápustykki í uppvaskið.  Á salerninu: Nota sápustykki í hand- og hárþvott, bambustann- bursta, umbúðalaust tannkrem, fjölnota bómullarskífur, taudömu- bindi, álfabikar og taubleiur. SJÖ LEIÐIR TIL AÐ MINNKA SORPIÐ Vanda valið og kaupa minna Það er ekki síðra að leika sér með notuð leikföng. Þessar sápur eru ekki aðeins fallegar held- ur þurfa þær engar plastumbúðir. Það þarf ekki að nota plastpoka við garðvinnuna heldur er vel hægt að nota margnota ílát. hún og bendir á að eftir því sem eftirspurnin breytist þá breytist vonandi líka framboðið. Og það hefur verið hlustað á Þóru en hún veit um nokkur dæmi þar sem hún hefur komið með ábendingu sem farið hefur verið eftir. Ein versl- un hætti við að panta plastpoka og fór að nota pappírspoka í staðinn eftir að Þóra hafði sam- band. Hún kom líka með ábendingar til leik- skóla drengjanna um að skipta út einnota plast- málum og öðrum plastvarningi fyrir vistvænni hluti. Ýmsar breytingar í þá áttina voru gerðar strax í kjölfarið. „Það er hægt að hafa áhrif með því að senda vinsamlegar ábendingar og hug- myndir um hvað betur mætti fara.“ Þroskandi ferli Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú byrjaðir í þessu? „Mér finnst þetta hafa verið mjög þroskandi. Maður hefur kynnst nýjum mat, sem maður hefði ekki annars kynnst, eins og mörgum nýj- um tegundum af grænmeti sem manni hefði ekki dottið í hug að kaupa. Þetta er líka svo skemmtilegt og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Maður er alltaf að finna nýjar lausnir. Við erum ekki heilagri en páfinn, þess vegna kalla ég þetta lærdómsferli hjá okkur. Við erum bara að gera það sem við getum og hver og einn verður bara að fara eftir sinni samvisku. Stundum verð- ur maður að finna einhverja málamiðlun.“ Hún vill að lokum leggja áherslu á að svona breytingar eigi sér stað smám saman. „Svona breyting gerist ekki á einni nóttu heldur smám saman, annars myndi maður gefast strax upp. Hver einasta neyslubreyting skiptir máli; margt smátt gerir eitt stórt.“ Fjölskyldan öll heima í Sviss; hjónin Ögmundur Hrafn Magnússon og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, ásamt börnunum þremur sem heita Þorgerður Erla (10 ára), Magnús (5 ára) og Theodór Hrafn (4 ára). 16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Sorp fjölskyldunnar á einum mánuði. Lengst til hægri í pokanum er eina ruslið sem ekki er hægt að endurvinna. Þau vigta sorpið eftir hvern mánuð til að fylgjast með þróun mála og birta niðurstöðurnar á minnasorp.com. Óendurvinnanlega sorpið er að meðaltali 3,1 kg en hefur mest verið 10,8 kg og minnst 1,1 kg. Endurvinnanlega ruslið er síðan flokkað í plast, gler, pappa, pappír og ál. Að sögn Þóru hafa þau komist niður í 1,1 kg af plasti á mánuði og er markmiðið að komast einhvern tímann niður fyrir 1 kg. Til samanburðar áætlar Umhverfis- stofnun að fjögurra manna fjölskylda fari með 13 kg af plasti á mánuði. SORPIÐ VIGTAÐ Takmarkið að komast niður fyrir kílóið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.