Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 19
Afhentu ferðasjóðinn
Skipverjar af frystitogaranum Þerney RE afhentu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóð
sinn sem þeir höfðu safnað sér í nokkur ár, eina milljón króna. Barði Barðason
skipverji og Kristinn Gestsson skipstjóri með Ragnhildi Guðmundsdóttur, for-
mann Mæðrastyrksnefndar, á milli sín.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Símaver InDefence
Í lok nóvember höfðu tæplega 80.000 manns, fjórðungur þjóðarinnar, skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar
væru ekki hryðjuverkamenn á vefsíðunni Indefence.is. Viðbragðshópur InDefence bauð líka upp á símaver með ókeypis
símtölum til útlanda svo Íslendingar gætu upplýst vini og kunningja erlendis um stöðu Íslands og vakið athygli á herferð-
inni. Herferðin hófst eftir að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum. Íslendingar voru fljótir að
taka við sér og útbjuggu fjölda póstkorta sem áttu að taka af allan vafa um hryðjuverkastarfsemi þjóðarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Ókláruð hús
Hrunið varð í miðjum viðamiklum framkvæmdum í íbúabyggð, svo sem á Norður-
bakka í Hafnarfirði og í Úlfarsfellshverfinu í Reykjavík. Blaðamaður Morgunblaðs-
ins heimsótti Úlfarsfellshverfið ári seinna og hafði þá lítil þróun orðið, grunnar og
óvarin svæði blöstu við og bjó fólk á stangli meðan stór hluti bygginganna var ókl-
áraður eða auður.
Heilsu kvenna hrakaði
Síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að hjartasjúkdómar og háþrýstingur komu í auknum mæli í ljós hjá
konum í kjölfar hrunsins. Strax í október var fjölgun á bráðamóttöku vegna heilsufarsvandamála.
Mótmæli af ýmsu tagi
Mótmælendur höfðu gömul gildi í fyrirrúmi fyrir framan
Stjórnarráðið um miðjan desember og prjónuðu og saumuðu.
Þá var lesið upp úr Gísla sögu Súrssonar.
Morgunblaðið/Ómar
Upp úr sauð um áramót
Mótmælendur brutu sér leið inn á Hótel Borg á gamlársdag þeg-
ar Kryddsíld Stöðvar 2 fór fram. Eftir að mótmælendur voru
reknir út af hótelinu grýttu þeir lögregluna meðal annars með
kantsteinum. Fjöldi fólks fékk yfir sig piparúða lögreglunnar.
Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus
Sinfóníuhljómsveit endurspeglar tíðarandann
Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerðu eins og þjóðin öll á þessum tíma;
gripu í prjóna og fylgdust vel með tíðindum í sjónvarpi og blöðum milli þess
sem þeir æfðu stíft fyrir næstu tónleika. Sumir báru skoðanir sínar utan á sér
eins og hornleikari hljómsveitarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Frosið
efnahagslíf
Bílarnir og vinnuvél-
arnar á hafnarbakk-
anum, á kafi í snjó
nokkrum dögum eftir
að ríkisstjórnin féll,
báru skýran vott um
það frost sem fram
undan var í efnahags-
málum þjóðarinnar.
Margt átti eftir að ger-
ast næstu mánuðina og
árin í lífi landsmanna og
víða var erfið barátta
rétt að hefjast.
Morgunblaðið/RAX
Allt þvegið á lögreglustöðinni
Mótmælendur voru ósparir á egg, málningu og skyr en í viðtali
við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón kom fram að einkennis-
búningarnir væru allir þvegnir á lögreglustöðinni og lögreglan
væri ekki í viðskiptum við neina efnalaug.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19