Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Blaðsíða 27
Á veitingastaðnum Olde Hansa er þjónustu- fólk klætt samkvæmt fatatísku gullaldar Hansakaupmanna á fimmtándu öld. dýr sem renna má niður með heima- gerðu hunangsöli. Undirritaður var þó ekki hugaðri en svo að hann fékk sér Himalaya-lambasteik sem reynd- ist afar ljúffeng. Almennt má segja að matsölustaðir séu mjög góðir í Tall- inn. Verðlag á þessum slóðum er svipað og víða í Vestur-Evrópu. Vilji menn hlífa pyngjunni er betra að fara aðeins fjær ráðhústorginu. Langagata og Toompea Langagata eða Pikk Jalg er ein helsta gatan í miðbænum. Þar eru veitingahús, verslanir, söfn og gisti- hús ásamt hinu virðulega kaffihúsi Maiasmokk sem hefur verið starf- rækt á sama stað síðan 1864. Innrétt- ingar á fyrstu hæðinni hafa að mestu verið óbreyttar í um 100 ár. Þegar inn er komið eru til sýnis og sölu snotur marsipandýr í gjafaumbúðum. Fjölbreytt úrval er af kökum og kon- fekti með kaffinu. Uppi á annarri hæð er tveggja manna borð með skemmti- legu útsýni yfir Pikk-stræti sem ligg- ur upp á kastalahæðina Toompea. Þegar þangað er komið blasir við hin skrautlega rússneska Alexander Nevsky-rétttrúnaðarkirkja, en rúm- lega þriðjungur borgarbúa er rúss- neskumælandi. Hún var reist kring- um árið 1900 til að leggja áherslu á vald keisaradæmisins yfir landinu. Í hverfinu eru ýmsar fleiri stjórn- arbyggingar ásamt nokkrum sendi- ráðum. Á hæðinni eru frábærir út- sýnisstaðir, sérlega hentugir fyrir þá sem ekki hafa heilsu til að klifra upp í kirkjuturna. Frá útsýnispallinum við Patkuli vaateplats er frábært útsýni til norðurs yfir borgina, þar sem virkisturnarnir njóta sín vel. Bak við pallinn er stórglæsileg verslun með óvenju fjölbreyttu úrvali handverks- muna og minjagripa. Útsýnispallur- inn Kohtuotsa út frá Kohtu-götu veit- ir frábært útsýni til austurs yfir borgina. Mjósleginn ráðhústurninn, kirkjuturnarnir og virkisturnarnir innan um rauð tígulsteinsþökin. Í fjarska eru svo háhýsi nýja mið- bæjarins og skemmtiferðaskipin í höfninni. Trúbadúr nokkur af eldri kynslóðinni gerði mikla lukku meðal kínverskra ferðamanna, þegar hann tók nokkra slagara á máli þeirra. Ferðast um borgina Gamli bærinn innan borgarmúra er það lítill að allt er í stuttu göngufæri. Til að kynnast Tallinn er ágætt að koma við á upplýsingamiðstöðinni við Niguliste 2, örskammt frá ráðhús- torginu. Þar er hægt að fá ýmiss kon- ar kort af borginni. Eitt það aðgengi- legasta heitir „Free map made by locals“. Þar eru einnig ágætar upp- lýsingar um ýmsa áhugaverða staði. Ef ætlunin er að fara vítt og breitt um borgina með strætisvögnum og sporvögnum er „Tallinn – Public Transport for visitors“ alveg ómiss- andi. Það sýnir allar strætó- og spor- vagnaleiðir með númerum. Eitt far í strætó kostar 2 evrur hjá bílstjóra. Hægt er að fá Smartcard á blað- sölustöðum og víðar fyrir 2 evrur. Með því er hægt að kaupa innlegg fyrir aðgang í strætisvagna og spor- vagna. 