Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 30

Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Ford F-350 Platinum BREYTTUR 37” Litur: Platinum hvítur, svartur að innan. 6,7L Diesel , 450 Hö, 925 ft of torque. Með Ultimate pakka, sóllúgu, power running boards, hita,kæling og nudd í sætum, heithúðaðan pall, dráttarpakki í palli, fjarstart og margt fleira. Breyttur með Carli suspention 2,0 lift kit, Fox demparar og 37 dekk. Stórglæsilegur! ATH á myndum vantar kanta. VERÐ 12.490.000 m.vsk 2018 GMC Denali 3500 Litur: Onyx black, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 Ford F-350 Lariat Ultimate Litur: White platinum metallic, Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. Upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakka. VERÐ 9.950.000 m.vsk 2018 Ram Limited 3500 Litur: Svartur/ svartur að innan. 6,7L Cummins, loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, heithúðaður pallur, defroster í afturrúðu. Keyrður 3000 km. Aukahlutir á mynd: 35” dekk og LED-bar í stuðara og krómrör á palli. VERÐ 9.680.000 m.vsk V Sinfóníuhljómsveit Íslands er þessa dagana á umfangsmikilli tónleika- ferð í Japan og hafa viðtökur, að sögn aðstandenda hljómsveit- arinnar, verið mjög góðar og er upp- selt á flesta af þeim tólf tónleikum sem hljómsveitin kemur fram á. Í gærkvöldi lék hljómsveitin á þriðju tónleikunum, í Sapparo, og áður hafði verið uppselt á fyrstu tónleik- unum í Kawasaki og Hamamatsu og var hljómsveitin klöppuð upp á báð- um stöðum og lék aukalag. Vladimir Ashkenazy, aðalheið- ursstjórnandi SÍ, sveiflar tónsprot- anum á ferðalaginu en hann kemur oft fram í Japan og nýtur mikillar hylli þar í landi. Einleikari á tónleik- unum er japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii – Nobu, en hann er blindur og er afar vinsæll í heima- landi sínu. Hljómsveitin hefur alla tónleikana á Jökulljóði eftir Þorkel Sigurbjörnsson en flytur síðan ýmist píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaínov og sinfóníu nr. 2 eftir sama tónskáld, eða píanókonsert nr. 2 eftir Chopin og sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius. Linna ekki látum „Þetta er í einu orði sagt stórkost- legt. Frammistaða hljómsveitar- innar og fagnaðarlæti tónleikagesta sem linna ekki látum fyrr en þau fá aukalag,“ segir Arna Kristín Einars- dóttir, framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, og bætir við að í tón- leikaferðinni leiki hljómsveitin fyrir um 35.000 tónleikagesti. Þetta sé því ekki lítil landkynning fyrir Ísland. Arna Kristín segir að móttökur hafi til þessa verið frábærar og ferðalagið gengið vel. „Það er til að mynda gaman að fá að leika hér með Nobu, hann er mikil stjarna hérna. Við finnum líka vel að gestir eru spenntir fyrir því að heyra í hljóm- sveitinni. Japanskir tónleikagestir sitja grafkyrrir í sætunum, þeir eru svo agaðir, en svo tekur við þvílíkt lófaklapp þegar verkunum lýkur. Við höfum verið klöppuð upp og beð- in um aukalag.“ Til stóð að hljómsveitin færi í tón- leikaferð um Japan fyrir áratug en hún var blásin af vegna efnahags- hrunsins. Arna Kristín segist hafa hitt konu sem var þá komin með miða og var ánægð að fá nú loksins að heyra í hljómsveitinni. „Við höfum aldrei farið svona langt að heiman eða verið svona lengi,“ segir Arna Kristín um tón- leikaferðalagið. Þá hefur Sinfóníu- hljómsveitin ekki áður haldið svona marga tónleika á ferðalagi. Klöppuð upp í Japan  Þrennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands af tólf er lokið í Japan  „Í einu orði sagt stórkostlegt“ Hvað freistar þín mest á Airwaves? Tónlistarhátíðin Ice- land Airwaves hefst í dag og hefur framboð tónleika aldrei verið meira. Um 240 hljóm- sveitir og sólótónlistar- menn koma fram á há- tíðinni, sem er sú tuttugasta í röðinni og eru listamennirnir frá 25 löndum. Morgunblaðið hafði samband