Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 35
7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA Í SEPTEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Verstu börn í heimi 2David Walliams
2 Þín eigin saga 1: BúkollaÆvar Þór Benediktsson
3 Þín eigin saga 2: Börn LokaÆvar Þór Benediktsson
4 Mandala – töfrandi tákn-myndir
5 Óboðinn gestur Shari Lapena
6 FórnarmýrinSusanne Jansson
7 MúmíuráðgátanMartin Widmark / Helena Willis
8
Sumar í Litla bakaríinu
við Strandgötu
Jenny Colgan
9
Korkusögur
Ásrún Magnúsdóttir /
Sigríður Magnúsdóttir
10 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell
11
Skiptidagar – nesti handa
nýrri kynslóð
Guðrún Nordal
12
Nú brosir nóttin
– æviminningar Guð-
mundar Einarssonar
Theodór Gunnlaugsson
13 Binna B. Bjarna: Djúpa lauginSally Rippin
14 Heilabilun á mannamáliHanna Lára Steinsson
15
Ofurhetjuvíddin:
bernskubrek Ævars
vísindamanns
Ævar Þór Benediktsson
16 Slímbók Sprengju-Kötu Katrín Lilja Sigurðardóttir
17 Heyrðu Jónsi! ReiðtúrinnSally Rippin
18 Borðaðu froskinn!Brian Tracy
19 Stúlkan með snjóinn í hárinuNinni Schulman
20 Soralegi Havana-þríleikurinnPedro Juan Gutiérrez
Allar bækur
Í sumar las ég bókina HHhH loks-
ins en hún hafði verið á listanum
hjá mér í allt of langan tíma.
Skemmst er að
segja frá því að langt
er síðan ég varð jafn
uppnumin við lestur
en vissulega hefði ég
getað valið betri
stað til lesturs bók-
ar sem fjallar um
helsta skipuleggjanda og hug-
myndasmið helfararinnar en sól-
arströnd, umkringd þýskum túr-
istum. Bókin kom út 2010 og var
frumraun franska höfundarins
Laurent Binet. Sigurður Pálsson
heitinn þýddi bókina
svo afbragðs vel.
Frásagnarhátturinn
er mjög sérstakur
og dregur vel fram
þætti sem hrein
skáldsaga og hefð-
bundin sagnfræði
hefðu ekki getað
gert skil. Þetta er eitt áhugaverð-
asta verk sem ég hef lesið um
þetta tímabil. Ef ég má sletta lýsi
ég henni sem „mind blowing“.
Ég les sjaldan spennusögur en
verð að nefna bókina Hinir rétt-
látu eftir Sólveigu Pálsdóttur, ég
kepti hana fyrir nokkrum árum en
las einhverra hluta vegna ekki fyrr
en um daginn. Hún er æði.
ÉG ER AÐ LESA
Karen
Kjartansdóttir
Karen Kjartansdóttir er fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Þó bækurnar hennar Guðrúnarséu orðnar allmargar, frum-samdar ljóðabækur og barna-
bækur og vísnasöfn, byrjaði hún
seint að yrkja. „Ég hugsa að ég hafi
verið með seinni skipunum. Mér
finnst stundum að einhver óþekktur
sé í því að forgangsraða mínum verk-
efnum. Sennileg samsæriskenning!
Gömlu barnavísurnar urðu að
þremur bókum og það tók mig lang-
an tíma að vinna þær því þetta var
vandmeðfarið efni; lítt kunnar vísur
sem ég myndskreytti sjálf. Ég hafði
alltaf teiknað þó ég hafi ekkert lært
til þess en byrjaði seint að mynd-
skreyta. Það var allt í einu kominn
tími á það og það hefði ekki verið
nokkur lífsins leið fyrir mig að
breyta neinu um hvernig það kom út.
Þarna var hin alræmda undirvitund
að verki, ég var einhvern veginn búin
að hugsa þetta út í laumi. Nokkrar
barnabækur fylgdu síðan í þessu
myndskreytikasti, einar sjö eða átta.
Svo tóku ljóðin við.“
Þú byrjar útgáfuferil þinn með því
að safna saman barnaljóðum og vís-
um og byrjar bókina Þessa heims
einmitt með ljóði eftir ónefnt barn:
„dúfan dró djúpt andann / og datt
niður stigann.“
„Ég held að flest fólk sé að vinna
úr sínum bernskufarmi alla ævi. Ég
hef verið óskaplega höll undir kveð-
skap, einkum gamlan, frá því ég man
eftir mér. Eða kannski bara af því að
það var fyrsti kveðskapur sem ég
hafði kynni af. Ég átti að gamla
frænku sem ég sótti mikið til. Hún
kunni ósköpin öll af þulum og vísum,
og svo var því reyndar farið um fleiri
í nánasta umhverfi mínu.“
— Samt skrifar þú órímað?
„Ég gæti líkast til hnoðað saman
rími ef ég ætti að vinna mér það til
lífs, en ég er hrædd um að það yrði
ekki beysið. En kannski síast slitur
af þessu gamla formi inn ósjálfrátt,
eins og með osmósu, og skilar sér í
einhverju, ef vel tekst til. En ég
hugsa lítið um atriði eins og hljóm-
fall, rím, stuðla eða höfuðstafi, finnst
það aukaatriði borið saman við
kjarna hugsunarinnar.
