Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 18
Þ óra Margrét Þorgeirsdóttir heldur úti skemmtilegu bloggi þar sem hún segir frá vegferð fjölskyld- unnar í að minnka plastið á heim- ilinu, minnasorp.com. Undirtitill- inn er lærdómsferli fjölskyldu enda er öll fjölskyldan með í þessu. Hún býr á Genfarsvæð- inu í Sviss en fjölskyldufaðirinn, Ögmundur Hrafn Magnússon, vinnur hjá EFTA. Börnin eru þrjú, Þorgerður Erla, tíu ára, Magnús, fimm ára, og Theodór Hrafn, fjögurra ára. Sá yngsti fæddist úti en miðjubarnið var aðeins tveggja mánaða þegar þau fluttu út. Stefnan er síðan tekin aftur til Íslands á næsta ári. Öðruvísi kerfi í Sviss Hjónin eru bæði lögfræðimenntuð en Þóra hef- ur verið heimavinnandi í Sviss. „Kerfið hérna býður ekki upp á annað en að annað foreldrið sé heima að sækja börn í skólann og gefa þeim há- degismat og svoleiðis. Hér er ekkert sjálfgefið að þú fáir leikskólapláss og ef þú færð leik- skólapláss er það alveg rándýrt. Það er ekki sjálfgefið að vera með leikskólana sem við höf- um á Íslandi og að þeir kosti heldur ekki mikið.“ Strákarnir tveir eru í leikskóla fjóra daga vik- unnar til þrjú. „Dóttir mín var alltaf til hálffimm í leikskólanum á Íslandi en núna finnst mér það alveg hræðilega langur dagur,“ segir Þóra. Það er margt hægt að læra á því að búa ann- ars staðar. „Maður lærir hvað skiptir máli fyrir mann og hvernig maður vill hafa hlutina,“ segir hún. Dagurinn er vissulega langur hjá börnunum. „Og líka hjá vinnandi fólki. Það er gott að geta fundið jafnvægi á milli atvinnulífs og einkalífs,“ segir Þóra en hana langar að taka það besta frá Sviss með sér þegar fjölskyldan flytur heim til Íslands. Eitt af því sem er öðruvísi í Sviss er „afar tak- mörkuð en gjaldfrek opinber sorpþjónusta sem hvetur fólk til að flokka og minnka ruslið sitt,“ eins og ein bloggfærslan heitir. Þóra segir að sorphirðukerfið hvetji fólk sannarlega til að flokka vel enda þurfi að henda óflokkuðu sorpi í sérstaka poka sem kosta 300 kr. stykkið. „Því minna af óflokkuðu sorpi, því færri poka þarf að kaupa. Þar að auki berum við ábyrgð á að koma bæði flokkuðu og óflokkuðu sorpi í sér- staka gáma í nágrenninu, því engir sorpbílar bruna á milli húsa til að hirða það. Þetta þýðir auðvitað að maður er í meiri snertingu við sorp- ið sitt, það hverfur ekki bara alltaf á tveggja vikna fresti,“ segir Þóra og útskýrir að það sé ekki hægt að komast hjá því að vera meðvitaður um umfang heimilissorpsins þegar þurfi að keyra með það á endurvinnslustöðina. „Ég tel afar líklegt að þetta hafi haft þau áhrif að við vorum opnari og móttækilegri en ella fyrir því sem ruslfrír lífsstíll, eða „zero waste“ stendur fyrir og að ganga lengra en að flokka bara sorpið vel,“ segir Þóra. Byrjuðu í meistaramánuðinum Þau byrjuðu að taka flokkunina fastari tökum í meistaramánuðinum 2017 en þá settu þau sér það markmið að sorpflokkunin þeirra mætti ekki fara yfir ákveðið magn. Hún sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og deildi upplýs- ingum um verkefnið. „Þegar á leið fann ég fyrir áhuga fólks í kringum mig og fékk ábendingu um að kannski hefðu fleiri áhuga á að fylgjast með þessu lær- dómsferli okkar og úr varð að við stofnuðum við sérstaka Facebook-síðu um verkefnið [Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu] og heimasíðuna minnasorp.com,“ segir Þóra og bætir við að það sé ekki síður skemmtilegt og mikilvægt að fá á móti ábendingar og hugmyndir frá öðrum. „Við höfum alltaf horft á þetta verkefni sem lærdómsferli og það er fullt af fólki sem kann miklu betur á þennan lífsstíl en við. Á sama tíma finnum við fyrir því að Facebook-síðan veitir okkur ákveðið aðhald. Þess vegna ákváðum við að stofna Facebook-hópinn Sorpsigrar, þar sem aðrir geta birt sínar eigin sorptölur með reglu- bundnum hætti líkt og við höfum gert og fengið þannig samskonar aðhald og við upplifum. Hóp- urinn er enn til og er öllum opinn en auðvitað byggist svona síða á virkni meðlima. Ég mæli eindregið með að sem flestir skrái sig í hópinn og sýni þar til dæmis myndir af plastmagni heimilisins eftir Plastlausan september.