Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018
MATUR
Lamb með
Mið-Austur-
landaívafi
Lambalæri u.þ.b. 2 kg
2 msk Galíleu-krydd Kryddhússins
2 msk ólífuolía
½ l appelsínusafi
1 l vatn
salt og pipar
Setjið Galíleu-kryddið út í olíuna og nuddið
jafnt á lærið. Saltið vel og piprið.
Setjið lærið í pott/eldfast mót með loki,
hellið appelsínusafa og vatni út í og setjið
inn í 240°C heitan ofn í klst. Takið þá lokið
af og hellið soðinu yfir lærið. Eldið í aðra
þrjá tíma við 180-200°C hita. Gott að opna
ofninn eins og þrisvar á eldunartímanum og
ausa soðinu yfir lærið. Gott að bæta við
1-1½ bolla af vatni í hvert sinn, Þegar lærið
er tilbúið er gott að láta það standa í a.m.k.
10 mín. og jafna sig áður en borðað. Soðið
sett í sósuskál og borið fram með lambinu.
RÓTARGRÆNMETI
Rótargrænmeti skorið í grófa bita (þau voru
með sellerí, gulrætur, blómkál og brokkolí)
2 msk Grænmetisparadís eða Rótar-
grænmetiskrydd Kryddhússins
salt og pipar
smávegis af ólífuolíu
Öllu blandað saman og sett í ofnskúffu.
Skvettið aðeins ólífuolíu yfir grænmetið,
kryddið og nuddið vel svo að kryddið fari
jafnt yfir allt. Saltið og piprið og setjið í
180-200°C heitan ofn í 35-40 mín. eða þar
til grænmetið er orðið gullinbrúnt og
stökkt.
Omry og Ólöf eru samtaka í eldhúsinu.
Hann sér um aðalréttinn og Ólöf um með-
lætið og eftirréttina og yfirleitt uppvaskið.
Þau ákváðu að sleppa rjóma-
sósunni í þetta sinn með lamb-
inu en í Mið-Austurlöndum er
ekki týpískt að vera með
rjómalagaða sósu með kjöti.