Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 2
Hvað er að frétta?
Ég get ekki sagt annað en það sé allt gott að frétta.
Lífið er yndislegt, allir fjölskyldumeðlimir við
hestaheilsu og á þessu ári hóf ég starf sem tann-
hvíttunarfræðingur, sem var algjör u-beygja í lífi
mínu og mér finnst þetta starf ótrúlega skemmti-
legt og mæti til þessarar vinnu ávallt með bros á
vör.
Hvernig tilfinning er að fagna 30 ára
starfsafmæli?
Sú tilfinning er bara góð, mér finnst þessi tími ekk-
ert hafa verið sérstaklega fljótur að líða, ólíkt mörgum
væntanlega. Ég hef reyndar verið 36 ár í tónlistarbrans-
anum, en síðastliðin 30 ár sem sólólistamaður með ýmsum
„varíöntum“ þó. Ég er sáttur, þrátt fyrir að margt hefði
mátt gera öðruvísi, en það þýðir nú lítið að spá í það.
Þú sendir frá þér fyrsta lag þitt í sjö ár, hvað
geturðu sagt okkur um það?
Já, það var löngu kominn tími á nýtt efni og mér fannst við-
kunnanlegt að fara aftur í hljóðver og taka upp nýtt efni.
Lagið er óður til eldri dóttur minnar Agnesar og lýsir á grá-
glettinn hátt okkar samskiptum frá því ég gekk henni í
föðurstað árið 1999, þá var hún þriggja ára gömul.
Hvers hlakkarðu til í vetur?
Ég hlakka til tónleika minna í Háskólabíói næstu helgi,
skammdegisins, mér finnst myrkrið heillandi og borgar-
ljósin sérstaklega, að maður tali nú ekki um fegurð
Reykjavíkur í desember. Svo er ýmislegt á döfinni, tón-
leikatúr um landið til að fylgja eftir nýjum geisladiski,
skíðaferð til Austurríkis og margt, sem vetrinum fylgir
Hver er lykillinn að glaðlyndi þínu?
Ég held að það sé aðallega uppeldið og svo að sjálfsögðu
fjölskylda mín, en það er yndislegt að vera umkringdur
þremur konum, sem sjá lífið oft á spaugilegan og léttan
hátt, það er mikið hlegið á mínu heimili og ég myndi
aldrei vilja hafa það öðruvísi. Svo hef ég alltaf verið já-
kvæður maður, læt ekki brjóta mig niður auðveldlega
eða bara alls ekki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Óður til
eldri dóttur
minnar
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Það þarf víst ekki lengur að hafa alla fingur klessta saman í handatökumí skriðsundi. Í skólasundinu man ég ekki betur en að það að „búa tilskóflu“ með hendinni hafi verið í hávegum haft í flestum sundstílum.
Ekkert vatn mátti sleppa milli fingranna og þess vegna var talið best að fing-
ur væru hver upp við annan og lófinn kúptur, þannig næðist best mótstaða í
vatninu og hægt að moka því frá. En nú hefur þessu sem sagt verið breytt
(og eflaust fyrir löngu þótt undirrituð hafi ekki frétt af því) og það er talið
óþarfa álag á handleggi og axlir að vera að spenna fingur og hendur. Betra sé
að hafa lófa tiltölulega slaka og hæfilegt bil milli fingra er víst í fínu lagi. Vís-
indin hafa nefnilega sýnt fram á að það sleppur alls ekki allt vatn í gegn þótt
bil sé á milli fingra, þvert á það sem áður var talið. Mótstaða náist engu að
síður og axlarhreyfing skipti jafnvel meira máli en staða handarinnar.
Það er ekki svo að einhver hafi
kennt okkur vitlaust í skólasundinu.
Vísindin hafa einfaldlega verið nýtt
til að bæta þekkingu á sviði sund-
tækni á undanförnum árum.
Það er eitthvað algjörlega dásam-
legt við tilhugsunina um hvernig vís-
indin ná inn á nær öll svið tilveru
okkar. Þau nýtast við að bæta sund-
tökin, bæta sálarlífið, bæta við nýrri
tækni í líf okkar og svo mætti lengri
áfram telja.
Vísindarannsóknir eru það sem
við ættum öðru fremur að leggja
áherslu á til lausnar á ýmiss konar vanda sem að steðjar. Það er gaman að
heyra af verkefni eins og vísindamenn innan Orkuveitu Reykjavíkur (því
annars misvinsæla fyrirtæki) hafa staðið fyrir frá því fyrir hrun. Þar var
stefnan sett á að finna leiðir til að binda koldíoxíð í berg – og það tókst. Með
öflugu rannsókna- og tilraunastarfi á Hellisheiði hefur tekist að skapa raun-
veruleg verðmæti, þekkingu sem nú er unnið að því að nýta víðar.
Það hefur þurft áræðni til að halda áfram með slíkt tilraunaverkefni eftir
hrun þegar niðurskurður var á flestum sviðum hjá fyrirtækjum, stórum og
smáum. En verkefnið á Hellisheiðinni er góð áminning. Jafnvel þótt kreppi
að þá er ekki ástæða til að draga saman í rannsóknum sem miða að því að
nýta vísindin til að leysa stóru málin eins og loftslagsvandann. Við höfum ein-
faldlega ekki efni á því að spara þar.
Sundvísindin leysa reyndar ekki endilega stór alheimsvandamál en þau
geta nýst okkur í daglegu lífi. Það er alltaf ástæða til að tileinka sér nýja
þekkingu og nýta afrakstur rannsókna í stóru samhengi sem smáu. Þannig
komumst við alltaf aðeins lengra.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sundtökin og
mikilvægi vísinda
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Það er alltaf ástæðatil að tileinka sér nýjaþekkingu og nýta afrakst-ur rannsókna í stóru
samhengi sem smáu
Ástríður Björk
Nei, ég ætla ekki. Ég er enginn Ed
Sheeran-aðdáandi en ég held að
þetta verði flottir tónleikar.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
fara á Ed
Sheeran-
tón-
leikana?
Eyþór Sigurðsson
Nei, ég er ekki nógu áhugasamur.
Ég þekki heldur ekki marga sem
eru að fara.
Bjarni Rósar
Nei. Hann er ágætur en ég var í
skólanum þegar miðasalan var og
keypti bara ekki miða.
Hrefna Bjartmarsdóttir
Ég er ekki búin að ákveða það
ennþá. Það kemur í ljós.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ómar Óskarsson
Eyfi í 30 ár er yfirskrift tónleika Eyjólfs Kristjáns-
sonar í Háskólabíói 13. október en þá eru liðin
30 ár frá því að fyrsta sólóplata hans, Dagar,
kom út. Eyfi flytur þekktasta efni sitt með stórri
hljómsveit, félögum úr Gospelkór Reykjavíkur,
10 manna strengjasveit og gestasöngvurum.