Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 23

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 ✝ Ólafur ÖrnIngimundarson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1946. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Hömrum í Mosfellsbæ 21. október 2018. Foreldrar hans voru hjónin Karól- ína Ingibergs- dóttir, f. 27. maí 1911, d. 28. nóvem- ber 1966, og Ingimundur Ólafs- son, f. 25. febrúar 1913, d. 24. desember 2005. Bróðir hans samfeðra er Böðvar, f. 24. dætur hennar eru: Hrafnhildur Helga, f. 2011, og Hólmfríður, f. 2013. Ólafur Örn ólst upp í Reykja- vík og lauk landsprófi frá Lang- holtsskóla árið 1962. Hann lauk námi í húsasmíði 19 ára gamall og vann við smíðar í Reykjavík, á Laugarvatni og víðar. Hann flutti til Gautaborgar ásamt fjöl- skyldu sinni og lauk þar námi í byggingartæknifræði árið 1975. Eftir það starfaði hann hjá Hús- næðisstofnun ríkisins og var byggingafulltrúi í Ölfusi, í Ólafsvík og á Patreksfirði. Jafn- framt var Ólafur sjálfstætt starfandi hönnuður og starfaði sem verktaki við smíðar á höf- uðborgarsvæðinu, lengst af fyr- ir Mótás og síðar Mót-X. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 30. október 2018, klukkan 15. desember 1939. Eiginkona Ólafs var Hrafnhildur Ólafsdóttir, f. 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Lóa, f. 18. febrúar 1966, maki Sigurður Rúnar Magnússon, börn hennar eru: Hlynur Freyr, f. 1992, Ingi Hrafn, f. 2004, og Lovísa Guðrún, f. 2007. 2) Ingimundur, f. 13. mars 1972, d. 4. júlí 1977. 3) Karólína, f. 28. maí 1978, maki Guðbrandur Einarsson, Nú hefur þú kvatt, pabbi minn, og minningarbrot líða um huga minn. Þú varst óhefð- bundinn á margan hátt og oft naut ég góðs af því. Upp í hug- ann kemur samvera þegar ég var 13 ára og í basli með eðl- isfræðina. Þú skynjaðir vanmátt minn og breyttir stofunni í tilrauna- stofu til að útskýra fallhraða hluta. Mig minnir að mamma hafi lyft brúnum en ég náði prófinu. Ferðir í Karnabæ þar sem boðið var upp á fatayfirhaln- ingu og máltíð á Matstofu Austurbæjar þar sem við gæddum okkur á kótelettum í raspi. Svo var haldið í bíltúr og húsbyggingar skoðaðar sem voru þitt helsta hugðarefni og endalaust uppspretta umræðna og vangaveltna. Þú kenndir mér að elska dýr og hestarnir voru okkar vett- vangur. Frelsið sem ég fékk í hesta- mennskunni sem barn var óendanlega mikið. Með þér kynntist ég gæðingum, var kennt að taka þá til kostanna og að öll umhirða þeirra byggð- ist á kærleika, sem hefur reynst mér gott veganesti í gegnum lífið. Ég dáist að viðhorfi ykkar mömmu þegar Ingimundur bróðir dó af slysförum. Þú lagð- ir áherslu á að þótt við ættum um sárt að binda ætti gerand- inn mun erfiðari stundir. Inn- leggið var ómetanlegt þó að ég skildi það ekki fyrr en ég varð eldri. Þetta áfall hafði mikil áhrif á fjölskylduna en í þá daga var til siðs að bera harm sinn í hljóði og það kunnuð þið. Þegar frumburðurinn minn leit dagsins ljós fórst þú á stúf- ana og sóttir handa okkur flott- asta barnarúmið í bænum. Ég hafði valið annað rúm sem var mun skynsamlegra, hvað varð- aði stærð og verð, en eins og þín var von og vísa tókst þú það flottasta sem var í boði. Ör- læti þitt og gjafmildi áttu sér lítil takmörk. Þú vaktir áhuga minn á upp- græðslu og gróðri almennt með iðjusemi þinni á landinu þínu, Nýjabæ í Kjós, þar sem þú breyttir flatlendi og móa í gróðurvin á fáum árum. Þvílík elja sem þú sýndir í þessu verkefni sem nú er orðið að sælureit. Ég furða mig enn á því hvernig þú fórst að þessu. Upp í huga minn kemur minningin um þegar þú kenndir mér hálffimmtugri á skíði. Natnin, þolinmæðin og hvatn- ingin var takmarkalaus þrátt fyrir að ég væri stirð, völt og lofthrædd. En þín afstaða var alltaf að jákvæð hvatning væri vænlegust til árangurs og fyrir það er ég þér þakklát. Þú greindist