Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 11
Morgunblaðið/Eggert
Selfoss Húsið er líklega ónýtt.
Landsréttur felldi í gær úr gildi
gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð
er um aðild að húsbruna á Kirkju-
vegi 18 á Selfossi 31. október síðast-
liðinn. Kemur þetta fram í tilkynn-
ingu sem birt er á heimasíðu
lögreglunnar.
„Í framhaldi af niðurstöðu Lands-
réttar hefur hún nú hafið afplánun
fangelsisvistar sem hún á óafplánaða
vegna eldri dóms,“ segir þar, en kon-
an kærði gæsluvarðhaldsúrskurð til
Landsréttar og skilaði lögreglan á
Suðurlandi rökstuðningi fyrir úr-
skurðinum til dómsins í gær.
Konan var handtekin á vettvangi
brunans samt karlmanni. Var fólkið í
kjölfarið úrskurðað í gæsluvarðhald
á grundvelli rannsóknarhagsmuna
og sætti það einangrun.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði
nýverið í samtali við mbl.is að verið
væri að vinna úr þeim rannsóknar-
gögnum sem aflað var á vettvangi.
Tvennt lést í brunanum.
Konan komin í fangelsi
Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald yfir henni
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20% afslátturaf öllum CHANELvörum
Chanel kynning í
Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ miðvikudag til
föstudags
Gréta Boða kynnir
nýju fallegu jólalitina í
CHANEL
Verið velkomin
Vatnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Innbyggðir
broddar
sólaí
Verð 16.995
Stærðir 36 - 47
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er svo mikil dýpt í þessum ljóð-
um, á við bestu skáld. Svo skrifar
hann svo fallega,“ segir Páll Guð-
mundsson, listamaður í Húsafelli, en
hann hefur samið lög við þrjú kvæði
Þorsteins Jakobssonar, sem gjarnan
var kallaður Steini Hreða, og flutti
þau á panflautu við opnun sýningar í
Reykholti um fullveldisárið 1918.
Saga ársins er meðal annars sögð
með orðum Þorsteins sem skrifaði
mikið, meðal annars handrituð blöð.
Þorsteinn Jakobsson var frændi
Páls, þeir eru báðir afkomendur séra
Snorra Björnssonar í Húsafelli og
Þorsteinn átti lengi lögheimili þar
þótt hann væri vinnumaður víða.
Þorsteinn er Páli hugstæður þótt
hann hafi verið barn að aldri þegar
Þorsteinn dó. „Ég man óljóst eftir
honum en hann var afar góður við
mig. Ég hef málað margar myndir af
honum,“ segir Páll.
Þegar Óskar Guðmundsson, rithöf-
undur og fræðimaður í Reykholti, var
að undirbúa fullveldissýninguna
barst það í tal við Pál að til væru í
handritum kvæði eftir Þorstein. Það
leiddi til þess að Páll fór að semja lög.
„Textinn er svo fallegur að hann leið-
ir mig að lögunum. Ég gat bara ekki
hætt.“
Hann samdi meðal annars lag við
kvæðið Útsýn sem Þorsteinn samdi
þegar hann var á vertíð suður með sjó
vorið 1918. Hann samdi lagið fyrir
panflautu og tvær aðrar skrítnar
flautur en allar hefur hann smíðað
sjálfur úr efnum úr umhverfi sínu.
Þegar til kom reyndist hljómburð-
urinn í hátíðarsal Snorrastofu vera
þannig að panflautan hljómaði best
og flutti hann lögin með henni eftir að
ljóðin voru lesin. Flautuna smíðaði
hann meðal annars úr hundrað ára
stiklum rabarbara og einnig hvannar.
Páll er afar ánægður með sýning-
una í Reykholti, segir að Óskar,
starfsfólk Snorrastofu og þau sem
settu sýninguna upp hafi unnið afrek.
„Það er líka fallegt að heiðra mann
sem vann við að grafa skurði,“ segir
Páll.
Ljósmynd/Gunnlaugur Auðunn Júlíusson
Tónlist Páll flytur lög við ljóð Steina Hreða á rabarbaraflautuna sína.
Lék lög við kvæðin á
eigin rabarbaraflautu
Páll heiðrar minningu frænda síns
Lögreglan á Suðurnesjum hand-
tók í síðustu viku fjóra erlenda
karlmenn sem hafa farið á milli
húsa undanfarna daga til að
bjóða þjónustu við þrif. Að
minnsta kosti einn úr hópnum er
með tengsl við skipulagðan far-
andbrotahóp sem tengist tugum
mála sem varða fjársvik, að því
er segir í tilkynningu frá lögregl-
unni.
Einnig er uppi grunur um að
fjórmenningarnir hafi ekki haft
nægjanlegt fé fyrir uppihaldi
sínu hér á landi. Lögregla tók af
þeim skýrslur og voru þeir síðan
látnir lausir. Þeir eru farnir úr
landi.
Lögreglu höfðu borist tilkynn-
ingar frá íbúum í Reykjanesbæ
um útlendinga sem buðust til að
hreinsa stéttir og sinna öðrum
verkum gegn gjaldi.
Fleiri erlendir hópar hafa einn-
ig boðið þjónustu við þrif, málun
og fleira í umdæminu. Íbúi sem
samdi við þrjá slíka um að þrífa
hjá sér innkeyrsluna fyrir 40 þús-
und krónur var rukkaður um 208
þúsund eftir að verkinu lauk.
Skrifað hafði verið undir samn-
ing með fyrrgreindu upphæðinni
en mennirnir tóku til við að
hrella íbúann, hringja linnulaust í
hann og banka hjá honum til að
fá sitt fram. Á endanum hringdi
íbúinn í lögreglu sem gerði
mönnunum að stöðva áreitið.
Lögreglan ráðleggur fólki að
eiga ekki viðskipti við menn af
„þessu tagi“, eins og fram kemur
í tilkynningu frá lögreglunni.
Handtóku „farandverka-
menn“ á Suðurnesjum
Gul viðvörun er í gildi á landinu til
hádegis í dag, að því er fram kemur
á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Fram til klukkan níu gildir viðvör-
unin um Breiðafjörð og Vestfirði en
á hádegi fellur hún úr gildi fyrir
Vestfirði.
Á Vestfjörðum gengur í norðaust-
anstorm, 18-25 m/s með mjög hvöss-
um vindhviðum. Dálítil slydda eða
snjókoma verður á svæðinu og er
mælst til þess að vegfarendur sýni
aðgát. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir
norðaustan 15-23 m/s og hvassast
verður norðantil með vindhviðum
allt að 35 m/s nyrst. Dálítil slydda
eða snjókoma verður á fjallvegum
og mælist Veðurstofan til þess að
vegfarendur sýni aðgát, einkum þeir
í ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir
vindi.
Lægir með kvöldinu
Að öðru leyti er útlit fyrir aust-
læga átt 5-13 m/s á morgun og rign-
ingu með köflum, einkum á Aust-
fjörðum og Suðausturlandi. Á Vest-
fjörðum er spáð norðaustan 13-20
m/s og slyddu eða rigningu. Í kvöld
verður vindur heldur hægari en yfir
daginn.
Á morgun er útlit fyrir austan 8-
15 m/s og rigningu víða. Úrkomulít-
ið verður á Norðurlandi. Um landið
vestanvert styttir upp annað kvöld
og verður hiti á bilinu 3-8 stig.
Gul viðvörun norðvestantil á landinu