Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018 Kirsan Ilyumzhinov, fráfar- andi forseta skáksambands- ins, er oftast lýst í fjölmiðlum sem „litríkum karakter“, en hann hefur sjálfur greint frá því oft að árið 1997 hafi hann verið brottnuminn af geim- verum. Hann er frá sjálf- stjórnarhéraðinu Kalmykíu í Rússlandi og var fyrsti forseti þess frá árinu 1993 til 2010. Ilyumzhinov var kjörinn for- seti FIDE árið 1995 og gegndi því þar til í ár að honum var meinað að bjóða sig fram vegna spillingarmála. Arkady Dvorkovich var á mið-vikudaginn kosinn til þess aðgegna embætti forseta Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, en hann hlaut 103 atkvæði á meðan mót- frambjóðandi hans, Grikkinn Georgis Makropoulos, varaforseti FIDE, hlaut 78. Þriðji frambjóðandinn, breski stórmeistarinn Nigel Short, dró framboð sitt til baka á síðustu stundu og lýsti yfir stuðningi sínum við Dvorkovich. Kjörið markar að vissu leyti þátta- skil hjá FIDE, þar sem fráfarandi forseti þess, Rússinn Kirsan Ilyumzhinov, hafði gegnt embættinu í 23 ár, eða allar götur frá árinu 1995. Ilyumzhinov lenti í vandræðum fyrr á árinu, þegar í ljós kom að hann hafði átt í viðskiptatengslum við ríkisstjórn Sýrlands, en það landaði honum og FIDE á svörtum lista Bandaríkja- stjórnar, sem frysti meðal annars bankareikning í eigu sambandsins tímabundið. Maður breytinga? Þó að Dvorkovich sé Rússi eins og Ilyumzhinov var hann engu að síður talinn „maður nýrra tíma“ hjá FIDE, ekki síst þar sem helsti keppinautur hans um embættið, Georgios Makro- poulos, var varaforseti Ilyumzhinovs og því nátengdur hinni litríku stjórnartíð hans og þeirri meintu spillingu sem þar hafði viðgengist. Þegar kosningabaráttan hófst voru þó ýmsir efins um framboð Dvorko- vich, ekki síst vegna þess að hann hef- ur lengi verið nátengdur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Dímitrí Medvedev forsætisráðherra og gegndi meðal annars stöðu aðstoðar- forsætisráðherra landsins frá árinu 2012 og fram til maí á þessu ári. Heyrðust fljótt ásakanir um að rússnesk stjórnvöld væru að beita sér af miklu afli til þess að tryggja Dvorkovich embættið, og greindi heimasíða ChessBase-gagnagrunns- ins meðal annars frá því að Pútín hefði beðið Benjamín Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, um að þrýsta á skáksamband Ísraels um að styðja Dvorkovich, en að í staðinn myndi Ísrael fá að halda heims- meistaraeinvígið í skák. Þá kvartaði Makropoulos til siða- nefndar FIDE og sagði að framboð Dvorkovich hefði reynt að kaupa sér stuðning serbneska sambandsins með gjöfum og öðrum stuðningi. Nefndin taldi hins vegar ekki næg sönnunargögn til þess að ávíta Dvorkovich og framboð hans. Engu að síður var serbneska skáksamband- inu meinað að greiða atkvæði í for- setakjörinu. „Makro“ ekki stikkfrír Makropoulos eða „Makro“, eins og hann er stundum kallaður, var hins vegar í þröngri stöðu, hvort sem Rússar beittu sér óeðlilega mikið fyrir kjöri Dvorkovich eða ekki. Hann hafði gegnt stöðu varaforseta FIDE frá árinu 1986, og var því í raun tákn- mynd fyrir „yfirstéttina“ innan sam- bandsins, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Þannig bauð breski stórmeistarinn Nigel Short sig fram í forsetaemb- ættið á þeim forsendum að hann vildi berjast gegn spillingu innan FIDE, og beindust spjót hans mestmegnis gegn Makropoulos og því hvernig skáksambandið væri fjármagnað. Þannig sagði Short í framboðs- ræðu sinni fyrir kjörið að FIDE væri í raun rekið þveröfugt við það hvern- ig ætti að reka öflugt íþrótta- bandalag, og kallaði það „Makro- economics“. Þá sakaði Short Makropoulos og yfirstjórn FIDE um að ýta undir „eineltiskúltúr“, sem yrði að linna. Í lok ræðu sinnar ákvað Short síð- an öllum að óvörum að tilkynna það að hann væri hættur við framboð sitt og lýsti yfir stuðningi við Dvorkovich. Þetta gerði Short þrátt fyrir að skák- samband