“ Í átt að ruslfríum lífsstíl Önnur ástæða þess að Þóra vildi taka sorpið föstum tökum er að hún vildi ekki bíða eftir lausnum frá yfirvöldum eða fyrirtækjum heldur gera eitthvað sjálf. Hún heyrði af Bea Johnson, frumkvöðli hvað varðar ruslfrían lífsstíl og tók hana sér til fyrirmyndar. „Ég fann að þetta væri ákveðinn lífsstíll sem ég gæti tileinkað mér. Mig langaði að gera eitthvað meira sjálf varðandi þennan umhverfisvanda. Johnson segir að það sé mikilvægt að endurvinna en endurvinnsla geti ekki verið annað en plástur á umhverfis- sárið, eða eins og hún segir „aspirín fyrir neyslutimburmennina“. Það verður að grípa inn í fyrr í ferlinu til að ráðast á vandann og huga að neyslunni. Númer eitt, tvö og þrjú er að kaupa minna. Þá verður til minna rusl.“ Og hvernig gerir maður það? „Þá þarftu að vera svolítið vakandi og hugsa um hvaða vörur eru til að uppfylla alvöru þarfir og hvaða vörur eru í raun til að uppfylla gervi- þarfir og veita skyndiánægju. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Þóra og útskýrir að henni finnist skyr gott til dæmis til að nota í skyrdrykki og það fáist þarna úti í plastumbúðum. Hún kaupir sér það sjaldnar en hún gerði en býr þá til grænan drykk í staðinn fyrir skyrdrykk, sem krefst þess ekki að hún kaupi neitt plast. Þetta er fjölskyldu- leikur „Maður bara hugsar í lausn- um og velur sig frá plastinu. Maður lætur ekki alltaf allt eftir sér heldur finn- ur nýjar lausnir. Það er svo skemmtilegt ferli,“ segir Þóra sem segist hafa lært að elda öðruvísi mat og tileinkað sér marga nýja hluti eftir að hún tók upp þennan lífsstíl. Ruslið læðist að manni á óvenjulegum stöð- um, til dæmis tengt börnum, eins og með svo- kölluðum barnaboxum á veitingastöðum, en hún segir að börnin hafi verið fljót að tileinka sér þennan nýja hugsunarhátt. „Börnin hafa líka verið mjög viljug til þátt- töku og eru meðvituð um að við viljum sneiða sem mest hjá plasti og óþarfa innkaupum. Í þau skipti sem þau ásælast smádót sem veitir gleði aðeins til skamms tíma, eins og fæst gjarnan í verslunum eða í barnaboxum á matsölustöðum, þá þarf ekki að eyða mjög mikilli orku í að ræða það frekar,“ segir hún. „Það hefur bara verið ótrúlega auðvelt, þau skilja þetta svo vel. Þetta er fjölskylduleikur þannig lagað,“ segir hún. „Eins og í flugvélum er manni boðinn poki með litum og litabók en þá afþakka ég þetta pent því við erum með allt með okkur og þurfum þetta alls ekki,“ segir Þóra. Svona boð séu vel meint en verði aðeins til að auka draslið hjá þeim. „Ef maður útskýrir að við séum að minnka sorpið hjá okkur þá skilur fólk þetta.“ Það eru gjarnan konur sem eru mest áber- andi í hópi þeirra sem sýna vistvænum lífsstíl al- mennt áhuga. „Það má til dæmis sjá á við- skiptavinahópi vistvænna verslana og á fylgjendum Facebook-síðna sem fjalla um slík málefni. Sem betur fer hefur maðurinn minn verið jafn áhugasamur og ég um að minnka sorpið á heimilinu; hann hefur til dæmis ekki vílað fyrir sér að fara með fjölnota ílát í fisk- borðið eða á veitingastaði til að sækja mat,“ seg- ir hún og rifjar upp að þetta hafi hún í fyrstu haldið að þau myndu aldrei gera. „Ég fór á fyrirlestur hjá Bea Johnson og las bókina hennar. Hún var að tala um það að hún færi í búð með ílát til að kaupa kjöt og fisk og ég hugsaði með mér að ég væri ekki að fara þang- að, það væri of langt gengið. En svo þremur mánuðum seinna var maður kominn í þennan pakka!