Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Page 35
21.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 10.-16. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 NærbuxnaverksmiðjanArndís Þórarinsdóttir 2 Mín sökClare Mackintosh 3 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell 4 ByltingHörður Torfason 5 Iceland in a BagÝmsir höfundar 6 HeiðurSólveig Jónsdóttir 7 SvikLilja Sigurðardóttir 8 MiðnæturgengiðDavid Walliams 9 LjóðpundariÞórarinn Eldjárn 10 Sagas Of The Icelanders 1 NærbuxnaverksmiðjanArndís Þórarinsdóttir 2 MiðnæturgengiðDavid Walliams 3 LjóðpundariÞórarinn Eldjárn 4 Langelstur í leynifélaginuBergrún Íris Sævarsdóttir 5 DraumurinnHjalti Halldórsson 6 Afi sterki og skrímslinJenný Kolsöe 7 SilfurlykillinnSigrún Eldjárn 8 Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen Finn-Ole Heinrich/ Rán Flygenring 9 Bangsi litli í skóginumBenjamin Chaud 10 Kepler62 – 3: FerðalagiðTimo Parvela Allar bækur Barnabækur Ég var að lesa Villinorn: Eldraun eftir Lenu Kaaberbøl. Rakst á hana í bókabúð og lét það eftir mér að kaupa hana. Mér fannst hún ansi skemmtileg. Hún er ekki frumleg en þetta er svo vel gert og forvitnilegt að ég á eftir að kaupa bók númer tvö. Svo las ég líka Óvelkomna manninn eftir Jónínu Leósdóttur. Mér finnst stundum gott að slappa af með létta krimma, gott að grípa þá og týna sér. Þessi kar- akter sem hún er að skrifa um, Edda í Vesturbænum, er stórfengleg, ég skemmti mér svo vel yfir henni. Ég les eiginlega enga krimma en var óvart að lesa tvo, Jónínu og svo líka Lethal White eftir Robert Galbraith eða J.K. Rowling. Ég er fallin fyrir þessum persónum, Robin og Cormoran. Sumum finnst bókin of löng, en Rowling er svo skemmtilegur penni að ég kvarta ekki yfir því að þetta séu of margar blaðsíður. ÉG VAR AÐ LESA Arndís Þór- arinsdóttir Arndís Þórarinsdóttir er rithöfundur. Hrafnaklukkur heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen og er ellefta frumorta bók hans. Fyrsta bókin, Afturgöngur, kom út árið 1995, en síðast komu út bækurnar Hendur morð- ingjans og Englablóð árið 2016. Kristian hefur einnig verið ötull þýðandi og var til að mynda tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna árið 2007. Ljóð hans hafa líka verið þýdd á fjöl- mörg tungumál, meðal annars albönsku, dönsku, frönsku, spænsku og úkraínsku. Hrafnaklukkur fjallar um mennsku, anda og sjálf og skiptist í þrjá samnefnda kafla. Deus gefur út. Ný glæpasaga Lilju Sigurðardóttur heitir Svik og segir frá Úrsúlu, sem er nýlega flutt til Íslands eftir áralöng störf á hættusvæðum heimsins. Hún er beðin um að taka sæti í ríkis- stjórn landsins sem utanþingsráðherra og hyggst láta til sín taka, en fjölmiðlar og refskák stjórnmálanna þvælast fyrir henni. Við bætist að gamall útigangsmaður eltir hana á röndum og virðist vilja vara hana við yfirvofandi hættu. Þríleikur Lilju, Gildran, Netið og Búrið, kemur um þessar mundir út víða um lönd og Gildran var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins. JPV gefur út. Þriðja bókin í bókaröðinni Smásögur heims- ins, sem hefur að geyma smásögur frá ýmsum löndum, er komin út og ber yfirskriftina Asía og Eyjaálfa. Í bókinni eru sögur eftir Katherine Mansfield, Dazai Osamu, Saadat Hasan Manto, Leylâ Erbil, Peter Carey, Gregorio C. Brillantes, Zakaria Tamer, Atsiri Tammatsjót, Duong Thu Huong, Bisham Sahni, Beth Yahp, Ch’oe Yun, Mo Yan, Hanan al-Shaykh, Bandi, Eka Kurniaw- an, Amos Oz, Fariba Vafi, Mai Al-Nakib og Stephanie Ye. Bjartur gefur út NÝJAR BÆKUR Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlaut íslensku barnabóka-verðlaunin 2015 