Við þurfum ekki að fara langt í
okkar sögu til að sjá hve dásamlega
Íslendingar voru handgengnir þess-
ari aðferð, þvílíkt ógrynni af ljóðum
og vísum er hér til. Þar hjálpaði auð-
vitað rímið (og fásinnið!) minninu.
Ungir, gamlir, þjóðskáld og leir-
skáld, lifandi og dauðir ortu, ég man
jafnvel eftir vísu eftir nýfætt barn
sem verið var að bera út!
Það er auðvitað misjafnt hve
þungt mönnunum lágu hlutirnir á
hjarta og hve vel þeim tókst að færa
þá í búning sem náði til annarra. En
nú eru tímar okkar tvístraðir og ég
er svolítið smeyk um að þessi dýr-
mæti tjáningarmáti, rímuð ljóð eða
órímuð, heyri bráðum sögunni til. Að
aðferðir til skilnings verði allt aðrar í
framtíðinni. Með hraða nútímans og
ofsafenginni tækniþróun er hætt við
að við missum hæfileikann til að um-
gangast orð af virðingu og ná-
kvæmni. Orð eru dýrmæt, þau hafa
ferðast milli alda og menningar-
heima og bera með sér dýrmætan
farangur. Svo það yrði mikill skaði ef
hæfileikinn til að nota þau storknaði í
einhverju vélrænu fari. Þá mega nú
hlutir eins og rím, stuðlar og höfuð-
stafir liggja á milli hluta.“
— Ljóð eins og „Söngtré“ og
„Bær“ skera sig nokkuð úr forminu,
nálgast örsögur. Ertu að þreifa fyrir
þér í lengri skáldskap?
„Þó flest ljóð mín séu í styttri
kantinum hef ég áður skrifað lengri
ljóð inn á milli. Það er tilfinningin
fyrir efninu sem þarf að tjá sem ræð-
ur og glíman við knappt form finnst
mér rosalega skemmtileg. Það er
hugsanlegt að mér eigi eftir að liggja
svo mikið á hjarta að úr því verði
smásaga, jafnvel skáldsaga. Enginn
veit sína ævina.“
— Mér finnst tregaskotinn and-
blær í sumum ljóðanna, til að mynda
ljóðunum „Stigi“ og „Einu sinni
enn“.
„Það er áreiðanlega rétt hjá þér.
Það fer ekki hjá því að maður fái svo-
lítið víðara sjónarhorn á tilveruna
eftir því sem líður á ævina. Sér-
staklega þegar maður „neyðist“ til
að skoða hana frá hinum endanum!
En það er líka skemmtilegt finnst
mér. En kallar á meiri þögn og grufl
út í landamæri þessa heims. Sem eru
sem betur fer ljúflega óræð.“
Þú nefndir það að flestir væru að
vinna úr sínum bernskufarmi. Á það
ekki við um ljóð eins og „Blóm“: „ég
ætla bara að staldra við / örstutta
stund // hjá blómunum / sem ég
kyssti barn“?
„Jú. Það eru fleiri ljóð í þessari
bók byggð á bernskuminningum.
Það opnar stundum augu manns að
mæta sjálfum sér sem barni. Þetta
ljóðavafstur mitt er eins og hjá flest-
um, fyrst og fremst tilraun til að
skilja sjálfa mig og heiminn. Hver
hefur sinn hátt á því, en þráin er
söm.
Ljóðagerð er mín aðferð til að lýsa
upp orðin, hægja á tímanum og
tengjast öðru fólki í gegnum þennan
elskulega þögla miðil, bókina. Ég hef
alltaf haft unun af tungumálinu sem
slíku og fundist það opna mér sem
einstaklingi óravíddir. Manneskjan
er aldrei fullgerð eins og segir í
frægu ljóði eftir sænska skáldið
Tomas Tranströmer. Inni í manni
opnast margar hvelfingar, ein af
annarri, endalaust, þannig á það að
vera.
Þegar ég skoða ljóðabækurnar
mínar sjö virðist mér grunntónninn í
þeim öllum vera sá sami og oft
bregður fyrir sömu viðfangs- eða
umhugsunarefnum. Ég fer mér hægt
og feta mína eigin slóð. Þetta má
auðvitað kalla skort á sjálfsgagnrýni
en svona er hinn íslenski vettvangur
enn, sem betur fer. Það er enn ekki
búið að mylja úr fólki kjarkinn til að
tjá sig, margir telja sig kallaða á
vettvang og syngja þar bara með
eigin nefi hinir ánægðustu.
Síðustu tvær bækur mínar hafa
kannski verið dálítið þöglari eða
hljóðlátari en þær fyrri en ég held
það sé bara laumulegt tilhlaup í þá
næstu, sem verður kannski annars
eðlis og háværari.“
Unnið úr bernskufarmi
Fyrsta bók Guðrúnar Hannesdóttur, Gamlar vísur handa nýjum börnum,
kom út 1994 og hafði að geyma myndskreyttar vísur fyrir börn. Fleiri slíkar
komu frá henni, en svo fór hún að yrkja sjálf: fyrsta ljóðabókin, Fléttur, kom
út 2007. Fyrir stuttu kom svo út sjöunda ljóðabókin sem heitir Þessa heims.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Guðrún Hannesdóttir gaf nýverið út sjöundu ljóðabók sína.
Ljósmynd/Magnús Karel Hannesson