Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018
7. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.7 121.28 120.99
Sterlingspund 157.03 157.79 157.41
Kanadadalur 92.04 92.58 92.31
Dönsk króna 18.399 18.507 18.453
Norsk króna 14.395 14.479 14.437
Sænsk króna 13.28 13.358 13.319
Svissn. franki 120.07 120.75 120.41
Japanskt jen 1.0655 1.0717 1.0686
SDR 167.24 168.24 167.74
Evra 137.29 138.05 137.67
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0062
Hrávöruverð
Gull 1231.6 ($/únsa)
Ál 1966.5 ($/tonn) LME
Hráolía 72.85 ($/fatið) Brent
Hagnaður fasteignafélagsins Regins
á þriðja ársfjórðungi nam 776 millj-
ónum króna, samanborið við 1.342
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Minnkar hann því um ríflega 42%
milli ára.
Rekstrartekjur jukust um 223 millj-
ónir króna og reyndust tæpur 2,1 millj-
arður. Rekstrarhagnaður fyrir mats-
breytingu jókst sömuleiðis um 154
milljónir. Hins vegar nam matsbreyt-
ing fjárfestingareigna 655 milljónum á
þriðja fjórðungi þessa árs, samanborið
við 1,1 milljarðs hækkun í fyrra.
Í lok fjórðungsins námu heildar-
eignir Regins 130 milljörðum króna.
Um síðustu áramót námu eignirnar
hins vegar 99,6 milljörðum króna og
hafa þær því aukist um ríflega 30
milljarða króna á níu mánuðum.
Munar þar helst um kaup félagsins á
öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1 slhf.
en heildarvirði hins keypta var 22,7
milljarðar króna. Frá áramótum hafa
skuldir félagsins aukist um 24,2 millj-
arða og stóðu þær við lok þriðja árs-
fjórðungs í 89,1 milljarði króna. Eigið
fé hafði hækkað um 6,3 milljarða frá
áramótum og nam 41 milljarði króna.
Á fyrstu níu mánuðum ársin hefur
Reginn hagnast um tæpa 2,3 millj-
arða króna, samanborið við tæpa 2,9
milljarða yfir sama tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur hafa aukist um 679
milljónir en rekstrarkostnaður fjár-
festingareigna um 215 milljónir. Hins
vegar eru matsbreytingar lægri sem
nemur 413 milljónum, m.v. fyrra ár og
standa í 1,9 milljörðum króna á fyrstu
níu mánuðum þessa árs.
Hagnaður Regins minni
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar
Íslands, segir að ekki hafi verið talin
ástæða til að loka fyrir viðskipti með
bréf Icelandair Group í upphafi við-
skiptadags á mánudag, þrátt fyrir að
ljóst hafi verið á þeim tíma að síðar
um daginn myndi berast tilkynning
til markaðarins
um að félagið
hefði fest kaup á
öllu hlutafé WOW
air eftir maraþon-
viðræður yfir ný-
liðna helgi.
„Það þarf ríka
ástæðu til að
stöðva viðskipti.
Ekki nægir að
stór tíðindi séu í
vændum ef trúnaður ríkir um þær
upplýsingar, enda væru viðskipti þá
stöðvuð mun oftar en raunin er.“
Segir Páll að Kauphöllin hafi ekki
haft ástæðu til að ætla annað en að
trúnaður ríkti um upplýsingarnar
fram að því að ákvörðun var tekin um
að stöðva viðskiptin, en það var gert
rétt í þann mund sem tilkynning um
kaupin barst í gegnum tilkynningar-
kerfi Kauphallarinnar.
„Viðskiptin voru stöðvuð tíma-
bundið þannig að markaðsaðilar
fengju ráðrúm til að átta sig á þess-
um tíðindum,“ segir Páll.
Þá segir hann að rétt hafi verið að
opna að nýju fyrir viðskipti með bréf
félagsins rúmum klukkutíma eftir að
viðskiptin voru stöðvuð og tilkynn-
ingin barst.
Í henni kom fram að kaupverðið
næmi um 1-3,6 milljörðum króna,
miðað við dagslokagengi bréfa Ice-
landair á mánudag, en endanlegt
verðmat á WOW air liggur ekki
fyrir. Versta mögulega útkoma í því
mati er sú að WOW air renni inn í
Icelandair með því að síðarnefnda fé-
lagið legði aðeins til 1,8% hlut í sér til
að mæta víkjandi láni sem Skúli
Mogensen hafði veitt WOW air fyrr
á þessu ári. Í ljósi þess hversu óljóst
kaupverðið mun að endingu verða
má spyrja hvort fjárfestar hafi haft
aðgang að nægjanlegum upplýsing-
um til að geta myndað sér skoðun á
verðmæti félagsins.
„Ég tel að það hafi verið rétt að
opna fyrir viðskipti með bréf félags-
ins. Almennt reynum við að vera með
opið í lengstu lög,“ segir Páll
Harðarson.
Töldu skilyrðum fullnægt
Lög um kauphallir, lög um verð-
bréfaviðskipti og reglugerð um upp-
lýsingagjöf og tilkynningarskyldu
kveða á um gagnsæi á skipulegum
verðbréfamarkaði og skapa umgjörð
sem tryggja á að fjárfestar hafi jafn-
an aðgang að nægjanlegum upplýs-
ingum til að geta tekið ákvarðanir.
Páll tekur þó fram að stundum sé
ekki auðvelt að greiða úr óvissu.
