Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 16
Með fyrstu mótmælunum Það var rólegt yfir hópnum sem mætti á mótmælatónleika Bubba Morthens á Austurvelli í hádeginu 8. október á Austurvelli. Bubbi flutti nýtt lag, Ein stór fjölskylda, sem hann kallaði bjartsýnisóð til þjóðarinnar. Morgunblaðið/Ómar Opið sár Hrunið setti miklar bygg- ingaframkvæmdir í mið- borginni í uppnám, þar á meðal byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins og upp kom umræða um að hreinlega fylla upp í grunn- inn og loka. Í viðtali nokkr- um mánuðum eftir hrun sagði Ólafur Elíasson, sem hannaði glerhjúp suður- hliðar hússins, að það væri raunveruleg hætta á að Ís- land sæti uppi með rúst í miðborginni sem yrði minnisvarði um þá ógæfu sem dunið hefði yfir landið. Söfn og íþróttafélög í vanda Á árunum fyrir hrun höfðu margar menningarstofnanir og íþróttafélög treyst í auknum mæli á stuðning fyrirtækja. Sem dæmi hafði aðal- styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands verið FL Group og Samsung aðalstyrktaraðili Listasafns Íslands. Mörg íþróttafélög gripu til þess ráðs að segja upp erlendum leikmönnum og þjálfurum. Morgunblaðið/RAX Álag á símaverum Mikið álag var á hjálparlínum Rauða krossins og sérstakri upplýsingamiðstöð í utanríkisráðuneytinu en þangað bárust um 200 símtöl á dag fyrstu vikurnar í október. Í alvarlegustu símtölunum til Rauða krossins hafði fólk misst vonina vegna fjármálaástandsins. Morgunblaðið/RAX 10 ÁR FRÁ HRUNI 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.