Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018
GEFÐUGJÖF SEM GEFUR
Þegar þú gefur L‘OCCITANE gjöf, gefurðu gersemar Provence;
grípandi hlýjuna, hreinleika náttúrunnar og töfrandi fegurð. Í öllu
sem við gerum leggjum við áherslu á að styðja við fólk og vernda
líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Þegar ráðamenn tala um loftslagsáætlun okkar Íslend-
inga, þá finnst mér þeir alltaf gleyma því, að við búum í
eldfjallalandi, þar sem allt getur gerst og setur allar lofts-
lagsáætlanir á hvolf. Þetta góða fólk verður að muna það,
að við getum aldrei stjórnað náttúruöflunum. Eldfjöllin
spúa eldi og eimyrju yfir okkur, þegar þeim sýnist, og
þau menga út frá sér. Þess vegna verður þetta góða fólk,
sem býr til loftslagsáætlanirnar, að muna eftir þeim virku
eldfjöllum, sem við höfum hér í landi, og taka þau og
mengunina frá þeim inn í áætlunina. Það er því ekki hægt
að negla niður fastar áætlanir í þessum málum, eins og
engin séu eldfjöllin á landinu, sem geta sett allt úr skorð-
um í þessum efnum. Við megum því ekki horfa framhjá
þessu grundvallaratriði. Það verður að taka allt með í
reikninginn, líka mengun frá eldfjöllum.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Eldfjöllin okkar og loftslagsáætlunin
Morgunblaðið/RAX
Á þessu ári halda Al-
mannaheill – samtök
þriðja geirans upp á tíu
ára afmæli sitt. Af því
tilefni er vert að staldra
við og spyrja til hvers
við þurfum slík samtök.
Félagasamtök á Ís-
landi sem starfa í al-
mannaþágu bæta sam-
félag okkar á margan
hátt. Almannaheilla-
félög vinna að því að auðga líf fólks og
dýra og vernda náttúruna án hagn-
aðarsjónarmiða. Í þessum félögum
starfa sjálfboðaliðar sem vinna á
óeigingjarnan hátt árið um kring. Slíkt
sjálfboðastarf er reyndar mannrækt-
andi í sjálfu sér og hafa fjölmargar
rannsóknir sýnt að þátttaka í sjálf-
boðaverkefnum eykur lífsgæði sjálf-
boðaliðanna sjálfra.
Almannaheillafélög í landinu eru
fjölmörg og eru samtals með tugi þús-
unda félagsmanna sem þjóna margfalt
fleirum. Almannaheill eru samstarfs-
vettvangur þessara félaga og sjálfs-
eignarstofnana á Íslandi sem vinna að
almannaheill án hagnaðarsjónarmiða.
Markmiðið er að stuðla að fagmennsku
og trúverðugleika slíkra félaga og
bæta starfsskilyrði þeirra. Almanna-
heill er vettvangur þar sem félaga-
samtök læra hver af öðrum og þar sem
færi gefst til að eiga samtal og stilla af
kúrsinn miðað við breyttar áherslur í
heiminum og alþjóðlega viðtekin gildi.
Dæmi um verkefni Almannaheilla eru
siðareglur fyrir félagasamtök, tillögur
að heildarlögum um almannaheilla-
félög, nám fyrir stjórnendur félaga-
samtaka, Lýsa (áður Fundur fólksins),
árleg lýðræðishátíð. Nýverið gerðu Al-
mannaheill samning við yfirvöld um að
kynna heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna fyrir íslenskum félaga-
samtökum.
Þegar við, almenningur, fyrirtæki og
yfirvöld, styðjum félagasamtök til
góðra verka viljum við geta treyst
þeim. Við viljum að fólkið
eða málefnið sem félaga-
samtökin starfa fyrir
njóti faglegrar hjálpar, að
félagasamtökin taki
vandaðar ákvarðanir, fari
vel með fjármagn og
komi í veg fyrir hags-
munaárekstra. Við viljum
ekki að fjármálaóreiða
eða eiginhagsmunapot i
félagasamtökunum skaði
málstaðinn sem við styðj-
um. Því miður er alltaf
hætta á að það gerist í fé-
lagasamtökum eins og annars staðar
þar sem peningar og hagsmunir eru í
húfi. Gæðastarf og stuðningur við fé-
lagasamtök er því mikils virði.