“ Tækifæri í gjöfum Hún segir að nánustu vinir og ættingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga og vilji síður stuðla að auknu heimilissorpi hjá þeim. „Það hafa þeir til dæmis sýnt með tækifæris- gjöfum til okkar. Í pökkum hafa til dæmis leynst ýmsar vistvænar vörur, leikhúsmiðar og notaðar bækur. Gjöfunum er þá gjarnan pakkað inn í fjölnota poka eða gamlan endurnýttan pappír. Að ógleymdum blómvöndum sem ekki hefur verið pakkað inn. Svo er einn góður vinur okkar sem tekur það rusl sem myndast vegna hans í heimsókn hans hjá okkur, og fer með það heim til sín! Þetta hefur komið okkur skemmtilega á óvart því við höfum ekki gert neina kröfu um að fólk sýni verkefninu okkar sér- stakan skilning, þannig að við kunnum svo sannarlega að meta þessa tillitssemi,“ segir Þóra og bætir við að þau hafi hinsvegar orðið vör við það að þeir sem standi þeim fjær séu feimnari við þetta. „Við héldum til dæmis upp á fimm ára afmæli sonar okkar í sumar og þegar við vorum spurð hvað hann vildi þá nefndum við að við værum að reyna að minnka sorpið okkar og að við værum mikið fyrir endurvinnslu og endurnýtingu. Við lögðum til að gestir kæmu til dæmis með leik- föng sem þeir væru hættir að nota. Þegar gjaf- irnar voru svo teknar upp kom í ljós að fólk var greinilega ekki alveg til í þetta. Ég veit ekki af hverju, kannski einhver hræðsla hjá viðkom- andi aðilum um að vera álitnir nískir eða fátæk- ir?“ segir Þóra og veltir fyrir sé hvort hún þurfi að senda skýrari skilaboð. „Maður vill ekki vera leiðinlegur. Það er erfitt í samskiptum að koma þessum skilaboðum áleiðis og maður er ekkert að taka það nærri sér eða vera pirraður yfir því ef það gengur ekki. Það er þá bara frekar að sýna fordæmi. Við gef- um til dæmis bíómiða, bækur, spil, eitthvað sem er ekki búið til úr plasti og ekki raftæki.“ Hver einstaklingur hefur áhrif Hún segir að það sé mikilvægt að muna að hver einstaklingur geti haft áhrif. „Dvölin hér í Sviss hefur opnað augu okkar fyrir því hvað við erum almennt gjörn á að hamra á réttindum okkar; við ætlumst oft til að kerfið komi með svörin. Ég hef áttað mig betur á því að hvert og eitt okkar býr yfir einstakri reynslu, þekkingu, hæfi- leikum og áhuga sem okkur ber að nýta í þágu nærumhverfisins og samfélagsins almennt. Við getum gefið af okkur með svo mörgum hætti án þess að fara endilega út í stórar aðgerðir; reyta arfa á hringtorgi hverfisins, tína rusl í göngu- túrnum, sópa götuna og svo mætti lengi telja. Hver og einn einstaklingur getur þannig haft mikil áhrif á sitt samfélag almennt ef hann vill og ávinningurinn leynir sér ekki,“ útskýrir hún. „Það sem vantar kannski hjá fólki er þessi hugsun að hver og einn einstaklingur skiptir máli, hver og ein innkaup skipta máli. Það verða allir að hugsa þannig, rétt eins og hvert og eitt atkvæði skiptir máli.“ Hvað varðar sérstakar aðgerðir einstaklinga í tengslum við umhverfisvandann þá getur hvert og eitt okkar haft áhrif til dæmis með breyttri kauphegðun, færri utanlandsferðum, umhverf- isvænni samgöngum, kolefnisjöfnun og með því að koma með ábendingar um úrbætur í nær- umhverfi okkar, segir Þóra. „Við eigum til dæmis ekki að hika við að vera í meiri sam- skiptum við framleiðendur og matvöruversl- anirnar okkar, hvort sem það er með símhring- ingum, tölvupósti eða samtali við starfsfólk, og kalla eftir auknu framboði á vistvænni vörum og umbúðum. Það er þó afar mikilvægt að þessum ábendingum sé komið á framfæri með vinsam- legum hætti þannig að á þær sé hlustað,“ segir Velur sig frá plastinu Þóru Margréti Þorgeirsdóttur óraði ekki fyrir því að hún yrði týpan sem mætti með fjölnota ílát í kjörbúðina þegar hún byrjaði að minnka sorpið hjá fjölskyldunni. Hún segir endurvinnslu á plasti í raun aðeins vera plástur á umhverfissárið og stefnir í átt að ruslfríum lífsstíl. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Ég hef áttað mig bet-ur á því að hvert ogeitt okkar býr yfir ein-stakri reynslu, þekkingu, hæfileikum og áhuga sem okkur ber að nýta í þágu nærumhverfisins og sam- félagsins almennt. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.