Morgunblaðið - 07.11.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 07.11.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Bók með 33 ljóðum eftir Þórberg Þórðarson rituðum af honum sjálf- um með eigin hendi er meðal verka á netbókauppboði Gallerís Foldar og Bókarinnar á Klapparstíg. Upp- boðið hófst um síðustu helgi og stendur til 24. nóvember. Tvö ljóðanna í bókinni virðast ekki hafa birst áður. Bókin er bundin í skinn og í öskju. Þegar hafa verið boðnar fyrir hana 200 þúsund krónur, en hún gæti farið á mun hærra verði. Bókin er með orðum Þórbergs „ein lítil ljóðasyrpa uppteiknuð handa vini mínum Ársæli Árnasyni, honum til heimulegra umþenkinga, á hvítasunnudag 1921 af Þórbergi Þórðarsyni“. Ársæll var á sinni tíð þjóðkunnur bókbindari og þýðandi skáldverka og rak einnig bókaút- gáfu og bókaverslun í Reykjavík. Hann gaf m.a. út fyrstu verk Hall- dórs Laxness og Davíðs Stef- ánssonar. „Þau eru hvorki ort mér til lofs né frægðar“ Í formála ljóðasyrpunnar segir Þórbergur: „Nöfn hafa kvæði þessi engin, heldur eru þau diktuð og uppteiknuð eftir því sem andinn hef- ir mér inn gefið af mildríkri náð sinni, bæði inni í mínu sólarlitla kamerzi og úti á víðum velli, á því og því augnabliki. Þau eru hvorki ort mér til lofs né frægðar, heldur ber á þau að líta sem valdboð míns skáld- lega harðstjóra, hver eigi hefir vilj- að láta hönd mína aðgerðarlausa á hinum hátíðlegu augnablikum stemminganna, sem yfir mig hafa fallið í svo mörgum situationum míns brogaða lífs.“ Í prentuðu ljóðasafni Þórbergs Eddu sem kom út 1944 er að finna 31 ljóðanna í syrpunni sem Ársæll fékk. Tvö ljóðanna hefur ekki hefur tekist að finna í útgefnum bókum Þórbergs. Auk ljóðasyrpunnar með eigin hendi Þórbergs eru margar bóka hans í frumútgáfum eða eldri út- gáfum á uppboðinu. Ari Gísli Braga- son hjá Bókinni segir að allt séu þetta góð eintök verkanna. Samtals er 100 bækur eftir ýmsa höfunda á uppboðinu og margar í mjög fallegu bandi. Meðal verka í fyrstu útgáfu eru Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar, Stjörnufræði eftir Ursin í þýðingu Jónasar Hall- grímssonar, prentuð í Viðey 1842, með öllum kortum og myndum, Kvæði Eggerts Ólafssonar frá 1832 og Sagan af Niali Þorgeirssyni og sonum hans (Njála) frá 1772 í sam- tíma bandi. Ljóð Þórbergs Þórðarsonar með eigin hendi á uppboði  33 ljóð í bókinni  Talið að tvö þeirra hafi ekki birst áður Þórbergur Auk handritsins eru margar bækur hans á uppboðinu. Ljóðasyrpa Verkið geymir 33 ljóð með eigin hendi Þórbergs. Fágætt Hér sést Betlehemstjarnan eftir Þórberg ritað af honum sjálfum. Beiðni Arctic Fish og Arnarlax um tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi er enn í vinnslu í umhverfisráðuneytinu. Leyfismál fyrirtækjanna vegna eldis í Pat- reks- og Tálknafirði eru því ekki komin í lag þrátt fyrir að sjávar- útvegsráðherra hafi veitt þeim rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfs- og rekstrarleyfi Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar fyrir rúm- um mánuði vegna ófullnægjandi umhverfismats. Starfsleyfi er for- senda rekstrarleyfis og er málið því í sömu stöðu og áður. Arctic Fish og Arnarlax sóttu um bráðabirgðaleyfin strax daginn eftir að Alþingi heimilaði sjávar- útvegsráðherra að veita fiskeldis- fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða en umhverfisráðherra hafði fyrir hliðstæða heimild gagn- vart starfsleyfum. Lýkur eins fljótt og auðið er Heimild umhverfisráðherra er að finna í lögum um hollustuhætti. Þar segir að ef ríkar ástæður mæla með því og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvik- um heilbrigðisnefndar sé ráðherra heimilt að veita slíka undanþágu. Samkvæmt upplýsingum um- hverfisráðuneytisins er beiðni fyr- irtækjanna í vinnslu og unnið að því að ljúka henni eins fljótt og auðið er. helgi@mbl.is Starfsleyfi eru í vinnslu í ráðuneyti  Leyfismál laxeldis enn óleyst Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Patreksfjörður Skip á vegum Arnarlax dælir seiðum í sjókvíar fyrr á árinu. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is e u or , r y uo nar, st r s nv rp, m nn s nv rp, soundbarir, bassabox og ýmislegt annað. 15% afsláttur af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga LÁGMÚLA 8 - 530 2800 *Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í gangi. Ekki er afsláttur af símum, spjaldtölvum eða úrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.