Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Sigtryggur Sigtryggson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur heimilað að gengið
verði til samninga um sölu á Alli-
ance-húsinu á Grandagarði 2 og
tengdum byggingarrétti til Alliance
þróunarfélags. Söluverðið er 900
milljónir króna. Félagið hyggst
byggja upp á reitnum hótel, litlar
íbúðir til útleigu og margvíslega
þjónustustarfsemi.
Reykjavíkurborg festi kaup á
húsinu árið 2012 fyrir 340 milljónir.
Ytra byrði hússins er friðað og gerði
borgin húsið upp að utan. Í ágúst sl.
var Grandagarður 2 auglýstur til
sölu og áhugasömum gefinn frestur
til þess að skila inn tillögum til 3.
október sl. Þrír aðilar skiluðu inn til-
lögum.
Verðtilboðin voru eftirfarandi:
Alliance þróunarfélag 900 milljónir,
Skipan ehf. 650 milljónir og Átak sf.
og Habilis ehf. 300 milljónir. Tilboð
Alliance þróunarfélags var metið
áhugaverðast af dómnefnd, út frá
bæði verði og hugmyndum um starf-
semi og þróun á reitnum til fram-
tíðar.
Að Alliance-hópnum standa
fjárfestinga- og þróunarfélögin M3
Capital, eigandi Örn Kjartansson, og
Eldborg Capital, eigandi Brynjólfur
J. Baldursson. Hönnuðir að tillögu
þeirra voru THG arkitektar og Arg-
os arkitektar. Með teyminu unnu
einnig Sögusafnið og veitingastaður-
inn Matur og drykkur, sem eru leigj-
endur í húsinu. M&D og Sögusafnið
eru í eigu sömu fjölskyldu.
Elma Backman er í forsvari fyr-
ir M&D og faðir hennar Ernst Back-
man er í forsvari fyrir Sögusafnið.
Viðbygging við Alliance-húsið
verður rifin. Þar er nú starfrækt
norðurljósasýning.
Verði hlið að Grandanum
„Alliance-reiturinn er fyrsti við-
komustaðurinn á Grandanum og má
segja að hann sé eins konar „hlið“ (e.
gateway) inn á sjálft Grandasvæðið,“
segir í tillögum hópsins.
Alliance þróunarfélag hyggst
skipuleggja jarðhæð austurbygg-
ingar (íbúðarhús við hlið Mýrargötu
26) sem menningar- og listaaðstöðu.
Göngugatan þar fyrir framan verður
nefnd Listagatan. Jarðhæðinni verð-
ur skipt upp í 3-5 minni bil þar sem
leigð verða út pláss til listamanna
þar sem möguleiki er á að sameina
vinnustofu og verslun.
Á efri hæðum hússins er gert
ráð fyrir allt að 10 litlum íbúðum sem
verða leigðar út. Á jarðhæð norður-
byggingar er tækifæri til að bjóða
upp á lítil og meðalstór verslunar- og
þjónusturými, t.d. fyrir hárgreiðslu-
stofu, heilsuverslun, skósmið ásamt
annarri þjónustu. Í útfærslu þróun-
arfélagsins á reitnum er gert ráð fyr-
ir 95 herbergja hóteli. Meginmark-
mið er að Alliance-húsið sé aðal-
bygging svæðisins og hótelið sé
kennt við það. Hönnun hótelsins á að
sækja innblástur í sögu svæðisins og
þann arkitektúr sem húsið hefur.
Viljayfirlýsing við hótelkeðju liggur
fyrir um að reka hótel á Alliance-
reitnum. Verður það hótel innan
dönsku hótelkeðjunnar Guldsmeden
sem í dag rekur 9 hótel í Danmörku,
Noregi, Berlín og Íslandi (Hótel
Eyja Skipholti og fyrirhuguð opnun
2019 Hótel Von Laugavegi 55).
Sögusafnið verður rekið áfram í
óbreyttri mynd en Matur og drykkur
mun færast úr Alliance-húsinu í
stærri nýbygginguna (norðurhús).
Þá er það hugmyndin að skipu-
leggja útsvæðið á Alliance-reitnum
sem almenningssvæði sem verði
sambland af setusvæði og sýningar-
svæði þar sem hægt er að halda
ýmsa viðburði. Það mun fá heitið
Grandatorg.
Í samþykktu deiliskipulagi fyrir
svæðið er heimilt að byggja samtals
4.800 fermetra, þar af ofanjarðar
3.300 fermetra og bílakjallari verður
1.400 fermetrar. Í tillögu tilboðsgjafa
að deiliskipulagi er gert ráð fyrir að
7.600 fermetra byggingamagni.
Gullsmiðshótel og
íbúðir á Granda
Mynd/THG arkitektar og Argos arkitektar
Grandatorg Hugmynd arkitekta að Alliance-húsinu og nýjum byggingum á reitnum. Þetta á að verða viðburðatorg.
Þróunarfélag kaupir Alliance-húsið á 900 milljónir
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Gríptu tækifærið og fáðu þér nýjan ŠKODA á besta verðinu
strax í dag. Hlökkum til að sjá þig!
Škodaðu verð
5
ár
a
áb
yr
gð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
pf
yl
ltu
m
ák
væ
ðu
m
áb
yr
gð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fin
na
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
by
rg
d
i
HEKLA · Laugavegi 1 0-174 · y javík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Besta Škodaverðið 4.890.000 kr.
Škoda Superb Combi Ambition / 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 5.410.000 kr.
520.000 kr.
Afsláttur
Besta Škodaverðið 3.790.000 kr.
Škoda Octavia Limo Ambition / 1.6 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 4.190.000 kr.
400.000 kr.
Afsláttur
Lögreglan handtók tvo karlmenn í
útibúi Landsbankans í Borgartúni í
hádeginu í gær. Voru mennirnir,
sem voru viðskiptavinir bankans,
leiddir út í handjárnum, en þeir eru
grunaðir um fjármálabrot. Lögregl-
an staðfesti hins vegar við mbl.is að
þeir væru ekki grunaðir um tilraun
til ráns.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni síðdegir í gær eru menn-
irnir í haldi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu í þágu rannsóknar
hennar á meintri fölsun á íslenskri
mynt. „Mennirnir, sem eru báðir er-
lendir ríkisborgarar og ekki búsettir
hérlendis, voru handteknir í banka-
útibúi í Reykjavík í morgun fyrir
áverkni starfsmanna bankans,“ seg-
ir í tilkynningu lögrelunnar.
Starfsfólk bankans kallaði eftir
aðstoð lögreglu en mennirnir höfðu
þó ekki ógnað starfsfólki heldur þótti
hegðun þeirra grunsamleg.
Guðmundur Páll Jónsson, lög-
reglufulltrúi hjá Lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, vildi í samtali við
mbl.is í gærdag ekki greina frá því
hvort málið teygði sig til fleiri landa
en Íslands.
Tveir menn
teknir í banka
Í haldi lögreglu vegna rannsóknar
hennar á meintri fölsun á íslenskri mynt
Útibú Landsbankinn í Borgartúni
en þar voru tveir handteknir í gær.
Fasteignir