með illvígan Lewy body heilabilunarsjúk- dóm fyrir um fjórum árum. Ég áttaði mig ekki á því hvað það þýddi fyrr en sjúkdómurinn fór að taka toll af þér. Fyrst hvarf verkfærnin, svo kom málstolið, orðin svifu um í huga þér en þér tókst ekki að fanga þau. Þetta var þér augljóslega þung- bært og ágerðist eftir því sem á leið. Síðan fór að bera á stirðleika og stífni sem gerði þér erfitt fyrir. Undir það síðast var erf- itt að heyra hvað þú sagðir og skilin milli raunveruleikans og þíns hugarheims voru æ óljós- ari. Upp koma margar fleiri góð- ar og skemmtilegar minningar sem ég ætla að geyma og ræða við þig síðar þegar þú getur komið hugsunum þínum í orð. Ég trúi að nú sért þú sposkur, eins og þér einum var lagið, meðal ástvina sem hafa farið undan þér og að Orri, hund- urinn kæri, skottist glaður í kringum þig. Hvíl í friði. Þín dóttir, Lóa. Ólafur Örn Ingimundarson ✝ SteingerðurJónsdóttir fæddist í Húsanesi í Breiðuvík 23. september 1928. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 21. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Lárus- son, bóndi í Húsa- nesi, f. 24. nóvem- ber 1871, d. 2. febrúar 1959, og Sigríður Odd- rún Jónsdóttir, f. 9. júlí 1887, d. 10. nóvember 1968. Steingerður var eineggja tví- buri, Steingerður og Björg voru yngstar af níu systkinum, sjö þeirra náðu nokkuð háum aldri. Björg er eina eftirlifandi syst- kini Steingerðar. Steingerður giftist Sigtryggi Sigtryggssyni, f. 19. júní 1928, d. 26. mars 1974, þann 31. desember 1968. Sigtryggur átti einn son fyrir, Jón f. 7. desem- ber 1948. Steingerður og Sigtryggur áttu saman tvær dætur, 1) Sig- ríði Guðbjörgu, f. 24. mars 1968, maki Pétur Pét- ursson, börn: Sig- tryggur Sveinn, Pétur, Steingerður Björk. Og 2) Agnesi, f. 2. októ- ber 1969, maki Sia- mack Atiabi. Steingerður bjó með foreldum sín- um á Húsanesi til 37 ára aldurs þá flutti hún til Reykjavíkur og vann við ýmis störf og stundaði nám í hús- mæðraskólanum. Lengst af vann Steingerður á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnar- firði. Steingerður kynntist Sveini Gunnlaugssyni, f. 17. ágúst 1938, hann á eina dóttur, Jenný Jónu, f. 5. nóvember 1960, árið 1976 og þau bjuggu saman þar til Steingerður lést. Útför Steingerðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 30. október 2018, klukkan 13. Steina, eins og Steingerður Jónsdóttir, var allaf kölluð var ein- eggja tvíburasystir mömmu. Í erfðalegu tilliti voru þær því eins en í okkar huga voru þær ólíkar. Steina ólst upp í mikilli fátækt í Húsanesi í Breiðuvík á Snæfells- nesi ásamt systkinum sínum sem öll eru nú fallin frá, nema Björg móðir okkar. Afi hafði búið með foreldrum sínum þar til þau dóu og séð um þau ásamt systursyni sínum. Hann fór slyppur og snauður í vinnumennsku og kynntist ömmu, 17 árum yngri konu. Fyrst barnið, Kristjana, fæddist þegar afi var 48 ára og þær tvíburasystur, mamma og Steina, fæddust síðastar, fyrir 90 árum. Alls voru systkinin níu, fædd á níu árum frá. Tvö syst- kinanna dóu í frumbernsku en sjö komust á legg. Afi og amma byrjuðu búskap með tvær hendur tómar. Fátæktarbasl varð þeirra hlut- skipti, sem hafði mikil áhrif á systkinin frá Húsanesi. Þau héldu vel utan um sitt, vildu vinna fyrir öllu sínu og standa upprétt upp úr fátæktinni. Steina var fram yfir þrítugt heim og saman byggðu systkinin foreldrum sínum nýtt hús árið 1952 og fluttust þá úr torfbænum. Það urðu mikil tímamót þegar afi og amma gátu flutt í mannsæm- andi húsnæði með aðstoð barna sinna og ekki efumst við um að þau hafi verið stolt og ánægð með fórnfýsi og hjálpsemi þeirra. Steina flutti suður, giftist Didda, Sigtryggi Sigtryggssyni, og eignaðist þau tvær dætur. En ógæfan reið yfir þegar Diddi drukknaði aðeins 46 ára. Erfið- leikarnir urðu því hlutskipti Steinu ekki síður en foreldranna. Hún kynntist