Morgunblaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Frá því að Jean-Claude Arnault var í
byrjun mánaðar dæmdur í tveggja
ára fangelsi fyrir nauðgun hefur
Horace Engdahl, sem var ritari
Sænsku akademíunnar (SA) á ár-
unum 1999 til 2009, kosið að tjá sig
ekki um mál vinar síns. Engdahl rauf
nýverið þögnina í samtali við Richard
Orange, sem skrifar ítarlega grein
um málefni SA í The Times Literary
Supplement (TLS).
Áður en dómurinn féll sagði Eng-
dahl í samtali við Orange að hann yrði
bæði „undrandi og óttasleginn“ ef
Arnault yrði fundinn sekur og slíkur
dómur myndi neyða hann og stuðn-
ingsmenn Arnault til að „endurmeta
ímynd sína af manninum“. Engdahl
sagðist jafnframt eiga mjög erfitt
með að ímynda sér að Arnault gæti
beitt konur ofbeldi og taldi að orð-
rómur um kynferðisofbeldi hans
skýrðist af menningarmun, þar sem
Arnault væri franskur.
Þegar Orange hafði samband við
Engdahl eftir að dómurinn var kveð-
inn upp lýsti Engdahl efasemdum
sínum um réttmæti dómsins og sagð-
ist undrast að hægt væri að senda
mann í fangelsi án áþreifanlegra
sönnunargagna. „Við lifum á hættu-
legum tímum,“ sagði Engdahl og líkti
#metoo-byltingunni við frönsku bylt-
inguna 1789 þar sem ráðist væri á þá
„sem njóti forréttinda, sýni af sér
ósiðlega kynferðislega hegðun, noti
opinbert fé í ýmsan lúxus og skraut“.
Engdahl segir afstöðu sína innan
SA ekki snúast um sekt eða sakleysi
Arnaults heldur um það hvort rétt-
lætanlegt væri að refsa Katarinu
Frostenson, eiginkonu Arnault, fyrir
gjörðir hans. „Hún er, að mínu mati,
saklaust vitni og þess vegna ber okk-
ur siðferðileg skylda til að vernda
hana og hjálpa,“ segir Engdahl og
tekur fram að hans stærsta eftirsjá sé
að hafa stutt Söru Danius, þáverandi
ritara SA, þegar hún lagði til að skor-
ið yrði á öll tengsl SA við Arnault
seint á síðasta ári.
„Hún [Frostenson] mætti mikilli
andúð innan akademíunnar, sem hef-
ur verið sárt og vafalítið átt sinn þátt í
þeirri martröð sem hún lifir,“ segir
Engdahl og gerir samtímis lítið úr
áratugalangri vináttu sinni við
Arnault. Nafnlaus heimildarmaður
Orange, sem hefur sterk tengsl við
SA, segir krísu SA í grunninn hins
vegar snúast um vináttu Arnaults og
Engdahls, en Engdahl var ritari SA
þegar ákveðið var að setja bóka-
klúbbinn Forum, sem Arnault og
Frostenson ráku um langt árabil, á
föst fjárframlög hjá SA. silja@mbl.is
„Við lifum á hættulegum tímum“
Ljósmynd/Prolineserver
Þögull Horace Engdahl.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þegar ég er kominn upp á svið fer
ég í sama gírinn sama hvar ég er
staddur. Það er samt alltaf öðruvísi
tilfinning þegar ég syng á Íslandi
fyrir fólkið mitt en svo er alltaf gott
og extra skemmtilegt að vita af
samlöndum í salnum þegar ég syng
erlendis,“ segir Garðar Thór Cortes
tenórsöngvari, sem kominn er heim
eftir nær samfellda þriggja ára
veru erlendis. Garðar Thór flytur
útsetningar Benjamins Brittens á
enskum þjóðlögum fyrir rödd og
píanó við undirleik Bjarna Frí-
manns Bjarnasonar, tónlistarstjóra
Íslensku óperunnar, í Kúnstpásu í
dag kl. 12.15, sem fram fer í Norð-
urljósum Hörpu og tekur um það
bil hálftíma.
