Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 36
Kvikmyndin Undir halastjörnuverður frumsýnd 12. októbernæstkomandi en hún segir
frá líkfundarmálinu svokallaða. Leik-
stjóri er Ari Alexander Ergis
Magnússon og er þetta fyrsta leikna
kvikmynd hans í fullri lengd en hann
hefur áður gert fjölmargar heim-
ildarmyndir.
Hugmyndin að myndinni kviknaði
út frá raunverulegum atburðum sem
gerðust í Litháen og á Íslandi árið
2004. Hinn 11. febrúar það ár fór kaf-
ari í höfnina í Neskaupstað til að
kanna skemmdir á bryggjumann-
virkjum en fann í staðinn illa leikið lík
sem hafði verið þyngt með keðjum og
kastað í sjóinn.
Lögreglan hóf ítarlega rannsókn og
í ljós kom að líkið væri af 27 ára
Litháa sem kallaður er Mihkel í
myndinni. Böndin bárust fljótt að
smákrimmanum Bóbó, sem var ný-
kominn til bæjarins frá Reykjavík, og
tveimur öðrum sem komið höfðu að
heimsækja hann. Annar þeirra var Jó-
hann en hinn Igor, vinur Mihkels frá
Litháen sem hafði búið nokkur ár á
Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í mynd-
inni er Litháen síðan skipt út fyrir
Eistland til að hlífa fólki sem tengist
sögunni. Með helstu hlutverk fara
Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn
Sigurðarson og Tómas Lemarquis.
Ari er eins og áður segir leikstjóri
myndarinnar en hann er líka hand-
ritshöfundur og framleiðandi. Aðrir
framleiðendur eru Friðrik Þór Frið-
riksson og Kristinn Þórðarson og
Leifur Dagfinnsson hjá Truenorth.
Hefur áhuga á samfélags-
málum
„Ég hef alltaf haft áhuga á sam-
félagsmálum. Ég held að við stöndum
frammi fyrir alvarlegu vandamáli
sem þessir fíknisjúkdómar eru,“ seg-
ir Ari og bætir við að við þurfum að
sporna við þróuninni. „Við verðum að
ná taki á þessu fólki sem er að flytja
inn þessi efni, ekki burðardýrunum,“
segir Ari. Hann hafi ekki lausn á
vandamálinu en takist á við þessa
spurningu í myndinni.
„Þegar allt er komið í steik flýr
einn af gerendunum í málinu at-
veikur og deyja. Þetta var svona
græðgismóment, til að halda partíinu
gangandi,“ segir hann.
„Þessir menn eiga börn og for-
eldra, afa og ömmur, fólk sem þykir
vænt um þá. Ég er ekki að réttlæta
gerðir þeirra en ég er orðinn svo leið-
ur á þessum endalausu sjónvarps-
sakamálaþáttum þar sem rannsókn-
arlögreglumaður sem á í vandræðum
heima fyrir er í aðalhlutverki,“ segir
hann og útskýrir að lögreglumaður-
inn sé oftar en ekki með óvin sem sé
vondur og „pottþétt geðveikur“.
„Þetta er svo mikil klisja og er bara til
að ýta undir fordóma í samfélaginu.“
Hann segir að hvort eð er sé búið
að gera þetta svo vel þannig að hann
þurfi ekki að leika það eftir og rifjar
upp að hann hafi á sínum tíma haldið
mikið upp á Derrick og Colombo.
Undir halastjörnu er vissulega
hreinræktuð spennumynd en Ari vill
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halastjarna boðar ógæfu
Leikstjórinn Ari Alexander Ergis Magnússon segist hafa tekið nokkra gúlsopa af lífinu sjálfur og fengið loftsteina í hausinn en
hann forðast ekki að takast á við erfið mál í verkum sínum. Hann frumsýnir nú fyrstu leiknu mynd sína, Undir halastjörnu, sem
segir frá líkfundarmálinu svokallaða.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Kvikmyndir eru svo flottur
miðill sem er hægt að nota
til að hjálpa samfélaginu og
spyrja spurninga,“ segir Ari
Alexander m.a. í viðtalinu.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.10. 2018
LESBÓK
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Gyða Valtýsdóttir semur tón-
listina við myndina. „Hún er
rammgöldrótt,“ segir Ari, en í
fyrstu átti annað tónskáld að
sjá um tónlistina. „Ég er búinn
að þekkja verk hennar lengi og
datt inn á tónleika með Gyðu í
Mengi stuttu fyrir tökur. Ég var
ekki að leita að öðru tónskáldi
en þarna heyrði ég akkúrat tón-
inn sem ég vildi fá,“ segir Ari,
sem spáir mikið í tónlist. Hann hefur gert heim-
ildarmyndir um tónlist; Gargandi snilld, sem kom
út árið 2005 og fjallar um tónlistarsenuna í land-
inu, auk heimildarmynda um Jórunni Viðar tón-
skáld og Magnús Blöndal Jóhannsson, fyrsta raf-
tónskáld Íslendinga.
Tónlistin stærsti galdurinn
„Ég hef verið mjög upptekinn af tónlist, kannski
af því að ég var ekki nógu góður sjálfur,“ segir
Ari, sem var sendur í tónlistarnám sem barn.
„Af öllum listgreinum finnst mér tónlistin vera
stærsti galdurinn.“
Smekkleysa gefur út tónlistina samhliða frum-
sýningu myndarinnar.
Rammgöldrótt Gyða
Gyða
Valtýsdóttir
og af hverju lendir það í þessum að-
stæðum? Í þessu tiltekna máli er aug-
ljóst að þeir ætluðu sér ekki að sitja
uppi með mann sem myndi verða fár-
„Ég hef kynnst ýmsu fólki í gegn-
um árin. Sannarlega þekki ég fólk
sem samfélagið myndi segja vafa-
samt. En af hverju er það vafasamt
burðarásina og fer heim til mömmu
sinnar. Þetta fannst mér mjög
mennskt. Þá kviknaði þessi áhugi hjá
mér á málinu,“ segir hann.