Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018 Í MYNDUM 650 borgum. Daði Einarsson, einn skipuleggjenda viðburðarins, segir að andrúmsloftið hafi verið gott á sunnudaginn. „Það var mjög gam- an að sjá allt þetta fólk koma nið- ur á höfn, þvílíkt skemmtilega og fallega uppstrílað á fögrum fín- pússuðum hjólum. Fólk fór að tala um hvað þetta yrði skemmtilegra á næsta ári og ég á von á því að enn fleiri mæti þá. Það var ofboðs- lega mikil gleði og hamingja, fólki fannst gaman að hjóla um borgina svona vel uppáklætt,“ segir Daði. „Það er algengara núna að fólk sé að kaupa sér gömul hjól og gera þau upp eins og þau voru upprunalega og breyta þeim að- eins. Þessi menning hefur vaxið undanfarin ár, menning þar sem menn eru farnir að klæða sig stíl- hreint og gera upp gömul mótor- hjól og gamla bíla,“ segir Daði. Daði, sem sjálfur er áhugamað- ur um vélhjól, hafði heyrt af við- burðinum úti í heimi og séð mynd- bönd af honum á netinu. Þá voru margir sem hjóluðu í Reykjavík vel kunnir Herramönnum á hjólum og höfðu jafnvel tekið þátt í við- burðinum erlendis. Daði tók stofn- endur viðburðarins í Ástralíu tali og sagði þeim lauslega frá áhug- anum á að halda viðburðinn hér á landi. „Ég býst fastlega við því að við munum gera þetta árlega. Það var mikil ánægja með þetta og mikil spenna yfir þessu. Það sem ég held að við munum skoða á næsta ári er að láta framlögin renna beint í hjálparstarf hér á Íslandi, en ekki einungis erlendis, svo að fólk viti betur hvað það er að styrkja.“ Áhugamenn um vélhjólklæddu sig upp og óku áhjólum um stræti Reykja- víkur á sunnudaginn síðastliðinn, til þess að vekja athygli á blöðru- hálskrabbameini og andlegri heilsu karla. Viðburðurinn, The Distinguished Gentleman’s Ride, eða Herramenn á hjólum, er upp- runninn í Ástralíu og var í ár hald- inn á Íslandi í fyrsta skipti. Jafn- framt fer fram söfnun til styrktar málstaðnum á heimasíðu viðburð- arins en í ár hafa sex milljónir dollara safnast í átakinu, þar af sex þúsund dollarar á Íslandi. Viðburðurinn hefur verið hald- inn víða um heim en var fyrst haldinn í Ástralíu árið 2013. Kveikjan að viðburðinum var mynd af Don Draper í Mad Men þar sem hann ók sígildu vélhjóli og klæddist fínum jakkafötum. Hinn ástralski Mark Hawwa, sem átti frumkvæði að viðburðinum, ákvað þá að sniðugt væri að koma á fót viðburði þar sem áhugafólk um vélhjól kæmi saman og hjólaði á sígildum vélhjólum í sparifötunum. Tilgangurinn með þessu væri að vega á móti neikvæðri staðalmynd vélhjólamanna, ásamt því að hrista saman hópinn. Hjólað í 650 borgum Fyrsta hjólaferðin, árið 2012, sam- einaði 2.500 vélhjólamenn í 64 borgum. Viðtökurnar hvöttu Hawwe til að nýta áhugann í verð- ugt málefni, og ákvað hann því að nota hann til að vekja athygli á heilsu karla, s.s. sjálfsvígshættu og blöðruhálskrabbameini. Í ár hjóluðu um 120 þúsund manns til styrktar málstaðnum, í Hjólað í jakkafötum Fjöldi fólks úti um allan heim hefur farið í sitt fín- asta púss og hjólað um götur heimaborgar sinnar, til styrktar heilsu karla. Í ár söfnuðust samtals sex milljónir dollara í átakinu Herramenn á hjólum. Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.