Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Side 17
Ekki góðæri á landsbyggðinni
„Þið getið leitað ráða hjá okkur, við höfum búið við kreppu í tíu ár, stöndum
enn sæmilega upprétt og getum brosað,“ sagði Úlfar Ágústsson þegar Morg-
unblaðið heimsótti hann og félaga hans á kaffistofu Vélsmiðju Ísafjarðar. Frá
landsbyggðinni heyrðust víða raddir fólks sem sagði góðærið aldrei hafa náð til
landsbyggðarinnar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lifandi, áþreifanleg hlutabréf
„Góður hestur er góð fjárfesting og miklu skynsamlegri heldur en hlutabréf-
in. Hesturinn er alltaf til staðar en hitt er horfið,“ sagði Gunnar Arnarson
hestamaður. Áhugi erlendis frá var einnig mikill þar sem menn sáu sér hag í
að kaupa dýran hest hér á landi í ljósi gengis íslensku krónunnar.
Hópknús
Mikið mæddi á
bankastarfs-
mönnum, sem og
flestum lands-
mönnum, þær vik-
ur og mánuði sem
í hönd fóru. Um
miðjan október
áttu starfsmenn
Glitnis sam-
verustund á bíla-
planinu við Kirkju-
sand.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vildu
staðgreiðslu
Íslensk innflutnings-
fyrirtæki lentu mörg
hver í því að vera
beðin um að stað-
greiða vörur frá er-
lendum birgjum.
Þrátt fyrir heims-
endatilfinningu og
hamstur sagði fram-
kvæmdastjóri Félags
íslenskra stórkaup-
manna að innflutn-
ingur væri ekki í
hættu og skemmur
heildsala voru fullar
af vörum um miðjan
október.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gömul
búhyggindi
rifjuð upp
Helga Árnadóttir,
fyrrverandi heim-
ilisfræðikennari,
kallaði dætur sín-
ar og ömmustelp-
ur saman eitt
kvöldið til að
kenna þeim að
baka hollt brauð í
kreppunni og að
stoppa í sokka.
Nýtnin
í fyrirrúmi
Stoppa átti í sokka,
prjóna leppa, tína ber
og frysta mat. Helga
sýndi dætrum sínum
hvernig átti að gera
þetta. Sala hannyrða-
bóka jókst um 600%
á einu ári eftir hrun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjóðinni þjappað saman
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu ýmsa vinnustaði á haustmánuðum til að sýna fólki samhug í
þrengingunum og um miðjan október komu þau við á Múlalundi.
Straumur atvinnulausra
lá í skólana
Mönnun leik- og grunnskóla gekk betur en
mörg undanfarin ár í október 2008. Staðan
hafði verið slæm undir lok september en
snarbreyttist á nokkrum vikum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Golli
7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17