fyrir sína fyrstu bók, Skuggasögu– Arftakann, sem segir frá ævintýrum Sögu sem berst við ill öfl í álfheimum. Rotturnar heitir ný skáldsaga hennar, sem er einnig ætluð ungmennum, en líka full- orðnum, en nú eru lesendur staddir í nútímanum, eða í það minnsta nútíma sem gæti orðið: Sögupersónurnar eru unglingar sem ráðnir eru nauðugir viljugir í sumarvinnu úti á landi og komast smám saman að því að ekki er allt með felldu. Við sögu koma hátæknileg siðblind líftækni- fyrirtæki, stökkbreyttar svartadauðabakteríur og afkom- endur Hval-Einars Herjólfssonar. Aðspurð hvernig svo snúnar hugmyndir sem lesa má í bókinni rata saman nefnir Ragnheiður tvær uppsprettur: „Þetta hljómar kannski pínu skrýtið en ég bý erlendis og hef einhvern veginn flækst inn í áhugaverðan vinahóp samkynhneigðra karlmanna sem eru allir hámenntaðir doktorar í furðulegum hlutum og í þeim hópi koma fram alls konar furðuleg skemmtilegheit sem maður drekkur í sig. Svo hef ég líka mikinn áhuga á tækni og vísindum, hef mikið pælt í því hvernig faraldrar fara af stað og les mikið um það á netinu og þegar ég datt um þessa svartadauða- stökkbreytingu, CCR5-D32, tók sagan þessa stefnu. Ég las einnig nokkrar fræðibækur um smitsjúkdóma sem yfirsmitsjúkdómalæknir á LSH mælti með fyrir leik- menn,“ segir Ragnheiður og bætir við að stökkbreytingin geri það að verkum að maður verði ónæmur fyrir svarta- dauða en líka fyrir stórubólu, „en stórabóla er ekki mjög spennandi sjúkdómur“, segir hún og hlær. „Svartidauði er skemmtilegra fyrirbæri og því varð hann fyrir valinu, Auk þess sem saga hans á Íslandi er mun áhugaverðari. Svartidauði kemur reglulega upp í heiminum, aðallega á vanþróuðum svæðum, en sjúkdómar eru alltaf að breyta sér, þeir vilja lifa áfram, og þetta gæti svosem gerst allt saman. Smitsjúkdómalæknar og aðrir sem rýna í svona fræði segja að það sé spurning um hvenær svona stór far- aldur gangi yfir en ekki hvort.“ – Þótt sagan sé vissulega ævintýraleg er ekki svo erfitt að trúa því að slíkt og þvílíkt geti gerst. „Ég lagði upp með að maður gæti hugsað með sér eftir lesturinn: Vá, þetta gæti gerst! Það er ekki allt raunhæft í sögunni og ég tek mér bessaleyfi til þess að sveigja ein- hverjar staðreyndir að söguþræðinum en ég geri mitt besta til að reyna að láta þetta allt ganga upp.“ – Bróðir Hilsifjar er tölvuþrjótur og skiptir talsverðu máli í sögunni. Ert þú tölvufróð? „Upp að einhverju marki, ég kann ýmislegt fyrir mér þannig, en þeir sem eru sérfróðir munu hrista hausinn yfir einhverju. Flest af dótinu í sögunni er þó til í alvörunni og byggist á hugmyndum um „the internet of things“ þar sem allt er veftengt. Ég átti samtöl við fólk sem er sérhæft í tölvuöryggismálum sem benti mér á leiðir sem hægt væri að nýta í skáldsögum sem þessari. Þessar leiðir beygði ég svo aðeins og einfaldaði svo þær hentuðu sögunni betur.“ – Tvíleikurinn Skuggasaga var hreinar ævintýrabækur, en Rotturnar eiga rætur í raunveruleikanum. „Ég er á þeim stað akkúrat núna; eftir Skuggasögu langaði mig til að gera eitthvað allt annað.“ Svartidauði snýr aftur Í nýrri skáldsögu Ragnheiðar Eyjólfsdóttur koma fyrir ill líftæknifyrirtæki, hugdjörf ungmenni, tölvuþrjótar og stökkbreyttar bakteríur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ragnheiður Eyjólfsdóttir lagðist í rannsóknir. Morgunblaðið/Eggert Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is Allt til merkingar og pökkunar Úrval varahluta og aukabúnaðar Tækniþjónusta Viðgerðir Viðhald Límmiðar Prentarar Plast Vogir Pökkunarvélar Plöstunarvélar Sorppressur o.fl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.