síðar Sveini Gunn- laugssyni sem lifir Steinu og varð henni mikil stoð í lífinu. Já, erfiðleikarnir höfðu mikil áhrif á Steinu. Hún var skapbráð eins og mörg systkina sinna og sýndi oft á tíðum af sér mikla hörku og var mikil baráttukona. En hún var líka ljúf og góð og fann til með þeim sem minna máttu. Þær aðstæður þekkti hún vel úr bernsku sinni þar sem jól voru stundum haldin án nægs matar. Í skólagöngu sinni máttu þær tví- burasystur sitja örvhentar við skrifborðið og skrifa með hægri hendinni ella yrði sú vinstri bund- in fyrir aftan bak. Steina var reglulegur gestur á bernskuheimili okkar en dvaldi þá í Húsanesi hjá Jóa, bróður sínum. Hún lá ekki á skoðunum sínum og gerði athugasemdir við hvað eina sem henni fannst. Hún gat verið hrekkjótt og stríðin og var einkar fljót að svara fyrir sig. Við systk- inin vorum nokkru eldri en syst- urnar, dætur Steinu. Við vorum engir englar þegar við tókum okk- ur til og hrekktum þær eða strídd- um. En ef upp komst um okkur, þá var Steinu að mæta. Þá var annað hvort að vera fljótur að hlaupa eða handsterkur við að halda hurðar- húninum að herbergisdyrunum svo Steina kæmist ekki inn til að veita okkur viðeigandi refsingu. Af reynslu sinni lagði Steina mikið upp úr því að allir ættu sama rétt og við skyldum um- gangast alla jafnt og án fordóma. Hún ferðaðist mikið með Svenna og hafði mikla ánægju af að fræð- ast, skilja heiminn og prófa nýtt. Við vottum fjölskyldu Steinu okkar dýpstu samúð. Sigurgeir B. og Jónína Kristgeirsbörn. Steingerður Jónsdóttir ✝ Þorsteinn Sig-urður Jafets- son fæddist 31. júlí 1959. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. október 2018. Foreldrar hans voru Emma Þor- steinsdóttir ljós- móðir, f. 2.2. 1926, d. 18.3. 2013, og Jafet Sigurðsson kennari, f. 1.5. 1934, d. 6.9. 2002. Systur Þorsteins eru Indíana Jafetsdóttir, f. 22.11. 1962, d. 22.10. 2001, og Ingibjörg Jafets- dóttir, f. 3.7. 1960. Af sambúð sinni átti Þorsteinn son- inn Jafet Þor- steinsson, f. 29.12. 1988. Þorsteinn starf- aði mest sem sjó- maður; fór sína fyrstu sjóferð á Garðari II frá Ólafsvík. Síðan menntaði hann sig sem stýrimaður og vann sem slíkur. Útför Þorsteins fer fram frá Garðakirkju í dag, 30. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég man þegar við leigðum spólur í heimabíó og borðuðum popp yfir nýjustu hasarmynd- unum. Ég man eftir bíóferðunum og göngutúrunum. Ég man eftir því hvað ég saknaði þín mikið þegar þú varst lengi út á sjó. Ég man eftir veiðiferðunum þar sem við veiddum ekki neitt en skemmtum okkur samt. Ég man hvernig þú varst til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Ég man eftir húmornum og hvernig þú hélst í hann í gegn- um veikindin. Ég man þig, elsku pabbi. Jafet Örn Þorsteinsson. Einstakur! Það er það orð sem mér finnst lýsa Steina bróður best. Hann var hæglát- ur, hlýr og góður en jarðbundin maður. Hann tók fljótlega þá ákvörðun að mennta sig sem stýrimaður og vann líka sem kokkur. Ég hef oft farið til hans í matarboð og þvílíkur snilldar- kokkur, allt var lagt svo vel á borð. Enda þegar ég var með matarboð fékk Steini alltaf hlutverk í eldhúsinu og skilaði öllu vel á borð. Svo get ég ekki gleymt því hvað hann hafði mikla bíladellu, alltaf á nýjum bíl og síðast keypti hann sér nýjan bíl fyrir svona fjórum mánuðum. Hann ljómaði þegar hann var að sýna mér bílinn, sem var blár og all- ur leðurklæddur að innan. Hann átti það til að ýta við mér þegar ég var ekki á nýjum bíl og gaf þar mjög góð ráð, vonandi heldur hann því áfram. Steini bróðir var AA-maður síðustu 16 árin og stóð sig þar með prýði og passaði sig að setjast aldrei í dómarasæti, því AA-menn sem hafa náð árangri dæma sig oft hart sjálfir og samfélagið stöðugt. En þeir þurfa eins og annað fólk að lifa í framtíð, þurfa knús og kossa. Þeir finna líka