við fimm listamenn sem ætla á hátíðina og bað þá að segja frá því hvaða hljómsveitum og tón- listarmönnum þeir væru spenntastir fyrir og hvers vegna. Alvia er svo ótrúlega flott listakona. Ég veit ekki hvað annað ég get sagt en hvað ég dýrka hana mikið sem persónu á sviði og í raunveruleikanum. Listin hennar er svo útpæld og töff. Godchilla er uppáhalds ís- lenska hljómsveitin mín! Kassettan þeirra er á sísnún- ingi í eldhúsinu mínu heima. Ég hef oft séð þá spila en ég fæ aldrei nóg. Madonna and child eru dularfullar systur frá dularfullum stað sem flytja dularfulla tónlist. Minna mig á Þöngul og Þrasa í Múmíndal. Ég veit aldrei við hverju má bú- ast á tónleikunum þeirra en er alltaf komin fremst upp að sviðinu með uppglennt augu og munn, tilbúin að vera numin á brott af undarlegum öfl- um og flutt til dularfullrar plánetu þeirra. Cyber. Ég dáist mjög mikið að þessum stelpum. Ég veit að þær leggja ótrúlega mikið í flotta sviðs- framkomu og mér finnst það ótrúlega aðdáun- arvert. Ég hef aldrei séð þær á tónleikum þó ég hafi unnið með þeim í einu lagi á síðustu plötu þeirra. Þannig að ég get ekki beðið eftir að fá að sjá þær í fyrsta sinn Birnir er mitt guilty pleasure! Ég bý erlendis núna en þegar ég kem í heimsókn finnst mér best að fara á rúntinn um Reykjavík með litla bróður mínum með tónlist Birnis á hæsta hljóðstyrk. SÓLVEIG MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR TÓNLISTARKONA Alvia ótrúlega flott Morgunblaðið/Eggert Töff Alvia á Airwaves í fyrra. Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir Eistneski rapparinn Tommy Cash er sá sem ég er langspenntust að sjá í ár. Ég elska myndböndin hans, hvernig hann hreyfir sig, fötin hans og lögin hans. Ég ætla að vera fremst á fimmtudaginn þegar hann treð- ur upp í Lista- safni Reykjavíkur og öskra með þegar hann fer með línuna: „Why have abs when you can have kebabs?“ enda sannari orð vandfundin. Kannski kíki ég svo eftir það og fæ mér húðflúrið “$¥ eins og allir hörð- ustu aðdáendurnir hans gera. En það fer svolítið eftir því hvort bjór- inn sem verður seldur í Listasafn- inu verður jafn svakalega dýr og hann hefur verið þar hingað til. Af öðrum erlendum atriðum er ég svo næstspenntust að sjá Jimothy Lacoste. Tónlistin hans kemur mér alltaf í gott skap og ég er mjög spennt að sjá hvernig hún kemur út á sviði. Oft finnst mér skemmtilegast að sjá íslensku atriðin á Airwaves. Í ár er GDRN efst á listanum yfir það sem ég verð að sjá. Ég sá hana í fyrsta skipti í sumar á Secret Sol- stice. Ég fór bara inn í tjaldið þar sem hún var að spila því það var svo mikil rigning og VÁ, ég hef bara aldrei orðið jafn heilluð og jafn skyndilega orðið ofuraðdáandi. Nýja platan hennar innsiglaði svo endanlega aðdáun mína. Hún er mjög heillandi, öruggur og sjarm- erandi flytjandi. Ég mæli með því að allir fari að sjá hana. Af öðru íslensku hlakka ég mikið til að sjá asdfhg og DJ Flugvél og Geimskip. Sú síðarnefnda var líka að gefa út tölvuleik sem hún og Donna vinkona mín gerðu. Allir ættu að fara inn á heimasíðuna hennar og prófa hann. Mér yngra og svalara fólk segir að ég verði að tékka á hljómsveit- inni Gróa. Það sé svona bandið sem ég eigi eftir að monta mig af að hafa séð á Airwaves. Ég reyni að vera búin að tékka á öllum sem eru að spila, en vera ekki með of niðurneglt prógramm því það er líka alltaf gaman að hitta einhvern á barnum sem mælir með einhverri hljómsveit því frænka nágranna hans er hljóð- maður hjá þeim. Stundum endar það á að ég ramba á nýja uppá- haldshljómsveit lífs míns, þó það geti líka farið þannig að ég þurfi bara að ræskja mig og muldra bara eitthvað um að þetta sé alla vega rosa gott treble hjá frænkunni. KAMILLA EINARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Langspenntust fyrir eistneskum rappara Kamilla Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.