Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 i 20% af hreinsun á sófaáklæðum og gluggatjöldum til 16. nóvember. STOFNAÐ 1953 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Heitar umræður um fjármál  Áætla 3,6 milljarða króna afgang af borgarsjóði  Sjálfstæðismenn telja skuldaaukningu óhóflega  Oddviti Miðflokksins segir fjármálin á þunnum ís  Með vaðið fyrir neðan sig, segir Viðreisn Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fulltrúar meiri- og minnihluta bit- ust um fjárhagsáætlun fyrir 2019 og fimm ára áætlun fyrir árin 2019- 2023 sem lagðar voru fram á borgarstjórnarfundi í gær. Gerir borgarstjórnarmeirihlutinn ráð fyr- ir 3,6 milljarða króna afgangi borg- arsjóðs á næsta ári. Áætlaður af- gangur af borgarsamstæðunni er 12,8 milljarðar eftir fjármagnsliði. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kom fram að fjárhagur A-hluta borgar- sjóðs væri sterkur og að skuldahlut- fall A-hluta væri langt fyrir neðan viðmið sveitarstjórnarlaga. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áætlun meirihlutans, einkum áætl- aða þróun skulda borgarinnar, fast- eignaskatta og útsvar. Sagði hann skuldir og skuldbindingar borgar- innar aukast um 38 milljarða um- fram fyrri fimm ára áætlun sem gerð var fyrir ári. Vaxtakostnaður hækkaði um tvo milljarða á ári mið- að við síðustu áætlun. Lögðu sjálf- stæðismenn fram tillögu um að hag- rætt yrði í rekstri, svið sameinuð og safnað yrði í varasjóð. Einnig var lögð til lækkun fasteignaskatts og útsvars. Borgin sögð rekin á lántöku Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins, segir fjármál borgarinnar á þunnum ís og að áætlaður afgang- ur sé óásættanlegur. Hún nefnir að til staðar séu óvissuþættir sem hætta geti stafað af. „Það fer til dæmis eftir því hvernig kjaramálin þróast því kjarasamningar eru laus- ir nú um áramótin,“ segir hún og nefnir einnig að í áætluninni sé gert ráð fyrir frekari skuldasöfnun. „Það er verið að taka ný lán. Og að vísu að borga niður önnur lán. Það má með réttu segja að borgin sé rekin á lántöku,“ sagði Vigdís, en útsvars- mál voru einnig rædd á fundinum. „Í Reykjavík eru allar gjaldskrár í hámarki. Það er hvergi verið að slaka á fyrir útsvarsgreiðendur,“ segir hún. Undirbúin fyrir sveiflur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, vísar fullyrðingum um óásættanlegan afgang til föðurhús- anna. Kynntur hafi verið til sög- unnar öryggis- og ábyrgðarsjóður til að bregðast við efnahagssveifl- um. Ýmsum sviðsmyndum hafi enn fremur verið velt upp fyrir næstu fimm ár. „Við erum ánægð með áætlunina, þar eru markmið sem við teljum góð, á borð við sjálfbæran grunn- rekstur, sjálfbæra fjármögnun fjár- festinga, stöðugleika í greiðsluhæfi og fjárhagslegt gegnsæi,“ segir hún. Þórdís Lóa segir það markmið meirihlutans að lækka skuldir. „Við ætlum að lækka þær um átta millj- arða til ársins 2023 en munum líka halda ákveðnum fjárfestingum gangandi,“ segir hún og nefnir sem dæmi uppbyggingu í Úlfarsárdal og íþróttamannvirki í Breiðholti. „Á móti kemur að við hugsum mikið um agaða fjármálastjórn og leggjum til hagræðingarkröfu fyrir árið þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fattað það. Það gerðum við með því að verðbæta ekki annan kostnað og síðan kemur inn þessi fasta hagræðingarkrafa um 1% öll árin.“ Innt eftir viðbrögðum um gagn- rýni á skuldasöfnun borgarinnar segir Þórdís Lóa að til lengri tíma standi til að greiða niður skuldir. „Það er verið að auka skuldir á þessu ári og því næsta af því það er verið að byggja upp og endurfjár- magna Orkuveituna. Síðan förum við í að greiða niður skuldir,“ segir hún. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna fréttar. Vigdís Hauksdóttir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er allt fullt alls staðar, það er ekkert nýtt. Þetta ástand er búið að vara lengi. Það vantar bæði legurými og hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fólk til starfa,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor krabbameinslækninga við lækna- deild Háskóla Íslands og yfirlækn- ir á Landspítalanum, spurður út í stöðu mála. Helgi segir að 10 legurými af 14 séu nýtt á krabbameinsdeild þar sem ekki sé nægur mannskapur til að sinna 14 sjúklingum. Á meðan dvelji krabbameinssjúklingar og aðrir sjúklingar á almennum deildum. „Almenn deild og bráðamóttak- an er það sem bíður sjúklinga sem koma inn með bráðavanda. Skort- ur á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki og úrelt húsnæði hafa háð okkur lengi – það eru ekki nýjar fréttir,“ segir Helgi og bend- ir á að það hefði þurft að taka nýj- an spítala í notkun fyrir að minnsta kosti 10 árum og umræða um byggingu hans hafi staðið frá árinu 1990. 13 ár frá „Símapeningunum“ „Þegar Landspítalinn og Sjúkra- hús Reykjavíkur voru sameinuð fyrir 18 árum var fyrirhugðuð bygging nýs sjúkrahúss hluti af sameiningunni. Það er ótrúlegt að 13 árum eftir að ríkið eyrnamerkti svokallaða „Símapeninga“ til bygg- ingar nýs spítala sé enn verið að ræða byggingu hans. Ísland er eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur byggt nýjan spítala,“ segir Helgi og bætir við að stóra vanda- málið sé að það stefni í hrikalegan skort á hjúkrunarfræðingum. Það geti hugsanlega dregið úr áhuga þeirra sem stunda sérnám erlendis á að koma heim í það umhverfi sem boðið sé upp á og líkur séu á að núverandi ástand vari næstu árin. Ekki hægt að nýta öll laus rými krabbameinsdeildar  Bráðasjúklingar lagðir inn á almennar deildir á LSH Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lýsti í gærkvöldi enn eftir 55 ára karl- manni, Guðmundi Benedikt Bald- vinssyni, en ekk- ert var þá vitað um ferðir hans síðan klukkan 18 á föstudag. Björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu voru boðaðar út seinni part- inn í gær vegna vísbendinga sem lögreglu bárust og er unnið út frá þeim, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Benedikt er sagður vera um 170 til 175 sentimetrar á hæð og er hann talinn vera í svörtum jakka frá Cintamani, bláum galla- buxum og svörtum skóm. Þá er hann sagður vera með svarta húfu á höfði, vera með gráa eða ljósa vinnuhanska og með bakpoka. Mátti í gærkvöldi sjá björgunarmenn leita Guðmundar Benedikts í efri byggðum Reykja- víkur, m.a. við Rauðavatn og í og við Breiðholt og Norðlingaholt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferð- ir hans eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í síma 444-1000. Leitað að Guðmundi Benedikt „Við vildum vekja athygli á örygg- ismálum og ljúka þeirri ferð sem faðir minn fór í en átti ekki aftur- kvæmt úr,“ segir Sigurður Jónas Eggertsson. Í hádeginu í gær tóku nokkrir hjólreiðamenn sig til og fóru sömu leið og Eggert Þorfinns- son hugðist gera hinn 6. nóvember í fyrra. Hann lagði þá upp frá heimili sínu við Kirkjusand en varð fyrir bíl þar skammt frá á Sæbraut. Í gær var hjólað frá Kirkjusandi að Hörpu og til baka en þá leið fór Eggert oft. Aðstæðum á gangbraut- inni þar sem banaslysið varð hefur nú verið breytt og þær gerðar öruggari. „Tillitssemi er einfaldasta leiðin til að auka öryggi allra,“ segir Sig- urður Jónas, sem telur að öryggis- mál eigi að vera efst á blaði þegar umferðarlögum er breytt. Nú standi slíkt fyrir dyrum og þar sé lagt til að hjólreiðamaður sé að jafnaði hægra megin á akrein. Slíkt sé fráleitt, enda skerði það sýni- leika hjólreiðamanna og hvetji til framúraksturs. sbs@mbl.is Luku við hjólaferð Eggerts Morgunblaðið/Hari Vöktu athygli á öryggi hjólreiðamanna við Sæbrautina í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.