Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 FERÐALÖG um og svo stærstu og nútímalegustu háhýsi Þýskalands en ólíkt öðrum borgum landsins er þau að finna í kjarnanum en ekki út- jaðri byggðarinnar. Þetta gefur borginni skemmtilegan svip. Það er auðvelt að fljúga til Frankfurt allan ársins hring og ekki verra að stefna þangað í desember þegar jólamarkaður borgar- innar er í gangi. Frankfurt, sem Þjóðverjar kalla Frankfurt am Main tilaðgreiningar frá Frankfurt an der Oder, er ein fjöl-breyttasta borg Þýskalands og kemur flestum á óvart sem hana sækja og ímynda sér að þar sé aðeins að finna önn- um kafna kaupsýslumenn. Vissulega er hún suðupunktur fjármálastarfsemi í Evrópu, með seðlabanka álfunnar og eina mikilvægustu kauphöll í heimi, en hún er líka borg öflugs menningarlífs, merkilegrar sögu, stórkostlegra verslunar- gatna, safna, matar og alls kyns forvitnilegra viðburða. Fjölbreytileiki og ólíkar hliðar borgarinnar endurspeglast í byggingarlistinni og umhverfinu, þar sem er að finna leifar frá fyrstu byggð Rómverja í borginni, byggingarkjarna frá miðöld- Getty Images/iStockphoto Ein fjölbreyttasta borg Þýskalands Fimmta stærsta borg Þýskalands, Frankfurt, er oft vanmetin, þar sem fólk telur hana fyrst og fremst borg fjármála. Hún á sér margar aðrar hliðar og er skemmtileg heim að sækja á haustin og á aðventunni. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Frankfurt er eina borg Þýskalands þar sem háhýsi viðskiptalífsins er að finna í sjálfri miðborginni. Hvergi finna ferðalangar sterkar fyrir nútímanum og gamla tíman- um mætast en þegar gengið er um Römerberg, ráðhústorgið í miðborginni. Yfir ráðhúsinu sem byrjað var að byggja á 15. öld, Nikulásarkirkju og torginu sem er frá upphafi byggðar í Frankfurt glittir í háhýsi bankanna enda er borgin stundum í gríni kölluð „Mainhattan“. Mæli sérstaklega með að snæða snitsel í hádegisverð á veitinga- staðnum Schwarzer Stern sem er á ráðhústorginu sjálfu eða Kloster- hof sem er í næsta nágrenni. Kom- ið svo við í sögusafninu við hliðina á Nikulásarkirkju. Það var stofnað á 19. öld og kynnið ykkur m.a. Gengið um Römerberg Gott að hlaða batteríin á Klosterhof. merkilega keisarasögu borgar- innar. Römerberg er svo ævintýri líkast þegar jólamarkaðurinn stendur yfir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.