Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 31
hlutinn hafi þannig dæmt sig úr leik til efnislegrar skoðunnar með þessari afstöðu. Ýmsir þingmenn eru mjög fastir í tilteknum álita- efnum. Iðulega hefur því gerst að dómarefni sé spurt um það, hvernig það myndi greiða atkvæði í réttinum um þau. Seinustu áratugi hafa öll dómarefnin svarað því til að ekki sé viðeigandi að gefa svar við slíkum spurningum, enda væri dómaraefnið þá hugsanlega orðið vanhæft í máli um það efni. En hitt er á hinn bóginn eðlilegt að reynt sé að lesa úr þeim dómsúrlausnum sem liggja fyrir frá dóm- aranum og skoða hvernig hann nálgast álitaefnin. Þeir sem vilja vita hvers konar dómari viðkomandi yrði geta sökkt sér niður í dómana og eins það hvern- ig Hæstiréttur hefur tekið á þeim dómum. Rennusteinninn varð stígurinn Ljóst var að þeir sem ætluðu sér að leggja stein í götu dómarefnisins töldu sig ekki græða á að rýna í dóms- úrlausnirnar. Þá var ákveðið að gera persónu hans vafasama og var ótrúlega langt seilst. Áður en yfir lauk var hann sakaður um að hafa verið foringi í nauðgunarhópi hrottamenna, þótt ekki væri minnsti fótur fyrir slíku. Þegar dómarinn gat ekki leynt því að sér væri stórlega misboðið þá var það tekið sem dæmi um að hann hefði ekki það rólyndi til að bera sem dómarar þyrftu! Þingmanni demókrata, Dianne Feinstein, barst bréf í byrjun júlí frá konu sem hún opinberaði ekki fyrir þingnefndinni sem skoðaði málið fyrr en fáir dagar voru eftir af þeim starfstíma hennar. Feinstein sagðist hafa fengið bréfið sent í trúnaði og einhver annar lekið því! Eftir að bréfinu hafði ver- ið lekið í fjölmiðla, gegn vilja konunnar, hófst rimma um að tefja málið vegna svo alvarlegra ásakana. Þær gengu út á að dómaraefnið hefði í gagnfræðaskóla leitað á konuna sem í hlut átti. Nú, 36 árum síðar, upplýsti hún að málið hefði komið upp í meðferð hennar hjá sálfræðingi fyrir fáeinum árum, þótt Kav- anaugh hefði þá ekki verið nefndur á nafn. Neitaði konan að afhenda gögn um meðferðina, en hún er sjálf doktor í greininni. Hún nefndi hins vegar 4 aðila sem hefðu verið vitni að þessum „atburði“, þótt hún myndi ekki hvar hann var, hvaða ár, ekki hvenær, ekki hvernig hún komst á þennan stað, né heldur hvernig hún komst þaðan og heim til sín. Hún mundi ekki til þess að hún hefði sagt neinum frá þessu fyrr en eftir að hið týnda minni laukst upp í sálfræði- meðferðinni. Hún myndi þó að hún hefði fengið sér einn bjór! Ekkert ef tilnefndum vitnum gat staðfest þessa frásögn. Aðalvitni konunnar, gömul vinkona, kannaðist ekkert við þessa atburði og hún vissi ekki til að hún hefði nokkru sinni séð eða heyrt af Kavan- augh fyrr en hann kom til álita sem dómari! Demókratar töldu frásögn konunnar afskaplega trúverðuga. Þingmenn demókrata minntu á að í tilvikum sem þessum bæri karlmönnum sem nefndir væru til sögu, þótt það væri 36 árum síðar, að viðurkenna að konan segði satt og viðurkenna brot sín. (Hætt er við að Hillary hafi svitnað við þessa kröfu.) Og það dapur- lega var að talsmenn demókrata sögðu að það væri lágmarkskrafa, ef Kavanaugh neitaði þessari sögu, þrátt fyrir það hversu trúverðug hún væri, að hann sannaði að þessar ásakanirnar væru ekki sannar! Þegar bent var á að þarna væru öllu snúið á haus, og fyrst og síðast þeirri meginreglu að sérhver teldist saklaus þar til sekt væri sönnuð, var því svarað til að þetta væru ekki réttarhöld heldur „atvinnuumsókn“ og reglan um sekt og sönnun ætti því ekki við! Var með miklum ólíkindum að fylgjast með þessum málatilbúnaði öllum og hafa þingmenn ekki á síðari tímum lagst jafnlágt. FBI kölluð til Á lokasprettinum gerðu demókratar þá kröfu að Al- ríkislögreglan FBI tæki sér viku til að rannsaka mál- ið og það þó að lögreglan sú hefði af fyrri tilefnum rannsakað feril Kavanaugh rækilega, þó að þar hefði, starfsvenju samkvæmt, verið miðað við 18 ára aldur hans. En lukkan var yfir demókrötum. Eftir að að- gerðasinnar höfðu þrýst sér inn í lyftu þar sem einn af þingmönnum repúblikana var, og ekki sá stað- fastasti (hvernig sem aðgerðarsinnar vissu það), og hrópað yfir honum um hríð, samþykkti hann að beita sér fyrir því að málinu yrði frestað og FBI fengin til að rannsaka það. Fögnuður demókrata var mikill. Á fimmtudag skil- aði FBI skýrslunni og sagði þar að ekkert og engin vitni sem nefnd hefðu verið til sögu ýttu undir þessar sögusagnir. Demókratar sem fagnað höfðu aðkomu FBI sögðu nú að þarna væri augljóslega um samsæri að ræða. Líka hægt að stela því sem er án kennitölu En eins og áður sagði, þá er vafalítið að „hreyfingin“ eða fyrirbærið Me Too var þarft mjög og opnaði augu margra fyrir óhugnanlegum vanda. Það er flóknara en ella að taka yfir „hreyfingu“ sem er með öllu óformbundin, öfugt til dæmis við Neytendasamtökin sem reglubundið er reynt að stela. En það breytir ekki því, að þeir sem reynt hafa að taka yfir og eigna sér Me Too og náð nokkrum ár- angri eru nú komnir áleiðis með að eyðileggja fyrir- bærið og er það mikill skaði. Þeir sem halda því fram að ásakanir einar, þótt í litlu séu studdar eða alls engu, skuli vera nægjan- legar til sakfellingar og eyðileggingar lífs þeirra ásökuðu og annarra eru komnir út á mjög hættulega braut. Úr sögu mannkyns og einnig sögu Íslands eru til vitnisburðir um svipuð sjónarmið, um að þeir sem sættu ákæru eða ásökunum væri gert að sanna sak- leysi sitt. Þeir tímar eru jafnan taldir til hinna myrkustu í sögu lands og mannkyns. Morgunblaðið/RAX 7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.