„Það eru ríkir hagsmunir að vera
með opið. Það getur vissulega oft
skapast óvissuástand sem er ekkert
endilega auðvelt að greiða úr. Við
töldum skilyrðum fullnægt til þess
að opna fyrir viðskipti.“
En er stundum verra að gefa tak-
markaðar upplýsingar heldur en
engar og kom aldrei til greina að
stöðva viðskipti til lengri tíma?
„Það eru engin fordæmi, ef undan-
skilin eru eftirmál hrunsins, fyrir því
að stöðva viðskipti til lengri tíma.
Þegar ákvörðun er tekin um opnun
viðskipta þá er því beint til félagsins
að huga að því hvort upplýsingarnar
sem eru birtar séu fullnægjandi til að
hefja viðskipti á nýjan leik. Þá skipt-
ir meginmáli að tryggja jafnræði
meðal fjárfesta,“ segir Páll.
„Það er Kauphallarinnar og Fjár-
málaeftirlitsins að ganga eftir því ef
við teljum að upplýsingum sé áfátt
eða hægt sé að greina frá meiru en
félögin hafa veitt. Þá er það gert. En
ég vil í sjálfu sér ekki tjá mig um
þetta einstaka mál að því leytinu,“
segir Páll í samtali við Morgun-
blaðið.
En voru fjárfestar ekki að taka
ákvarðanir í ljósi afar takmarkaðra
upplýsinga í gær?
„Auðvitað voru fjárfestar ekki að
taka ákvarðanir í ljósi fullkominna
upplýsinga en það sem máli skiptir
er hvort félagið hafi reynt að greiða
úr óvissunni að því marki sem hægt
var þannig að fjárfestar hafi bestu
fáanlegu upplýsingar. Það er spurn-
ing sem skiptir máli að mínu viti á
þessum tímapunkti. Það er mat sem
þarf að fara fram hverju sinni. En
þetta eru góðar og ígrundaðar
spurningar sem þú hefur,“ segir Páll.
Er ekki ástæða til að halda að þær
upplýsingar sem vanti skipti veru-
legu máli um kaupin, hvort þau séu
góð eða slæm?
„Vissulega má ætla að það eigi eft-
ir að koma fram upplýsingar sem
varpa frekara ljósi á áhrif kaupanna
á Icelandair Group. Ég myndi ætla
að þegar að niðurstaðan er fengin í
skoðun Icelandair á þessu þá verði
myndin skýrari. En það þarf ekki að
greiða úr allri óvissu til að hafa opið
fyrir viðskipti. Lykilatriði er að allar
upplýsingar sem liggja fyrir séu birt-
ar tafarlaust og jafnræðis fjárfesta
gætt.“
Viðskipti með Icelandair Group í
Kauphöllinni síðastliðinn mánudag
námu tæpum 950 milljónum króna
og hækkaðu bréf félagsins um 39%.
Jókst markaðsvirði þess um 15 millj-
arða í viðskiptunum.
Þarf ekki að greiða
úr allri óvissu
Morgunblaðið/Hari
Kauphöll Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir skilyrðum hafa verið fullnægt um að opna fyrir viðskipti.
950 milljóna viðskipti þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar
Eftir gríðarlega hækkun á bréfum Icelandair Group í gær, þar sem
hækkunin nam 39% en fór hæst í 52%, lækkaði gengi félagsins lítil-
lega í viðskiptum gærdagsins. Viðskiptin með félagið í Kauphöll Ís-
lands voru umtalsverð, rúmur milljarður króna og lækkaði gengi fé-
lagsins um 1%.
Í gær birti félagið flutningatölur sínar fyrir októbermánuð. Þar
kemur fram að fjöldi farþega Icelandair nam 353 þúsundum í októ-
ber og jókst um 10% í samanburði við sama mánuð í fyrra. Sætanýt-
ing flugfélagsins nam 80,9% í samanburði við 83,4% í október á
síðasta ári. Þá jukust framboðin sæti um 10% á milli ára. Þetta
kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar í gær. Farþeg-
ar Air Iceland Connect voru 28 þúsund og fækkaði um 10% á milli
ára. Fækkunina má rekja til þess að félagið hætti flugferðum til Bel-
fast og Aberdeen sem og á milli Keflavíkur og Akureyrar. Sætanýting
þess nam 69,2% og jókst um 5,9% á milli ára en fraktflutningar
jukust um 5,9%.
ENN MIKIL VELTA MEÐ BRÉF ICELANDAIR
Viðskipti með Icelandair í
Kauphöll fóru yfir milljarð
● Landsbankinn hefur sett rúman
helming af hlut sínum í fjárfesting-
arfélaginu Eyri Invest hf. í sölu. Um er
að ræða 12,1% hlut en tilkynnt var um
að bankinn ætlaði að selja allan hlut
sinn í félaginu árið 2016. Á vef bankans
kemur fram að Eyrir Invest hf. er fjár-
festingarfélag sem stofnað var árið
2000.
Langstærsta eign Eyris Invest hf. er
25,9% eignarhlutur í Marel hf. Miðað
við markaðsvirði félagsins við lok við-
skipta í Kauphöll í gær er sá hlutur met-
inn á tæpa 72 milljarða króna.
Eyrir Invest hf. á einnig tæpan helm-
ings hlut í Eyri Sprotum slhf. og um
þriðjungshlut í Efni ehf.
Landsbankinn auglýsir
12,1% hlut sinn í Eyri
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
Páll
Harðarson