Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur bendir í pistli á mbl.is á að sósíalísk jaðarviðhorf eru að fær- ast inn í meginstraum verkalýðs- og launabaráttu hér á landi.    Sigurður Mársegir: „Umræð- an hefur orðið harðari og slag- orðakenndari og við sjáum ýmsa takta sem þekktir eru úr ömurlegri sögu sósíalismans. Litlu skiptir þó dæmin séu mörg um skipbrot þeirrar stefnu og mörg nýleg eins og við sjáum af af- drifum þjóðfélaga eins og Vene- súela, Níkaragva, Simbabve, Norð- ur-Kóreu eða Kúbu og eru þá fáein upptalin. Uppgangur hægri mannsins Jair Bolsonaro í Brasilíu skýrist af einföldum samanburði við hrun samfélagsins í Venesúela. Það er nóg fyrir Jair Bolsonaro að segja Venesúela og sósíalismi og kjósendur þyrpast til hans. Al- menningur í Brasilíu óttast fátt meira en að lenda í þeim hörm- ungum sem nágrannar þeirra eru nú að upplifa og hefur verið rakið hér í nokkrum pistlum. Þetta virð- ist þó fara framhjá fréttaskýr- endum Ríkissjónvarpsins. Rétt er að geta þess að þeir sem nefna Venesúela geta gengið að því vísu að vera hent út af spjallhópi sósíal- ista hér á Íslandi. Svo mikil er virðing þeirra fyrir lýðræðislegri umræðu.“    Lýðræði og sósíalismi hafa aldr-ei farið saman. Sósíalismi hef- ur heldur aldrei verið ávísun á kjarabætur, þvert á móti fylgir honum jafnan fátækt og harðræði.    Þess vegna vekur furðu að hér álandi stígi nú fram fólk sem hampar sósíalisma og lætur sem hann sé lausnin á vanda láglauna- fólks. Sigurður Már Jónsson Kjarabætur, lýð- ræði og sósíalismi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldfjallafræðingar í Manchester á Englandi hafa þróað nýja gerð myndavélar og aðferðir sem þeir telja að geti m.a. hjálpað við að draga úr áhrifum eldfjallaösku á flugumferð. Þetta kemur fram í frétt frá Manchester-háskóla. Þróuð var ný gerð myndavélar. Með henni er hægt að mæla magn og hraða öskukorna úr gosmekki. Mælt er samspil öskukornanna við sólarljósið og sérstaklega hvernig þau breyta skautun þess. Nýja ösku- myndavélin AshCam gerir mönnum kleift að rannsaka þetta með einföld- um og auðveldum hætti. Mike Burton, prófessor í eld- fjallafræði við Manchester-háskóla, sagði að eldfjallaaska væri aðalafurð sprengigosa og gæti ógnað heilsu fólks og valdið skemmdum á ýmsum mannvirkjum. Sem kunnugt er get- ur mikið öskufall sligað byggingar þannig að hætta skapist fyrir fólk. Askan getur líka valdið fólk vanlíð- an, ekki síst þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Vísindamennirnir sem þróuðu nýju myndavélina og aðferðirnar heimsóttu Santiaguito í eldfjallinu Santa Maria í Gvatemala sem gýs reglulega og prófuðu nýja búnaðinn. AshCam-myndavélin þykir vera lítil og létt og tiltölulega ódýr. Ný myndavél til að meta eldfjallaösku  Skoða samspil öskukorna við sólar- ljósið til að meta ösku í gosstrókum Morgunblaðið/RAX Eyjafjallajökull Öskugos.          www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum         faglega þjónustu,        Klónun hunda hefur ekki verið til umræðu innan Hundaræktarfélags Íslands og félagið því ekki mótað sér stefnu eða afstöðu til málsins, segir formaður félagsins, Herdís Hall- marsdóttir. Ólafur R. Grímsson, fyrrverandi forseti, greindi frá því um helgina að Sámur, forsetahundurinn fyrrver- andi, yrði klónaður. Dorrit Moussa- ieff, fyrrverandi forsetafrú, hefur sent sýni úr Sámi til Texas í Banda- ríkjunum, þar sem Sámur verður klónaður þegar hann er allur. Að- gerðin kostar um 6 milljónir króna. Herdís segir að umræðan hafi ekki verið áberandi hjá hundarækt- arfélögum eða Alþjóðlegum sam- tökum hundaræktarfélaga. „Hins vegar gæti vel verið að einhver um- ræða ætti sér stað í vísindanefnd Al- þjóðlegu hundaræktunarsamtak- anna FCI, en hún hefur ekki verið af þeirri stærðargráðu að hún hafi vak- ið athygli utan vísindanefndanna,“ segir Herdís. Jafnframt tekur hún fram að spurningin um réttmæti klónunnar sé flókin og umræðan veki fleiri spurningar en svör: „Hvernig er sá einstaklingur, sem er klónaður, skráður í ættbók? Hvernig samrým- ist það markmiði hundaræktunar? Ræktendur eiga að vera trúir rækt- unarstefnu og markmiðið er að reyna að betrumbæta hundakynið og rækta einstaklinga sem eru nær ræktunarmarkmiði hvers hunda- kyns um sig og að hundarnir séu lík- amlega og andlega heilbrigðir. Hvernig þjónar klónun þessu meg- inmarkmiði hundaræktunar? Getur það aðstoðað við að ná þessu mark- miði eða gæti það verið skaðlegt? Þetta er umræðan sem þarf að fara fram innan vébanda okkar og á al- þjóðlegum vettvangi áður en tekin er afstaða til þess hvort þetta sé tækni sem ræktendur vilja nýta sér, og ef svo er einnig í hvaða mæli og á hvaða forsendum,“ segir Herdís. Klónun hefur ekki verið í brennidepli  Klónun Sáms vekur spurningar Ljósmynd/HRFÍ Hundar Herdís Hallmarsdóttir, for- maður Hundaræktarfélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.