Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 25
brjálaða álagningu,“ segir hann og
ítrekar að þeir leggi mikið upp úr því
að hafa réttina vandaða úr úrvals
hráefnum. Til þess að ná því fram er
ekki alltaf farin stysta leiðin. „Við
bökum brauðin í hamborgarana og
eldum kartöflurnar, sem koma frá
Þykkvabæ, í sterku kryddsoði og
handrífum þær síðan. Við erum oft
spurðir hvort við viljum ekki finna
aðra lausn á þessu með kartöflurnar
og skera þær niður og gera þetta
fljótlegra í undirbúningi,“ segir
Knútur og er svar þeirra nei. Hann
segir að með því að rífa kartöflurnar
verði þær stökkari því sárið sé
hrjúft.
„Fólk finnur alveg muninn. Ís-
lendingar eru miklir matgæðingar.“
Þetta eru í raun þrír staðir í
Tryggvagötu. „Okkur langaði að búa
til svona smá matartorgsstemningu
og það er skemmtileg stemning sem
myndast þegar fólk er að fá sér
kokkteila á barnum, einn er að borða
hamborgara og svo eru aðrir sem
eru að fá sér beyglu og kaffi á næsta
borði.“
Þeir sjá líka um morgunmatinn á
hótelinu. „Við einblínum á að vera
með stórt, kalt áleggs- og grænmet-
ishlaðborð með öllu tilheyrandi. Og í
stað þess að vera með hrærð egg í
einhverju hitabaði sem verða fljótt
vond þá er hægt að panta heita rétti
eins og steikta blóðmör, með spældu
eggi, sveppum og byggi,“ segir hann
en brönsseðillinn er alla virka daga
til 10 og til kl. 15 um helgar.
Kokkahúmorinn kominn
fram í sal
Hér fyrir ofan gefur Knútur upp-
skrift að fiski og frönskum sem á
matseðli heitir „Long time no sea“.
Hann valdi þennan rétt því fólk hef-
ur verið að spyrja mikið um hann og
hann hefur verið vinsæll að undan-
förnu. „Við prófuðum nokkrar út-
færslur og eru sáttir með þessa.“
Ljósmyndari blaðsins myndaði
líka hamborgarann „Tilboð framtíð-
arinnar“ sem er með grísku kartöfl-
unum þeirra en sá borgari var valinn
bestur árið 2018 af Grapevine, og
kóreska kjúklingavængi, „Korean
Fire Chicken“ eða KFC.
Það er heilmikill húmor í nafngift-
inni. „Já algjörlega. Við erum búnir
að vera með það takmark frá upp-
hafi að hafa réttina fyndna og viljum
fá smá bros þegar fólk les matseðil-
inn og jafnvel smá hlátur. Það verð-
ur að taka alvarleikann aðeins útúr
þessu. Við erum svolítið að koma
með kokkahúmorinn sem er inni í
eldhúsum. Við erum vanir að vinna
inni í lokuðum eldhúsum með fjórum
fullvöxnum karlmönnum og þá verð-
ur húmorinn svolítið grillaður og
svartur. Það er um að gera að koma
þessu fram í sal og persónugera
staðinn svolítið.“
Morgunblaðið/Hari
7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Fyrir tvo
TEMPURA-BLANDA
160 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
300 ml Bríó-bjór (einnig hægt að
nota sódavatn )
½ tsk. salt
½ tsk. cayenne-pipar
½ tsk. paprikuduft
Blandið þurrefnunum saman,
hellið bjórnum saman við og
hrærið með písk.
ÞORSKUR
300 g þorskur, skammtið í 75 g
steikur
50 g salt
50 g púðursykur
Grafið fiskinn í salti og púður-
sykri í 12 mín. Skolið og þerrið.
Hellið 2 l af repjuolíu í pott og
hitið upp í 175 °C.
Veltið fisknum upp úr deiginu
og látið síðan síga hægt ofan í ol-
íuna, passið að fiskurinn festist
ekki við botninn á pottinum.
FRANSKAR
200 g gullauga-kartöflur
1,5 l vatn
1 hvítur laukur
60 g salt
lúka af fersku timjan
5 kramdir hvítlauksgeirar
10 piparkorn
Skerið laukinn í helming, af-
hýðið og ristið á sárinu í pönnu
eða á grilli í 5-8 mín.
Blandið öllu saman í pott og
eldið kartöflurnar í gegn.
Sigtið vatnið frá og kælið
kartöflurnar í kæli.
Rífið síðan kartöflurnar í
helming með hýðinu á og djúp-
steikið í sömu olíu og þið steikið
fiskinn í.
TARTARSÓSA
50 g majones
1 lítill laukur, saxaður
1 msk. capers
1 tómatur, saxaður
1 msk. steinselja, söxuð smátt
safi úr sítrónu
Öllu blandað saman og kælt.
Fiskur og franskar
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Kóreskir
kjúklinga-
vængir.
Ostborgarinn þeirra borinn
fram með grískum kartöflum.