Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 E nginn maður á jarðríki kveikir jafn- marga elda í heimi frétta um þessar mundir og Donald Trump. Hann nýt- ur þess að nærri 80 prósent af ljós- vakavaldi og áhrifamestu prentmiðlar leggja á hann stjórnlausa fæð og kannski fremur hatur en fæð. Og svo furðulegt sem það er telja fréttamenn hér heima að þeim beri þá að fylgja því og dansa stjórn- lausir með. Hvers vegna? Íslenska veikin er handan við allar skýringar. En ef horft er til Bandaríkjanna má skilja ofsann þótt réttlætingin sé varla gild. Margt fer öðru vísi Þetta samanlagða fjölmiðlaveldi (The Mainstream media, hér eftir MM), sem lengi hefur nær alfarið stutt demókrata og leynt því lítt, ólíkt t.d. „RÚV“ sem er með bjálfaleg látalæti um ótrúlega hlutdrægni sína með og móti flokkum, einstaklingum og málefnum. Vandi „RÚV“ er svo aukalega sá að þess atferli er lög- brot sem líðst og skattgreiðendum er gert að standa straum af! Bandarísku fjölmiðlarnir sem eiga í hlut, eru ekki lögbrjótar með sama hætti. En margir gera sér grein fyrir því að svo vilhöll framganga, þótt liðin hafi verið lengi, geti gert þeim sjálfum skaða sé lotan of löng og án allrar hófstillingar. En af hverju hafa þessir fjölmiðlar, svo merkir um margt og með öflugt fjölmiðlafólk í sínum röðum, lent í þessum ógöngum? Sennilegasta skýringin er kannski sú að þeir hafi ekki enn gert upp við sjálfa sig. Öll vitum við að iðrun er forsenda fyrirgefningar og ekki aðeins í guðfræðilegum skilningi. Uppgjör við sjálfan sig er forsenda þess að hægt sé að taka á sínu máli út á við. Horft rúm þrjú ár aftur í tíma gæti vandi MM verið þessi: Þegar Donald Trump hóf þátttöku sína í próf- kjöri repúblikana vegna forsetakosninga ári síðar, tók hin einlita fjölmiðla flóra honum fagnandi. Ekki vegna þess að hún ætti stjórnmálalega samleið með honum. Fjarri því. En stjórnendur og helstu fréttahaukar töldu augljóst að aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefði svo stór minkur komist áður inn í vel girt hænsnabú Repúblikanaflokksins. Fagnaðarundur Hin vinstrisinnaða MM-maskína, sem hefur svo mikla yfirburði þar vestra, verður svo sannarlega ekki sökuð um það að hafa ætlað að þegja Donald Trump, eða ætla sér gera honum minni skil en öðrum í prófkjör- inu. Frá því að Trump kom niður rúllustiga turns síns í New York og flutti opnunarræðu sína tók MM hon- um opnum örmum. Hún sýndi þá ræðu eins oft og stætt var á. Hvar sem hann fór fylgdi honum her af fréttamönnum þeirra, þótt 18 aðrir væru í prófkjör- inu. Og það var þess virði. Hvert „gullkornið“ hraut frá gullkarlinum. Það þurfti ekki einu sinni að klippa allt úr samhengi til að fá krassandi útsendingarefni sem mátti svo fá „spekinga“ til að velta sér upp úr lengi á eftir og ekki hætta að tyggja á því fyrr en nýr safaríkur biti skopp- aði á diskinn. Engir aðrir frambjóðendur repúblikana fengu svona þjónustu og voru sumir þeirra, eins og Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta, og Ted Cruz og Marco Rubio öldungadeildarþingmenn þó í fystu taldir mun líklegri til að verða forsetaefni. Of gott til að vera satt Á þessum tíma ræddu stjörnur MM opinskátt og feimnislaust um það sín á milli að auðvitað væri óhugs- andi að slík pólitísk gæfa væri yfir Hillary Clinton að Trump myndi sigra í prófkjöri andstæðinga hennar. Að þeirra mati vissu repúblikanir það auðvitað að þá gæti Hillary einfaldlega sleppt allri kosningabaráttu, lagt sig og beðið eftir því að kjörstjórnin færði henni bleðil um stórsigur hennar. En þótt óraunsætt væri að gæla við slíka niðurstöðu þá breytti það ekki því að fréttamenn MM töldu sig vera í veislu hvert kvöld hjá Michelin-verðlaunakokk- um þegar þeir sóttu fundi Trumps eða sögðu frá kapp- ræðum repúblikana. Trump var með óskaopnun að mati MM þegar hann í upphafi tilkynnti að Mexíkanar sem kæmu heimild- arlaust inn í Bandaríkin væru upp til hópa glæpa- menn, morðingjar og nauðgarar. Hann ætlaði því láta reisa múr á milli landanna sem glæpahyskið yrði í þokkabót látið borga. Húrra, húrra hrópuðu MM. „Við höfðum 95 prósent af kosningabærum blökkumönnum og nú færði bleik- kollur okkur alla „latínos“ á einu bretti.“ Gefið í Og Trump var rétt að byrja. Hann ætlaði að segja upp fríverslunarsamningum sem væru ósanngjarnir. Hann myndi tukta SÞ til. Hann skyldi setja refsi- skatta á Kína til að þvinga þá til heilbrigðari við- skiptahátta, kalla hryðjuverkamenn Isis sínu rétta nafni og ganga svo á milli bols og höfuðs á þeim. Því næst færi samningurinn við Íran, versti samn- ingur sögunnar, í körfuna og svo „loftslagsruglið frá París“. Fyrir hverja nýja reglugerð yrði ráðuneytum gert að ónýta margar aðrar. Í hvelli myndi hann láta leggja og opna gasleiðslur sem Obama hafði setið á í átta ár. Hann myndi banna að til Bandaríkjanna kæmi fólk sem heimaríki þeirra hefði ekki burði til að gera grein fyrir. Fréttahaukar MM réðu sér ekki fyrir kæti og réru sér. Þótt þeir hefðu pantað þetta sjálfir gæti þetta ekki verið betra. Þeir fjölguðu því upptöku- og útsend- ingarvélum og reyndu að senda allt út beint. Þessari ofsalegu sjálfsmorðsárás repúblikana á sjálfa sig mætt enginn missa af. Þeir þurftu ekki einu sinn að ljúga neinu sem næmi upp á Trump. Þorðu ekki að vona það besta Þótt þeir vissu að fráleitt væri að vona að maður sem talaði þannig myndi vinna prófkjör repúblikana þá Morgunblaðið/RAX Það er að sökum að spyrja Reykjavíkurbréf14.09.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.