Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2018, Blaðsíða 27
7.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
hendurnar fyrsta eintakið af nýrri,
hnausþykkri, 1.152 síðna ævisögu
Winstons Churchills, sem hann hef-
ur ritað. Ræddi hann við ferðahóp-
inn um bókina og viðfangsefnið,
stiklaði á stóru um þær nýju upp-
lýsingar sem bókin hefur að geyma
og hvatti svo hópinn til að kaupa
sem flest eintök af bókinni. Ekki
stóð á viðbrögðum og áritaði hann
hvert eintakið á fætur öðru. Frá því
að hópurinn kom aftur heim hafa í
bresku pressunni birst ritdómar,
hver á fætur öðrum, sem bera mik-
ið lof á verkið.
Hittum Randolph
Churchill
Á lokadegi ferðarinnar hélt hópur-
inn suður til Kent en þar er að
finna herragarðinn Chartwell.
Churchill keypti húsið og landar-
eignina í kring árið 1922 og hélt þar
umsvifamikið heimili áratugina á
eftir. Þar dvaldi hann löngum
stundum og sagði eitt sinn: „Dagur
frá Chartwell er dagur farinn í
súginn.“
Það er einstaklega fallegt hús,
sem heiðrar minningu Winstons og
Clementine. Þar getur m.a. að líta
vinnustofu karlsins og skrifstofu.
Þar sat hann löngum stundum og
málaði en í húsinu vann hann einnig
að mörgum ritverkum sínum sem
öfluðu honum nóbelsverðlauna í
bókmenntum árið 1953.
Í Chartwell heiðraði Randolph
Churchill, langafabarn Winstons,
okkur með nærveru sinni. Ávarpaði
hann hópinn og tók við gjöf frá ein-
um ferðafélaganna sem var ljós-
mynd sem sýnir Churchill á skips-
fjöl í Reykjavíkurhöfn. Þakkaði
hann gjöfina mjög. Randolph býr í
nágrenni Chartwell. Hann ber
sterkan svip af hinum fræga for-
föður sínum.
Undir kvöld á sunnudegi hélt
hópurinn heim á leið, margs fróðari
um sögu Churchills og var það ein-
róma álit fólks að heimsókn til
Blenheim, í neðanjarðarbyrgin und-
ir Westministers og til Chartwell
hefði aukið enn áhuga fólks á mann-
inum og þeirri sögu sem hann átti
svo ríkan þátt í að móta.
Það er einstakt að komast í tæri við staðinn þaðan sem Churchill stýrði Bret-
um gegnum stríðið til sigurs. Margar örlagaríkar ákvarðanir voru teknar þar.
Skrifstofa Churchills í Chartwell. Á veggnum er málverk af Blenheim-höll. Þar fyrir innan var svefnherbergi hans.
Andrew Roberts hefur sent frá sér nýja og stórmerka ævisögu um Churchill.
Lafði Jane Williams fyrir miðri mynd ásamt ferðahópnum. Hún var einkaritari
Churchills 1949-1955. Sonur hennar er Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg.
Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er
þrifinn að innan sem utan,
allt eftir þínum þörfum.
Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Bónstöð opin virka daga frá 8-19,
Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll)
Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700