Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018 HEILSA Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 88,2 kg 87,1 kg Upphaf: Vika 3: Vika 4: 39.658 26.761 11.697 13.749 3 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 21,1% Kolvetni 43,3% Fita 35,6% Nú eru liðnar nokkrar vikur frá því aðátakið hófst. Í öðrum pistlinum semég birti hér á þessum vettvangi í tengslum við það, 15. september síðastliðinn, gerði ég að umtalsefni snjallforritið MyFitnes- sPal, sem ég hef síðan vitnað til sem Æfinga- félagans. Ekkert í þessum skrifum öllum hefur kveikt jafn mikinn áhuga og þetta forrit hjá því fólki sem ég hef tekið tali síðustu vikurnar. Alloft hefur fólk beðið um aðstoð við að finna forritið og hlaða því niður á símann og þá hefur verið auðvelt og auðsótt að taka örstutta kennslustund um það sem mikilvægt er að kunna skil á við notkun þess. En í spjalli mínu við fólk um þetta forrit hef ég rekist á marga sem einhvern tíma hafa not- að það en gera það ekki lengur, eða fólk sem hefur notað það með hléum – og þá vænt- anlega takmörkuðum árangri. En forritið virkar. Í bland við þokkalega ástundun í ræktinni heldur kílóunum áfram að fækka og þau reyndust fara niður um eitt slíkt í liðinni viku. En það er ekki bara vigtin sem nýtur góðs af minna hlassi á hverjum morgni. Það að halda sig við forritið, færa inn í það samviskusamlega, gerir manni einnig betur kleift að meta yfir daginn hvað maður setur of- an í sig. Hvað eru 10 kg í hitaeiningum talið? Líkt og ég hef áður nefnt á þessum vettvangi er yfirmarkmið sex mánaða átaksins að losna við 10 kíló. Það eru 10,7% af þyngd minni í upphafi átaksins. En hvað eru þessi 10 kg í raun? Til að setja það í samhengi við hitaeining- arnar sem Æfingafélaginn heldur bókhald um inniheldur 1 kíló af hreinni fitu um 7.700 hita- einingar. Sá sem vill losna við 10 kíló af fitu þarf því í raun að brenna 77 þúsund hitaein- ingum meira en hann innbyrðir yfir tiltekið tímabil. Í mínu tilviki á 6 mánuðum. Matvaran í samhengi við líkamsfitu Sé dæmi tekið af nokkrum matvöruflokkum þá eru 738 hitaeiningar í hverjum 100 g af ís- lensku smjöri. Það skýrist af því að varan er 82% fita. Í 100 g af nautahakki (12-20% feitu) eru u.þ.b. 199 hitaeiningar. Að losna við eitt kg af fitu jafngildir því að brenna orku sem finna má í ríflega 1 kg af smjöri og 3,9 kg af nauta- hakki. En matvara er svo ótrúlega mis- hitaeiningarík. Hvað þyrfti t.d. mörg kíló af bláberjaskyri frá Ísey til að fylla hitaeininga- fjöldann í einu kg af fitu? Samkvæmt inni- haldslýsingu eru 87 hitaeiningar í hverjum 100 g af þessu skyri. Að losna við 1 kg af fitu af lík- amanum jafngildir því að missa 8,9 kg af blá- berjaskyri. Einhverjum kann að finnast þessi útreikn- ingur ruglingslegur eða fráleitur. Ekki hef ég rætt þessa nálgun við næringarfræðinga. En þetta hjálpar mér við að meta ólíkar matar- tegundir sem ég læt ofan í mig og hvernig neysla þeirra samrýmist því markmiði að brenna 10 kg af fitu af líkamanum. Sett í samhengi við æfingar Eitt er að telja hitaeiningarnar sem maður set- ur ofan í sig en annað er að hafa áhrif á brennslu þeirra. Það er hægur leikur að missa þyngd með skipulegu mataræði og af reynsl- unni síðustu vikur hef ég fengið það staðfest að þar liggur hundurinn fyrst og fremst grafinn. Því ferli má hins vegar hraða með aukinni hreyfingu auk þess sem hún eflir andlegan þrótt og frískar mann við. Samkvæmt snjallúri sem ég hef komið mér upp (og ég ætla að segja betur frá í næstu viku) næ ég að brenna ríflega 500 hitaein- ingum á lyftingaæfingu hjá Ívari Guðmunds- syni. Hann pískar mig enda óhræddur áfram. Ef ég borðaði nákvæmlega þann fjölda hitaein- inga sem grunnbrennsla mín krefst, þ.e. um 2.400 hitaeiningar á dag, þyrfti ég því að taka að minnsta kosti 15-16 slíkar æfingar til að brenna einu kg af fitu. En svo eru aðrar æfingar sem vega þungt í bókhaldinu. Ég er farinn að ná klukkustund á stigvélinni í World Class. Þokkalega nákvæm- ar mælingar segja mér að þar brenni ég 1.000 hitaeiningum. Átta skipti í þeim átökum skila mér því ríflega kílói niður að öllu öðru óbreyttu. Þetta eru 77.000 hitaeiningar! Þegar unnið er á þyngdinni eða jafnvægis leitað í þeim efnum snýst það einfaldlega um bókhald. Hversu mikla orku tekur líkaminn upp og hversu mikla orku þarf hann til starfseminnar. Að læra á þetta bókhald er ekki síður mikilvægt en að ná tökum á heimilisbókhaldinu. Það krefst ákveðinnar þjálfunar að læra inn á ólíka fæðuflokka og hvaða orku þeir hafa að geyma. Það er hins vegar mikilvæg þjálfun og getur haft mikil áhrif á hvort árangur náist eða ekki. Morgunblaðið/Hari Stundum er haft í flimtingum að maðurinn sé að mestu leyti vatn. En það er rétt. Fullvaxin manneskja er um 60% vatn. 90 kg maður geymir því í líkama sínum um 54 lítra af vatni. En líkaminn er einnig fita og enginn getur án hennar verið. Flest erum við þó í þeirri stöðu að eiga fullmiklar aukabirgðir af henni. En líkaminn er ekki aðeins mældur eftir vatnsmagninu. Í upphafi átaksins mældist fitu- prósentan hjá mér 25%. Sú tala gefur til kynna að maður sé ekki í góðum málum (taka verður tillit til að viðmið í þess- um efnum eru önnur hjá konum en körlum). Markmiðið er því án nokkurs vafa að lækka þetta hlutfall en það ætti að nást meðfram því marki að missa 10 kg. Að loknum fjórum vikum í átakinu fékk ég nýja mælingu og nú er þetta hlutfall komið niður í 23% og því ljóst að ég þokast í rétta átt. Í samtölum við þjálf- ara sýnist mér verðugt mark- mið að koma þessu hlutfalli nið- ur í 15% ef þess er einhver kostur. Það mun hins vegar kosta blóð, svita og tár – alla vega svita. Það er óhætt að mæla með því við hvern þann sem hyggst gera bragarbót á sínum málum í þessum efnum að fá mælingu á fituprósentu í upphafi ferlisins. Það er ekki að- eins gert til þess að fá raun- sanna mynd af stöðunni og hvert verkefnið er í raun og veru. Það er líka tækifæri til að sjá árangur – standi maður í stykkinu. Þótt 23% virki ekki mikið minna en 25% þá er það samt enn ein staðfestingin á því að maður sé á réttri braut. RÁÐIST GEGN FITUNNI Maðurinn í prósentum Getty Images/iStockphoto Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.