Á afmælishátíð Almannaheilla í dag,
7. nóvember, afhendir forsetinn viður-
kenninguna Fyrirmynd 2018 einum fé-
lagasamtökum til almannaheilla sem
starfa af fagmennsku og skipuleggja
starfsemi sína með gagnsæi og skil-
virkni og með góða þjónustu og siðferði
að leiðarljósi.
Framtíð félaga til almannaheilla á
Íslandi er björt. Fleiri og fleiri ein-
staklingar vilja taka þátt í starfsemi fé-
laga sem hafa ríkan tilgang fyrir sam-
félagið. Almannaheill munu halda
áfram að styðja við slík félög og hjálpa
þeim að starfa af fagmennsku og trú-
verðugleika.
Fagmennska og
trúverðugleiki
félagasamtaka
Eftir Ketil Berg
Magnússon
Ketill Berg Magnússon
» Almannaheill er
vettvangur þar sem
félagasamtök læra hver
af öðrum og færi gefst
til að eiga samtal og
stilla af kúrsinn miðað
við breyttar áherslur í
heiminum og alþjóðlega
viðtekin gildi.
Höfundur er formaður Almanna-
heilla, samtaka þriðja geirans.
Nú er byrjað að
snjóa. Snjórinn sem fell-
ur hér er eðlilega vímu-
laus. Óprúttnir aðilar
innan áfengisiðnaðarins
hafa notað tilfinninga-
leg tengsl við jólin, jóla-
snjóinn, til að auka sölu
á sínu áfengi. Jólin eru
hátíð ástar og friðar, há-
tíð barnanna. Börn
fagna almennt jólunum
með fjölskyldunni og vinum. Sum börn
kvíða samt jólunum; börn sem búa við
neyslu áfengis eða annarra vímuefna.
Börn upplifa yfirleitt óöryggi innan um
fólk sem er undir áhrifum. Sum börn
kvíða fyrir rauðu dögunum á almanak-
inu, frídögum, þegar áfengi eða önnur
vímuefni eru höfð um hönd. Það er
okkar að vernda börnin og gefa þeim
tækifæri til að eiga öruggt og gott líf.
Við eigum að leggja lið við að skapa að-
stæður fyrir börn til að alast upp við
sem bestar aðstæður.
Það er óverjandi þegar fyrirtæki
markaðssetja markvisst sín vímuefni
beint og óbeint til að eyðileggja jóla-
hátíðina fyrir börnum. Rannsóknir
sýna að áfengisauglýsingar, beint eða
óbeint, auka sölu áfengis. Áfengis-
iðnaðinum er að upplagi alveg sama
um neikvæðar afleiðingar neyslu
áfengis eða annarra vímuefna. Mark-
mið áfengisiðnaðarins er að hagnast
sem mest á sínum vímuefnum. Sam-
keppnin er hörð og berast nú fréttir frá
Bandaríkjunum um
áhuga áfengisiðnaðarins
á að taka þátt í sölu og
dreifingu kannabis.
Það er stefna okkar að
draga úr notkun á áfengi
og öðrum vímuefnum.
Við höfum sett okkur
skýr markmið með Sam-
einuðu þjóðunum og ætl-
um að ná heimsmark-
miðum fyrir árið 2030.
Slíkt gerist ekki með til-
slökun á áfengislöggjöf-
inni. Það er þjóðinni til
framdráttar að ná heimsmarkmið-
unum og draga úr notkun vímuefna,
sama í hvaða formi þau eru.
Við skulum eiga samtal um forvarnir
því að margir eru að gera góða hluti.
Vitundarvakning er í gangi og margir
leggjast á árarnar. Við skulum leggja
þeim lið við að koma til skila að við
þurfum ekki vímuefni alltaf, við ætlum
að draga úr neyslunni, jólahátíðin er
einstaklega gott tækifæri til að vera
með börnunum í öruggu vímulausu
umhverfi.
Hvítur jólasnjór
Eftir Aðalstein
Gunnarsson
Aðalsteinn Gunnarsson
» Áfengisauglýsing
eða hvatning til
neyslu vímuefna er óvið-
unandi ofbeldi og þarf
að fordæma.
Höfundur er framkvæmdastjóri
IOGT á Íslandi.