Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 4
Bergið tekur lengi við
Frá árinu 2006 hefur markvisstverið unnið að því hjá Orku-veitu Reykjavíkur (OR) og
samstarfsaðilum að þróa tækni til að
hægt sé að fanga koldíoxíð (CO2) í
andrúmsloftinu og binda það í berg.
Nú er komin reynsla á þessa aðferð
og hún hefur verið notuð með góðum
árangri við Hellisheiðarvirkjun. Ný-
verið var svo tilkynnt að OR ásamt
fleirum hefði hlotið tveggja milljarða
króna styrk fyrir áframhaldandi þró-
un þessarar aðferðar. Styrkurinn er
til verkefnisins GECO, sem miðar að
sporlausri nýtingu jarðhita. Meðal
næstu skrefa í þessu vísindastarfi OR
er að skoða hvort hægt er að dæla
skaðlegum lofttegundum niður á
sjávarbotn.
GECO-verkefnið er áframhald á
öðru verkefni sem OR hefur leitt
vinnu við í samstarfi við Háskóla Ís-
lands, Columbia-háskóla í Bandaríkj-
unum og CNRS rannsóknarstofn-
unina í Frakklandi.
„Þetta byrjaði í raun fyrir tólf
árum. Þá fórum við af stað í rann-
sóknarverkefni sem heitir CarbFix
og felst í að þróa aðferðir til að
hreinsa CO2 sem annars er sleppt út í
andrúmsloftið, til dæmis í jarðhita-
virkjunum, og dæla ofan í berg. Hug-
mynd var að það ætti að bindast í
grjót. Síðan þá erum við búin að vera
að þróa aðferðina og byggja þetta
upp í þrepum. Þetta gengur mjög vel.
Þessi styrkur er rökrétt næsta
skref,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir,
verkefnisstjóri CarbFix.
GECO-verkefnið er samstarfs-
verkefni 18 fyrirtækja og stofnana
víðs vegar að úr Evrópu. Markmið
verkefnisins er að þróa jarðhita-
virkjanir með sem allra minnsta los-
un koltvíoxíðs og brennisteinsvetnis.
Þær aðferðir sem notaðar eru við að
binda útblástur skaðlegra loftteg-
unda í berg nýtast þó í fleiri atvinnu-
greinum. „Þetta nýja verkefni ein-
blínir mikið á jarðhitaiðnaðinn. Í
þeim iðnaði hefur um þónokkurn tíma
verið horft til Íslands. Við höldum
áfram að þróa aðferðina uppi á
Hellisheiði en síðan er stefnan að fara
í útflutning á aðferðinni og þróa hana
áfram á Ítalíu, Þýskalandi og Tyrk-
landi. Þessi styrkur hjálpar okkur
gríðarlega mikið við að taka næstu
skref,“ segir Edda.
Styrkurinn mun einnig gera OR
kleift að taka fyrstu skrefin í átt að
því að hreinsa útblástur frá virkj-
uninni á Nesjavöllum með sama hætti
og gert er á Hellisheiði.
Alls eru tíu þúsund tonn af koldí-
oxíði og fimm þúsund tonn af brenni-
steinsvetni bundin í berggrunninn á
Hellisheiði en hægt væri að binda
mun meira og víðar.
Aðferðin sem nýtt er til að binda
útblástur á koldíoxíði og brenni-
steinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun
krefst þess að notað sé mikið vatn og
einnig er ákjósanlegt að dæla hinum
skaðlegu lofttegundum niður í basalt.
„Basaltið er eins og svampur, fullt af
holrýmum og sprungum sem gasið
getur fyllt upp í. Gasið er svo bara
geymt í þessum holrýmum, stein-
runnið. Hafsbotninn er að mestu bas-
alt sem er ákjósanlegasta steinteg-
undin til að nota í þetta. Við erum nú
þegar að skoða að nýta sjó til þess að
binda CO2 á hafsbotni en í þessu nýja
verkefni erum við einnig að fikra okk-
ur áfram og sjá hvort einhverjar aðr-
ar bergtegundir virka einnig,“ segir
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir jarð-
fræðingur.
Markmiðið er þannig að skoða
hvort hægt sé að nýta sömu aðferð en
við aðrar aðstæður. Þannig geti verið
hægt að breiða aðferðina út, einnig til
staða þar sem vatn er af skornum
skammti og bergtegundir í jarð-
grunni eru aðrar en basalt.
