Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Samtaka Það mætti halda að þessar álftir væru að æfa ballettinn Svanavatnið, svo samtaka voru þær í því að kafa með höfuð undir yfirborð Tjarnarinnar og skjóta upp sínum fiðruðu botnum. Kristinn Magnússon Skák er því miður ekki komin á námskrá grunnskólanna í Reykjavík, þótt tvær nefndir á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins hafi mælt eindregið með því. Rannsóknir hafa sýnt að samhengi er á milli námsárangurs og skák- kunnáttu. Hafa skal í huga að skák er einstök hvað varðar svo ótal margt. Skák er þroskandi íþrótt sem hefur góð áhrif á tilfinningalega, vitsmunalega og fé- lagslega þætti. Skák þjálfar sjónminni og sjónræna rökhugsun, þjálfar barn í að hugsa sjálfstætt, viðhafa gagnrýna hugsun, fást við óhlutbundin viðfangs- efni og finna rökleg tengsl. Þannig leggur skákíþróttin svo ótal margt á vogarskálar þroska barns sem hana stundar. Auk einbeitingar og sjálfsaga sem skákin krefst, þá auðgar íþróttin ímyndunaraflið og iðkendur læra að hugsa í lausnum. Skákíþróttin kallar á hugrekki, að þora að taka ákvörðun og hún þjálfar iðkendur í að lesa í, greina og meta stöðu. Félagslegur ávinningur þeirra sem stunda skákíþróttina á sér einnig margar hliðar. Tengsl myndast þótt aðilar hafi það eina markmið sam- eiginlegt að tefla skák og ætla að vinna hana. Þannig getur skákborðið laðað að börn frá gjörólíkum menningar- heimum. Kennarar og skólastjórn- endur eru margir mjög hlynntir skák- kennslu og víða í Reykjavíkur- skólunum er unnið gott starf. Skák þarf hins vegar að komast inn á nám- skrá, ein kennslustund í viku ef vel ætti að vera. Skák í alla grunnskóla Tillaga um að Skóla- og frístundaráð beiti sér af krafti fyrir því að mennta- og menningarmálaráðuneytið sam- þykki að skák verði kennd í grunnskólum hefur verið lögð fram af Flokki fólksins. Líklega hefur þessi tillaga Flokks fólksins engin sérstök áhrif á hvort skák verði kennd í öllum grunnskólum enda mál- ið ekki á forræði borgar- innar heldur mennta- og menningamálaráðuneyt- isins. Með henni er í það minnsta verið að vekja athygli á mikilvægi þess að bjóða börnum upp á fjölbreytni í námi og í þessu tilfelli að læra skák. Skákin er fyrir þá sem læra hana snemma og ná á henni tökum líkleg til að vera skemmtilegt viðfangsefni alla ævi. Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur verið óþreytandi við hugsjónastarf á Íslandi og Grænlandi þegar kemur að því að kenna börnum skák. Skák- félagið Hrókurinn var stofnað í kring- um aldamótin af Hrafni og félögum. Kjörorð skákmanna er „Við erum ein fjölskylda“. Hrafn og félagar hans stefna að því að heimsækja alla grunn- skóla landsins í vetur. Svo virðist sem almennt sé vilji fyrir að koma skákinni inn í skólana sem fastan námskrárlið, í það minnsta er mikill meðbyr. Það stendur bara á að mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið veiti samþykki. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Tengsl myndast þótt aðilar hafi það eina markmið sameiginlegt að tefla skák. Þannig getur skákborðið laðað að börn frá gjörólíkum menningarheimum. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgar- fulltrúi Flokks fólksins. kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is Skák í alla grunnskóla Ágreiningur um að- ild að Evrópusamband- inu og upptöku evru, sem sögð er megin- ástæða aðildar, varð til þess að núverandi for- ystumenn Viðreisnar ákváðu að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn. Engan annan málefnaágrein- ing báru þeir fyrir sig þegar þeir gengu til þess verks. Nú orðið er evran það eina sem stuðningsmenn aðildar bera fyrir sig. Þeim er nokk- ur vorkunn. Það er nefnilega fátt um fína drætti í þessu þjakaða ríkja- sambandi. Og þeim sem halda að ís- lenska krónan sé eina myntin með breytilegt gengi er bent á að kynna sér gengisþróun helstu erlendra mynta síðustu 10 ár, en sérstaklega norsku krónuna. Lágir vextir Vaxtaprósentan er mjög misjöfn milli ríkja á evrusvæðinu þegar rík- issjóður á í hlut. Sama á við um fyr- irtækin. Af einhverjum ástæðum telja talsmenn Viðreisnar að Ísland muni njóta bestu kjara sem fáanleg eru á evrusvæðinu. Skýringuna kann ég ekki og þeir hafa ekki greint frá henni. Eins greiða íbúarnir misháa vexti af húsnæðislánum eftir því í hvað landi þeir búa. Í Hollandi eru fastir vextir af 85% húsnæðisláni til 25 ára þannig 4,3%, verðbólga innan við 2%, en húsnæðisverð hátt. Raunvextir eru sem sé aðeins lægri en fáanlegir eru á Íslandi. Með því að taka áhættu af breytilegum vöxt- um lækka vextirnir auðvitað. Þar sem ég þekki til á evrusvæð- inu njóta fjölþjóðleg stórfyrirtæki mjög lágra vaxta þessa dagana. Þeir hafa lækkað mikið á fáum árum og eru í sögulegu lág- marki. Gagnstætt því sem ýmsir hér á landi halda, þá er þetta mik- ið áhyggjuefni. Ekki síður en gjaldið sem evrópski seðlabankinn tekur fyrir að geyma evrur í stað þess að greiða vexti eins og talist hefur eðlilegt allt til þessa. – Hin hliðin á peningnum er að þeir sem spara fá ekkert fyrir sinn snúð. Það er réttlæti Viðreisnar sem þarna birt- ist. Viðskiptajöfnuður evrusvæðisins Viðskiptajöfnuður evrusvæðisins sýnist mér hafa verið jákvæður um 345 milljarða evra árið 2017. Þar af hafi viðskiptajöfnuður Þýskalands verið 245 milljarðar evra. Viðskipta- jöfnuður Ítalíu 47 milljarðar, en Hollands 58 milljarðar evra á sama tíma og jákvæður um 109 milljarða innan ESB! Mér virðist þetta vera svona ár eftir ár, a.m.k. hvað Þýska- land og Holland varðar. Það gefur augaleið að mörg land- anna á evrusvæðinu eru með nei- kvæðan jöfnuð. Evrurnar sem hlað- ast upp í Þýskalandi og Hollandi eru svo notaðar til að lána og kaupa upp eignir í löndunum sem ekki eru á pari við Þýskaland. Ekki þarf að fara mörgum orðum um óhjákvæmi- legan endi þessa innbyrðis ójafn- vægis á evrusvæðinu. Þetta er jú uppskriftin að grísku leiðinni sem Viðreisn og Samfylking óska Ís- landi. Viðskiptalönd Íslands Vöruútflutningur í evrum nam 140.863.400.000 í krónum talið, í Bandaríkjadölum 300.203.900.000, en í sterlingspundum 30.932.200.000 árið 2017. Þannig vegur evran innan við 30% í vöruútflutningi Íslands (nokkrar aðrar myntir koma við sögu). Við þetta bætist að Lands- virkjun verðleggur rafmagnið í Bandaríkjadölum. Augljóslega telst evran ekki endurspegla utanríkis- viðskipti Íslands og sjálfgefið væri að taka upp bandaríkjadal ef mynt- skipti kæmu til álita. – Spurningin er skv. framansögðu: Er auðlindunum virkilega fórnandi fyrir evruna? Eftir Einar S. Hálfdánarson »Er auðlindunum virkilega fórnandi fyrir evruna? Einar S. Hálfdánarson Höfundur er starfandi hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endurskoðandi að mennt. Evran handa Íslandi? Gengi gjaldmiðla gagnvart evru Frá ársbyrjun 2009 ISK/EUR0,009 0,008 0,007 0,006 0,005 NOK/EUR0,135 0,125 0,115 0,105 0,095 USD/EUR1,05 0,95 0,85 0,75 0,65

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.