Bretlands vildi ekki styðja við Dvorkovich, en eins og vitað er andar nú mjög köldu á milli Breta og Rússa í alþjóðamálum. Í viðtölum eft- ir kjörið sagði Short að hann hefði tekið þessa ákvörðun um morguninn, sérstaklega til þess að koma í veg fyr- ir að Makropoulos næði kjöri, en sjálfur var Short kjörinn einn af vara- forsetum sambandsins. Samstarf við FIFA? Í störfum sínum fyrir Rússland hefur Dvorkovich komið víða við, en hann var meðal annars í forsvari fyrir nefndina sem skipulagði heimsmeist- aramótið í knattspyrnu karla, sem haldið var í sumar. Eitt af kosninga- loforðum Dvorkovich var að mynda tengsl á milli FIDE og annarra íþróttasambanda eins og Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, og Alþjóðaólympíunefndarinnar auk þess sem hann myndi reyna að auka styrki frá fyrirtækjum til skáklistar- innar. Þess má geta að Gianni Infant- ino, forseti FIFA, var á meðal þeirra sem studdu opinberlega við framboð Dvorkovich og óskaði Infantino hon- um sérstaklega til hamingju fyrir kjörið. Zurab Azmaiparashvili, forseti Evrópska skáksambandsins, var einnig meðal þeirra sem tóku vel í kjör Dvorkovich. „Ég trúi því að FIDE muni hagnast á þessu,“ sagði hann við AFP-fréttastofuna og bætti við að Dvorkovich hefði sýnt fram á góða stjórnunarhæfileika, sem væri það sem Alþjóðaskáksambandið þyrfti á að halda. Dvorkovich virðist því hafa notið þess, þrátt fyrir efasemdir um tengsl hans við rússnesk stjórnvöld, að fyrir mörgum í forystu skákheimsins var einfaldlega kominn tími til þess að breyta til á æðstu stöðum. Rússneskt peð eða nýtt upphaf? Kjör á nýjum forseta Alþjóðaskáksambandsins fór fram í vikunni. Arkady Dvorkovich fór þar með öruggan sigur af hólmi, en hann er fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra í ríkisstjórn Vladimírs Pútíns. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP Arkady Dvorkovich tekur hér við hamingjuóskum stuttu eftir að hann var kjörinn forseti FIDE. Hitti geimverur Kirsan Ilyumzhinov BRASILÍA ARAGUAINA Lögreglan í Brasilíu skaut níu strokufanga til bana á miðvikudaginn og leitar 19 annarra, en þeir sluppu úr Barra de Grota- fangelsinu seint á þriðjudaginn. Hópurinn var saman í kennslustund í fangelsinu þegar þeir ákváðu að taka kennarann, sem er kvenkyns, og þrjá fangaverði í gíslingu, og brutu sér leið út. Fangarnir létu tvo af fangavörðunum lausa, en halda enn hinum tveimur gíslunum. Brasilía er með þriðja hæsta mann- fjölda heims innan fangels- ismúra á eftir Bandaríkjunum og Kína. ÍRAN TEHERAN Írönsk stjórnvöld tóku Zeinab Sekaanvand af lífi á þriðju- daginn, en hún var á sínum tíma sakfelld fyrir að hafa myrt eiginmann sinn þegar hún var 17 ára gömul, en hún sakaði hann og bróður hans um að hafa nauðgað sér margsinnis. Þá sagðist hún hafa játað á sig morðið eftir að lögreglan hafði pyndað hana í 20 daga samfl eytt. Mannréttindasamtök- in Amnesty International fordæmdu aftöku Zeinab og sögðu hana sína virðingarleysi íranskra stjórnvalda fyrir rétti barna til lífs. BANDARÍKIN WASHINGTON Bandaríska alríkislögreglan skilaði af sér í vikunni skýrslum með viðtölum við hugsanleg vitni í ásökununum gagnvart Brett Kavanaugh dómara, sem útnefndur hefur verið til setu í Hæstarétti Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Öldungadeildarþingmenn kynntu sér efni FBI-skýrslanna og samþykktu á föstu- daginn að ganga til lokaatkvæða um setu Kavanaughs í hæstarétti á laugardaginn. JAPAN TÓKÝÓ Japanska könnunar- geimfarið Hayabusa2 náði að lenda vélmenni á smástirninu Ryugu, en það er um 300 milljón kílómetra frá jörðu. Vélmennið, sem kallast MASCOT, mun safna saman margvíslegum gögnum um smástirnið, og er vonin að þau muni varpa nýju ljósi á upphaf sólkerfi sins. Hayabusa2 hefur einnig náð að senda tvö vélmenni, kölluð MINERVA-II, til Ryugu til að safna saman jarðvegssýnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.