Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018 FERÐALÖG sögu Churchills órofa böndum. For- faðir hans, John Marlborough her- togi, reisti höllina á árunum 1705- 1722 í minningu orrustunnar við Blenheim í Þýskalandi. Þar fór hann fyrir her Englandskonungs og bandamanna hans gegn Frökkum og konungi Bæjaralands. Mikilvægar ákvarðanir Winston Churchill sagði eitt sinn að hann hefði tekið tvær meiriháttar ákvarðanir í Blenheim-höll, „þá að fæðast og að kvænast“. Móðir hans og faðir, sonur hertogans, voru gestkomandi í höllinni 30. nóvember 1874, þegar Winston kom í heiminn. Síðar, árið 1908, bað hann Clement- ine Ogilvy Hozier. Hún átti á grundvelli jáyrðis þess eftir að standa við hlið hans allar götur síð- an. Blenheim-höll er gríðarleg að vöxtum. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO og þangað leggja nærri milljón ferðamenn leið sína á ári. Henni hefur verið lýst sem glæsilegustu höll Evrópu sem ekki er í eigu kon- ungs eða drottningar. Hópurinn fékk áhrifamikla leið- sögn í gegnum nokkra helstu sali og herbergi hallarinnar. Að því loknu var haldið fótgangandi til Bladon, sem er smábær sem stendur nærri höllinni. Þar stendur í miðjum bæn- um kirkja helguð heilögum Mar- teini. Það er ekki auðsótt að finna kirkjuna en það hafðist að lokum. Leiðin lá þangað af einni ástæðu. Winston Spencer Churchillvar fyrir margt löngu út-nefndur mesti Breti allra tíma. Þar ræður mestu sú stað- reynd að hann leiddi þjóðina í gegn- um hörmungar síðari heimsstyrj- aldarinnar og blés henni baráttu- anda í brjóst þegar öll sund virtust lokuð. En Churchill var margbrot- inn maður og á þeim ríflega níu áratugum sem lífshlaup hans spannaði (1874-1965) kom hann víða við og brá sér í ýmis hlutverk. Vegna útbreidds áhuga á mann- inum Churchill og þeirrar stað- reyndar að saga 20. aldar yrði aldrei að fullu sögð án þess að minnast á hann lögðu félagsmenn í Minjum og sögu, vinafélagi Þjóð- minjasafnsins, upp í ferð til Lund- úna og nágrennis þar sem sögu- staðir tengdir Churchill voru sóttir heim. Í Minjum og sögu eru um 300 félagsmenn og af þeim skráðu 33 sig til leiks. Fararstjóri í ferðinni var Kristján Garðarsson, arktitekt og stjórnarmaður í félaginu. Hann bjó lengi í Oxford og þekkir bæði vel til sögu Churchills og svæðisins þar sem hann sleit barnsskónum. Fyrsti dagur ferðarinnar var reyndar helgaður öðru efni en því sem tengist Churchill beint en það var sem upphitun fyrir það sem á eftir kom. Þannig kom hópurinn fyrst við í Victoria & Albert-safninu við Cromwell-stræti í Lundúnum. Það á í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Þangað ætti allt safna- áhugafólk að koma. Þar ægir saman gripum frá öllum heimshornum og gefur það einstaka sýn yfir sögu lista og hönnunar. Í safninu eru um 2,3 milljónir gripa og má þar meðal annars berja augum eina af fimm skissubókum sem varðveist hafa úr fórum Leonardo da Vinci. Að lok- inni heimsókn þangað var haldið í sendiráð Íslands þar sem Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og starfsfólk hans tók á móti hópnum. Ásamt því að fá kynningu á starfi sendiráðsins hlýddu félagsmenn einnig á fyrirlestur um hinn merka William Morris, sem ferðaðist til Ís- lands á síðari hluta 19. aldar og þýddi Íslendingasögur á ensku. Á öðrum degi ferðarinnar lá leið- in til Oxfordskíris en þar stendur ein glæsilegasta höll Bretlandseyja. Hún nefnist Blenheim og tengist Þar hvíla jarðneskar leifar Win- stons og Clementine konu hans. Rætt við einkaritarann Laugardaginn 22. september var hópnum stefnt í neðanjarðarbyrgin (Cabinet War Rooms) þaðan sem ríkisstjórn Churchills stýrði herjum Breta og raunar stjórnkerfi lands- ins öllu. Þar hefur flestu verið hald- ið í upprunalegu horfi þótt ýmsu hafi verið komið fyrir á haganlegan hátt svo taka mætti á móti öllum þeim fjölda gesta sem sækja stað- inn heim á hverju ári. Þar hefur einnig verið komið upp safni í minn- ingu Churchills sem rekur tengsl hans við stríðið, aðdraganda þess, og eftirmál. Í neðanjarðarbyrginu mælti hóp- urinn sér mót við konu að nafni lafði Jane Williams. Hún er á tíræðis- aldri en var einkarit- ari Churchills á ár- unum 1949-1955. Fékk hópurinn tæki- færi til að spjalla við hana, m.a. um kynni hennar af forsætis- ráðherranum. Er hún afar ern og man vel þá tíma þegar hún sat við löngum stundum og ritaði upp bréf og ræður Churchills. Hún er einnig þekkt í bresku samfélagi fyrir það að hún er móðir Justins Welby, erkibisk- upsins af Kantaraborg. Eftir spjall við lafði Jane hélt hópurinn í eina skemmtilegustu bókabúð Lundúna sem nefnist John Sandoe Books. Þar tók á móti okkur sagnfræðing- urinn Andrew Roberts. Tveimur dögum fyrr hafði hann fengið í Á slóðum Winstons Churchill Saga 20. aldar hefði orðið svipminni ef Winstons Churchill hefði ekki notið við. Hann kom víða við á langri ævi og margir sögumerkir staðir í Bretlandi eru honum tengdir órofa böndum. Þessa staði er vert að sækja heim ef leiðin liggur til Lundúna. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is ’ Í neðanjarðarbyrginumælti hópurinn sérmót við konu að nafnilafði Jane Williams. Hún er á tíræðisaldri en var einkaritari Churchills á árunum 1949-1955. Chartwell er afar reisulegt hús eða herragarður. Churchill byggði við húsið á þriðja áratug síðustu aldar. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.