„Ég hef nánast ekkert komið
fram á Íslandi sl. þrjú ár og þegar
ég er að syngja erlendis er dálítið
eins og ég hverfi af jörðinni að
minnsta kosti hér heima. Ég er
ekki mjög duglegur að segja frá því
sem ég er að fást við,“ segir Garðar
Thór hlæjandi. „Fyrsta árið var ég
í Hamborg í Þýskalandi, það næsta
í París í Frakklandi og nú síðasta
vetur ferðaðist ég um gervöll
Bandaríkin,“ segir Garðar Thór
sem kominn er heim í Vesturbæinn
eins og hann orðar það.
„Ég er heimakær og heima er
best. Fjölskyldan mín var á Íslandi
á meðan ég var úti en ég reyndi að
koma eins mikið heim og hægt var
og fjölskyldan var mjög dugleg að
koma út til mín þegar tækifæri
gafst,“ segir Garðar Thór og bætir
við að hann sé búinn að vera lengi í
bransanum og sé kominn með gott
teymi í kringum sig sem sjái um
hann sem söngvara, hugi að ferli
hans og útvegi verkefni.
„Ég byrjaði í atvinnumennsku
tæplega tvítugur þegar ég tók þátt
í West Side Story í Þjóðleikhúsinu
og hef dvalið víða frá þeim tíma,
einna mest í Englandi. Núna legg
ég áherslu á að sinna verkefnum
mínum frá Íslandi í stað þess að
dvelja langdvölum erlendis,“ segir
Garðar Thór sem hlakkar til að
syngja lög Benjamins Brittens sem
hann segist alltaf hafa haldið mikið
upp á.
„Mamma mín er ensk og ég er
alinn upp að hluta til í Bretlandi við
þessi fallegu þjóðlög. Mér þykir
vænt um þau og svo eru þau líka
svo skemmtileg,“ segir Garðar Thór
sem mun meðal annars flytja lögin
„The Salley Gardens“, „The Ash
Grov“ og „The Last Rose of Summ-
er“.
Jólatónleikar og slökun
Garðar Thór segir að næsta
verkefni sé jólatónleikar. „Ég syng
með Friðriki Ómari bæði í Salnum í
Kópavogi og í Hofi norður á Akur-
eyri. Við Friðrik höfum verið góðir
vinir lengi og það er alltaf skemmti-
legt að syngja með honum. Ég syng
líka á jólatónleikum með pabba,
Garðari Cortes,“ segir Garðar Thór
sem hlakkar til jólatarnarinnar þar
sem nóg verður að gera en þó ekki
svo mikið að hann geti ekki líka
slakað á með fjölskyldunni.
Eftir áramót mun Garðar Thór,
syngja hlutverk Alfredo Germont í
óperunni La Traviata eftir Giu-
seppe Verdi sem frumsýnd verður í
Eldborg 9. mars 2019.
Falleg stund í hádeginu
Nathalía Druzin Halldórsdóttir,
markaðs- og kynningarstjóri
Íslensku óperunnar, segir að
Kúnstpása sé haldin að jafnaði einu
sinni í mánuði.
„Við höfum boðið upp á Kúnst-
pásu í þrjú ár. Forveri hennar voru
hádegistónleikar í Gömlu óperunni.
Kúnstpása er hugsuð sem falleg
stund fyrir fólk sem skotist getur
úr vinnu í hádeginu. Það mæta milli
400 til 500 manns í hvert skipti. Við
reynum að fá til okkar söngvara af
yngri kynslóðinni í bland við okkar
reyndustu söngvara,“ segir Nat-
halía, full tilhlökkunar að heyra
Garðar Thór syngja á Íslandi eftir
langt hlé. Enginn aðgangseyrir er á
Kúnstpásu og allir velkomnir.
Ljósmynd/Stage Entertainment/Morris Mac Matzen
Heima Garðar Thór Cortes tenórsöngvari er kominn heim. Hann syngur í
Kúnstpásu og á jólatónleikum. Eftir áramót syngur hann í La Traviata.
„Öðruvísi tilfinning
þegar ég syng á Íslandi“
Garðar Thór syngur í Kúnstpásu Íslensku óperunnar
Hefur nánast ekkert komið fram hér á landi í þrjú ár
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn
Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00
Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 2/11 kl. 22:00 Fös 9/11 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn
Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Sun 18/11 kl. 20:00 171. s
Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fim 22/11 kl. 20:00 172. s
Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s
Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is