Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 21
Ralph Lauren hélt upp á 50 ára afmæli sam-nefnds tískuhúss síns á tískuvikunni íNew York. Hátíðarhöldin fóru fram und-
ir beru lofti í Central Park og var þar sannkall-
aður stjörnufans enda hefur hann eignast marga
trygga aðdáendur í gegnum tíðina eins og Hillary
Clinton og Oprah Winfrey, sem hélt ræðu eftir
sýningu á fatalínunni fyrir haustið 2018. Þar
sagði hún sögu frá því hún var ungur fréttamaður
í Baltimore. „Þá snerist hugmynd mín um að
fagna velgengni ekki um að fara út að kaupa fín-
an bíl eða skartgripi. Heldur um skáp fullan af
handklæðum frá Ralph Lauren. Fyrir mér stóðu
þau fyrir þægindi, lúxus og að vera á uppleið,“
sagði hún.
Alls tóku 170 fyrirsætur þátt í tískusýningunni
og gengu pallinn við lög bandarísku söngvaskáld-
Ralph Lauren
sjálfur ásamt
ungri fyrirsætu.
AFP
Jarðbundinn
glamúr
Ralph Lauren hefur rekið samnefnt tískuhús sitt í hálfa öld og fagnaði
því með viðamikilli tískusýningu og veislu á tískuvikunni í New York.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Rose Huntington-Whiteley Anne Hathaway Chiara Ferragni Iman Jessica Chastain
Lauren er þekktur fyrir að líta til
(villta) vestursins til að fá innblástur.
anna Bobs Dylan og Neil Diamond og voru fötin
brot af því besta af ferli hans. Lauren er konungur
bandarískrar, afslappaðrar tísku með bæði íþrótta-
og indjánaívafi. Það sem einkennir hann er afslapp-
aður glamúr. Hann hefur sagt í viðtölum að hann
vilji að fólki líði vel í fötunum hans.
Lauren hannaði jakkafötin sem Diane Keaton
klæddist í hlutverki sínu sem Annie Hall. Síðar
hannaði hann svarta buxnadragt fyrir eiginkonu
sína Ricky og hefur hann sagt að þetta sé einn
uppáhaldskvöldklæðnaður hans fyrir konur.
„Hvorugu okkar líkar við það þegar fólk lítur út
fyrir að vera að reyna of mikið,“ sagði hann í viðtali
við blaðamann Telegraph fyrir nokkrum árum.
„Mér finnst konur líta best út þegar þær eru af-
slappaðar, þegar manni finnst að þær hafi notað
fötin og að glamúrinn sé ekki of áberandi.“
Dæmigert útlit fyrir
Lauren þar sem hvers-
dagslegri flík er bland-
að við glamúrflík.
FRÆGA FÓLKIÐ FJÖLMENNTI Á SÝNINGUNA
Föt úr haust-
línunni 2018.
Það er ekki hægt
að verða kalt í
þessum frakka.
16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21