til eins og aðrir og þá þarf að verkjastilla. AA- menn hafa mikla lífsreynslu sem þeir hafa ekki alltaf óskað sér, en skemmtilegra fólk er ekki til. Við áttum oft góðar stundir saman og gerðum grín að skrautlegu lífi sem var í Ólafs- vík. Þegar við vorum bæði 14 ára og unnum í Jafets búð hjá pabba kom dag einn inn góður maður vel við skál. Leit á okkur þar sem við stóðum rétt hjá pabba og sagði; hvað eru börnin gömul? Pabbi svarar „þau eru nú bæði 14 ára“. Þá gellur í þeim sem var vel við skál, ég vissi það! Við vorum forvitin um hvað hann vissi, horfði lengi á okkur og hann sagði svo: „Ég vissi að þau væru tvíburar.“ Pabbi hló lengi og reyndi að útskýra af hverju við værum jafn gömul, en þessi góði mað- ur horfði aftur á okkur og náði þessu ekki. Við hlógum lengi að þessu atviki. Það erfiðasta sem ég hef gert var að kveðja þig, elsku Steini, svo ótímabært andlát í alla staði. Ég upplifði ofsareiði, vanmátt og kramið hjarta. Af hverju þurftir þú að fara svona snemma hef ég spurt mig dag og nótt en fæ ekkert svar. Kannski er svarið hjá æðri máttum eða Indu systur sem þú sagðir um daginn að væri hjá þér. Það var þér svo mikið hjart- ans mál að velja þér þinn stað til að hvíla á og ræddir við okk- ur mæðgur lengi. Ég var brot- in og reyndi að standa mig og spurði hvort þú vildir hvíla hjá mömmu og pabba. Þá svaraðir þú, með þínu fallega brosi og svarta húmor sem ég elskaði svo mikið, að það væri of þétt- skipað þar. Ég brosti við og reyndi að fela tárin mín og hugsaði: „Hvað geri ég án Steina bróð- ur?“ Stórt sár mun myndast í hjarta mínu sem ekki er hægt að setja plástur á. Elsku Steini, nú vona ég að þú sért á betri stað, á flottum sportbíl vel bónuðum og vel tekið á móti þér á æðri stöðum. Ég kveð þig með sorg í hjarta, elsku bróðir minn, með bæninni sem var þér svo kær. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Kveðja, Inga systir. Ég man æskuárin í Ólafsvík og hugsa reglulega til þeirra með söknuði, ekki síst bekkjar- systkina minna, þeirrar lit- fögru flóru sem skreytti bæj- arlífið nótt sem nýtan dag með margvíslegum hætti. Ég man Þorstein Sigurð Jafetsson, sem hæglátan dugnaðarfork í námi, gáfumanninn sem fór lít- ið fyrir. Hann var ekki í mín- um nánasta vinahópi en hann er sannarlega eftirminnilegur. Steini sagði fátt, hafði fágað yfirbragð, var hnarreistur og bar höfuðið hátt í orðsins fyllstu merkingu. Það fór lítið fyrir honum í leikfimi og úti á fótboltavelli þar sem við sparkfélagarnir vorum fyrir- ferðarmiklir og það fór reynd- ar lítið fyrir honum yfirleitt en hann var eins og klettur í bekknum, á sínum stað, hlut- laus. Ég man eftir úlpunni hans, þeirri bláu með loðnum kraga, og ég man verslun föður hans, Jafets, í kjallaranum fyrir neð- an kirkjuna. Ævintýrabúðin þar sem gospillurnar fengust, mjólkurpottur og Miranda. Við Steinum rákust annað slagið hvor á annan á förnum vegi síðustu áratugi. Hann var alltaf jafn stórstígur og tignar- legur og leyndardómsfullt bros lék um varirnar þegar hann sagði fréttir af sjálfum sér. Þegar ég rifja upp samtölin finnst mér eins og hann hafi tekið sér ýmislegt fyrir hend- ur en sjómennskan var það sem heillaði augljóslega mest. Fjórtán ára hefði ég giskað á að hann hefði orðið prófess- or í eðlisfræði eða stærðfræði eða í raun í hverju sem er. Mér var ókunnugt um að Steini hefði verið að berjast við krabbamein. Leiðir okkar hafa ekki skarast undanfarin ár og því kom andlát hans mér og öðrum á óvart. Fyrir hönd ’59 árgangsins í Ólafsvík þakka ég fyrir dá- semdarstundir í skólanum og í bænum, nótt sem nýtan dag. Minningarnar hrannast upp en myndin um flottan dreng, Þor- stein Sigurð, mun lifa í hjört- um okkar. Ég votta fjölskyldu og að- standendum samúð. Þorgrímur Þráinsson. Þorsteinn S. Jafetsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.