5 dagar kosta 6 evrur, en mánuðurinn 23 evrur. Kortalesari er inni í vögnunum. Þeir sem hyggjast fara víða til að skoða söfnin geta fengið sér „Tallinn Card“ sem fæst í upplýsingamiðstöðinni. Það veitir að- gang í yfir 40 söfn og alla strætis- vagna og sporvagna. Sólarhringskort kostar 24 evrur, en þrír sólarhringar 45 evrur. Undirritaður skellti sér í nokkur strætóferðalög til að skoða byggða- safnið og Kadriorg-skrúðgarðana, en þar er sumarhöll Rússakeisara, sem Pétur mikli lét reisa skömmu eftir að hann lagði landið undir sig árið 1810. Höllin er nú deild i listasafni eist- neska ríkisins, helguð verkum eldri meistara. Skammt þar frá er lista- safnið KUMU sem vígt var árið 2006 og sýnir listaverk frá nítjándu öld fram til dagsins í dag. Í Kadriorg- garðinum má svo finna lítið barnvænt tívolí. Danska þjóðsagan Á þrettándu öld stóð yfir mikið átak að kristna þjóðirnar við austanvert Eystrasalt. Á þeim tíma þótti sverðið henta best til kristniboðs. Sagan seg- ir að sumarið 1219 hafi Danir háð mikla orrustu við heimamenn um hæð eina á norðurströnd Eistlands. Þegar hallaði á Danina opnuðust himnarnir og birtist fáni mikill, rauð- ur með hvítum krossi og sveif til jarð- ar. Danski herinn með Valdimar 2. konung í broddi fylkingar efldist mjög við þessa sýn og náði hæðinni á sitt vald. Fáninn var kallaður Danne- brog og varð þaðan í frá þjóðfáni Danmerkur. Danir komu sér fyrir á hæðinni, reistu kastala og virkismúra utan um þorpið. Heimamenn nefndu hæðina Taani Linn, sem þýðir Dana- virki. Nafnið var síðan stytt í Tallinn. Nokkrum árum síðar hröktu þýsku krossriddararnir Dani frá borginni og í kjölfarið komu Hansakaupmenn sér þægilega fyrir og nefndu þeir borgina Reval, en Eistland ásamt Lettlandi var kallað Livland á þeim tíma sem þýska riddarareglan réð ríkjum. Borgin varð síðan öflug og mikilvæg verslunarborg. Þegar Eist- land fékk sjálfstæði árið 1918 var nafninu borgarinnar aftur breytt í Tallinn. Hægt að bóka sjóferðina á netinu Ferjurnar Victoria og Baltic Queen bjóða upp á 2ja og 4 manna klefa. Baltic Queen er auk þess með fjöl- skylduklefa fyrir allt að átta manns, þar af minnst 2 börn. Ef óskað er eft- ir sjávarsýn gegnum kýrauga þarf að panta klefa í A-flokki, eða A-class cabin. 2ja manna klefarnir eru um 9 fermetrar og kosta frá 110 evrum aðra leiðina, dálítið misjafnt eftir dögum. Hægt er að bóka ferðina ásamt kvöldverðarhlaðborði á þessari síðu: https://www.tallinksilja.com/en/ book-a-cruise. Á Olde Hansa er hægt að fá sér bjarndýrasteik og ýmsa aðra framandi rétti. Rússneska kirkjan Alexander Nevsky á Toompea-hæðinni. Heimamenn eru mishressir með að hafa hana þarna andspænis þinghúsinu. Utan við Coffee Bar 10133 við Suurtüki 2 í útjaðri gamla bæjarins. ’Áhugi flestraferðamanna bein-ist að gamla borgar-hluta Tallinn, sem hefur varðveist vel frá seinni hluta mið- alda. Heillandi er að ganga þar um götur, sem flestar eru stein- lagðar og henta ekki fyrir háa hæla. Á fyrstu hæð Maiasmokk-kaffihússins hafa innréttingar verið að mestu óbreyttar í um hundrað ár. Saumað út undir kirkjuvegg í byggðasafninu. Hópur fjöllistafólks styttir farþegum stundir í sjóferðinni til Tallinn. 21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.