Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 12
Skapti Hallgrímsson var staðráðinn í að gera bók um HM-ævintýri Íslands um leið og liðið tryggði sér farseðilinn til Rússlands. Hann skrifar ekki bara textann, heldur á hann flestar myndirnar líka. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon H eyrðu, þarna er Thibaut Co- urtois,“ segir viðmælandi minn, hleypir brúnum og horf- ir yfir öxlina á mér. Ég sný mér við og svei mér þá, belg- íski markvörðurinn rúllar þarna gegnum lobbí- ið á hótelinu. Gíraffalegur. Minnist þess ekki að sá ágæti maður hafi áður gengið inn í viðtal hjá mér. Ekki svo að skilja að Skapti Hallgrímsson sé endilega glaður að sjá Courtois; Belgarnir sviku hann nefnilega í sumar, þannig lagað. „Ég ætl- aði að gefa bókina mína út 11. september, dag- inn sem heimsmeistarar Belga kæmu í heim- sókn á Laugardalsvöllinn. Bronslið Belga verður víst að duga.“ Hann glottir. Bókin, sem hann nefnir Ævintýri í Austurvegi, fjallar einmitt um heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu, sem fram fór í Rússlandi í sumar; nánar tiltekið um strákana okkar, sem þreyttu þar frum- raun sína á þessu stærsta fótboltamóti í heimi, og stuðningsmennina sem þeim fylgdu. Sumsé HM í allri sinni dýrð, innan vallar sem utan. Skapti var rétt skriðinn úr grunnskóla þegar hann byrjaði að skrifa um íþróttir í Morgun- blaðið snemma árs 1979. Notaði svo aurinn sem fékkst fyrir skrifin til að fara í pílagrímsferðir á Anfield Road í Liverpool og raunar fleiri velli á Englandi. „Það voru góðir tímar,“ rifjar hann upp; ekki nóg með að Liverpool ynni flesta titla sem voru í boði, heldur var mun auðveldara að nálgast miða á völlinn. Og ekki þurfti að gjalda fyrir með öðrum handleggnum. „Blessaðu vertu, þarna rak maður bara hausinn inn um lúguna á miðasölunni og mælti: Einn miða, takk!“ Ekki hvort heldur hvernig Eftir að hafa fylgt íslenska landsliðinu út um allar koppagrundir gegnum árin kom aldrei annað til greina en að fara með liðinu á Evrópu- meistaramótið í Frakklandi fyrir tveimur árum. Skapti hermdi af því móti fyrir Morgunblaðið, í máli og myndum, og drakk í sig ævintýrið, sem setti heila þjóð á hliðina. Þegar íslenska landsliðið hafði tryggt sér far- seðilinn á HM í Rússlandi var Skapti strax stað- ráðinn í að fara utan; ekki nóg með það, hann var líka ákveðinn í að skrifa bók um upplifun sína. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvernig bók ég ætlaði að skrifa. Þessu mikla ævintýri yrði að halda til haga.“ Hann var enn að velta þessu fyrir sér þegar Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindi hafði samband og spurði hvort Skapti væri ekki til í að gera bók um HM – í máli og myndum. „Ég svaraði því til að ég væri einmitt þegar kominn í þær stellingar og við gerðum með okkur sam- komulag. Ég hafði frjálsar hendur með efn- istökin.“ Jafnhliða því að safna efni í bókina vann Skapti fyrir Morgunblaðið og aðra miðla Árvak- urs í Rússlandi; sá einkum og sér í lagi um að fanga stemninguna. Svo eftir var tekið. Í sturtu með Ásgeiri Niðurstaðan var sú að textinn yrði í dagbók- arstíl og skrifaði Skapti beinagrindina úti – í hita leiksins. „Þetta er dagbók í fyrstu persónu, eintölu, þar sem ég upplifi mótið, leikina, mann- lífið og allt í kringum HM. Ég ber þessa upp- lifun líka saman við fyrri landsliðsferðir en um- gjörðin í kringum íslenska landsliðið núna og þegar ég var að byrja sem íþróttafréttamaður er auðvitað eins og svart og hvítt. Í gamla daga rölti maður bara inn í klefa til strákanna og spjallaði við þá eftir leiki; Ásgeir Sigurvinsson, Atla Eðvaldsson og þá pilta. Tók jafnvel bara blað og blýant með sér inn í sturtuna. Í dag þarf þetta allt að fara í gegnum KSÍ eftir ströngustu leiðum. Það er auðvitað faglegra en því er ekki að neita að ákveðinn sjarmi var yfir hinu. Ein- hvern veginn svo íslenskt.“ Skapti segir mannflóruna fjölbreyttari á HM en EM, enda liðin fleiri og frá fleiri heimsálfum. Hann hefur líka sótt Ólympíuleika og segir erf- Unnum ekki HM en sigruðum heimsbyggðina Skapti Hallgrímsson sendi í vikunni frá sér bókina Ævintýri í Austurvegi, þar sem hann rammar inn þátttöku Íslands á HM í Rússlandi í máli og myndum. Hann segir stemninguna á mótinu og hlýjuna í garð lands og þjóðar standa upp úr. Ísland vann ekki HM en við sigruðum heimsbyggðina. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 BÆKUR Marina Zolotariova og Evgeny Golitsyn, til hægri, sem búa á Íslandi, studdu Ísland í Moskvu. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Stuðningsmenn Íslands bera sig vel í stúkunni, þrátt fyrir tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, skilur Lionel Messi eftir í grassverðinum. Ragnar Sigurðsson hvetur sinn mann til dáða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.