„Við viljum að það verði hægt að
nýta þetta á fleiri stöðum. Svo er líka
gaman að segja frá því að við erum í
samstarfi við svissneskt fyrirtæki um
að fanga koldíoxíð beint í andrúms-
loftinu. Þá er hægt að fanga það hvar
sem er með risavöxnum „andrúms-
loftsryksugum“ og koma því niður
þar sem er gott að binda það. Út úr
ryksugunni kemur þá loft sem er með
mjög litlu koldíoxíði í,“ segir Sandra.
En er hægt að nýta aðferðina víðar
nú þegar, t.d. í stóriðju hér á landi?
„Já, það er hægt og kostar ekki
mikið. Það er í raun sérstakt hvað er
lítill hvati til að gera þetta. Það er
hægt að kaupa losunarkvóta og það
hefur hingað til ekki verið dýrt. En
það gæti breyst ef kvótarnir hækka í
verði eins og líklegt er að gerist. Þá
verður ódýrara fyrir stóriðjufyrir-
tæki að hreinsa útblásturinn og dæla
niður í berg heldur en að kaupa
kvóta. Við erum auðvitað að vona að
fleiri stökkvi á vagninn og taki þátt í
þessu með okkur,“ segir Edda.
„Þetta er í raun svo einfalt.
Búnaðurinn sem þarf er bara lagnir,
pípur og dælur, ekkert flókið. En það
virðist þurfa fjárhagslegan hvata til
að fyrirtæki taki við sér og fari að
nota þessa aðferð í stað þess að losa
koldíoxíð út í andrúmsloftið,“ segir
Sandra.
Með því að binda skaðlegar loftteg-
undir í berggrunninn er verið að
leggja lóð á vogarskálarnar til að
leysa loftslagsvandann. Þær benda
þó á að þótt betra sé að hafa koldíoxíð
og brennisteinsvetni bundið í berg
heldur en á sveimi um andrúmsloftið
sé þó alltaf ódýrast að losa minna.
„Við höfum náð að þróa þetta ansi
langt á ekki lengri tíma. Það verður
aldrei nein ein lausn til að leysa lofts-
lagsvandann, en ég trúi því að þetta
sé ein af þeim lausnum sem við getum
beitt. Með þessu erum við að minnka
heildarmagn koldíoxíðs í andrúms-
loftinu. Það skiptir ekki öllu máli hvar
þú ert að losa, það gerir öllum ógagn.
Það skiptir heldur ekki öllu máli hvar
þú tekur koldíoxíðið, þú ert alltaf að
minnka útblástur fyrir alla í heim-
inum,“ bendir Sandra á.
„Það mun alltaf kosta að takast á
við þennan vanda. Það sem við erum
að gera á Hellisheiðinni núna er mjög
hagkvæm aðferð. En það hefur samt
verið sýnt fram á að það er alltaf
ódýrara fyrir heiminn að takast á við
vandamálin heldur en afleiðing-
arnar,“ segir Edda.
Þær segja það spennandi áskorun
að geta tekið næstu skref í þróuninni
í samstarfi við vísindamenn frá fleiri
löndum. Styrkurinn geri þeim kleift
að hraða verkefninu í samstarfi við
fremstu vísindamenn á þessu sviði.
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Orkuveitunni, og Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri CarbFix. Þær
hafa ásamt fleirum leitt vinnu við að binda útblástur í berg og vilja breiða þá aðferð út sem víðast og þróa áfram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tveggja milljarða króna styrkur hjálpar til við áframhaldandi þróun á aðferð við að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti og binda
í berg. Stóriðjufyrirtæki gætu nýtt sér tæknina án mikils tilkostnaðar og þannig minnkað útblástur sinn umtalsvert.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Basalt er sú bergtegund sem hentar best til bindingar á koldíoxíði. Gastegundin smýgur inn í holur í berginu og verður
steinrunnin og birtist sem hvítir kristallar. Einnig er hægt að binda brennisteinsvetni í berg og er það gert á Hellisheiði.
Ljósmynd/Sandra Ósk SnæbjörnsdóttirLjósmynd/Sigurður Gíslason
Tíu þúsund tonn af koldíoxíði frá Hellisheiðarvirkjun fara árlega niður í bergið.
Árni Sæberg
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17