Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 36

Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 36
Fljúgðu til Akureyrar á Kabarett Menningarfélag Akureyrar og Air Iceland Connect kynna Kabarett í Samkomuhúsinu. Bókaðu flug norður á Kabarett. airicelandconnect.is Náttúran, sínusbylgjan og Kringlan er yfirskrift háskólatónleika sem haldnir verða í kapellunni í aðal- byggingu Háskóla Íslands í dag kl. 12.30. Þar koma fram Sigrún Harðardóttir á fiðlu og Þórdís Gerð- ur Jónsdóttir á selló, sem skipa Cauda Collective, og frumflytja eig- ið verk. Auk þess flytja þær verk eftir Guðna Franzson og Ríkharð H. Friðriksson. Aðgangur er ókeypis. Verk fyrir segulband, fiðlu og selló í dag MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Geysilega óvænt úrslit litu dagsins ljós í Safamýri í gær þegar botnlið Selfoss skellti Íslands- og bikar- meisturunum í Fram á þeirra eigin heimavelli. Selfyssingar voru án sigurs í deildinni eftir fyrstu sjö leikina en bættu úr því með stæl í gær. Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir var nánast óstöðvandi og skoraði 13 mörk fyrir Selfoss. »2-3 Geysilega óvænt úrslit hjá meisturunum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sjöunda umferð Olísdeildar karla var umferð jafnteflanna en jafn- framt nokkuð óvæntra úrslita. Fjór- um viðureignum af sex lauk með jafntefli sem m.a. hefur orðið til þess að umræða hefur vaknað um hvort rétt væri að leggja niður jafn- tefli á Íslandsmótinu í handknatt- leik og láta leika til þrautar. Slíkt var reynt á einni leiktíð fyrir um hálfum öðr- um áratug. Reynsl- an var svo góð að ákveðið var að halda því ekki áfram vetur- inn á eftir. »2 Hugmyndir uppi um að leggja niður jafntefli Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Að syngja með átrúnaðargoðinu Sissel Kyrkjebø er draumur sem ég átti aldrei von á að upplifa. Hvað þá að fá að syngja með henni á jóla- tónleikum í Hörpu, fyrir framan Ís- lendinga og alla fjölskylduna,“ segir Rebekka Ingibjartsdóttir tónlistar- kona, sem búsett er í Ósló. Þangað flutti Rebekka fyrir þremur árum þegar hún hóf nám í tónvísindum en hún nemur nú söng og kórstjórn. „Áður en ég flutti til Óslóar bjó ég með foreldrum mínum og systkinum í Bergen, heimabæ Sissel Kyrkjebø, þar sem allir íbúar fylgjast vel með henni,“ segir Rebekka, sem sá aug- lýsingu í bergensku fréttablaði þar sem auglýst var eftir söngvara til að syngja dúett með Sissel. Leitað var að söngvara ættuðum frá hverri þeirri borg á Norðurlöndunum þar sem Sissel verður með jólatónleika. „Ég sótti um af rælni, hálfpartinn í bríaríi og átti alls ekki von á að fá tækifærið. En svo fékk ég póst frá umboðsmanni Sissel þar sem mér var tilkynnt að ég hefði verið valin og ég ætti að syngja Some- where úr West Side Story á hvorum tveggja tónleikum Sissel í Hörpu 19. desember,“ segir Reb- ekka og bætir við að hún sé enn ekki alveg búin að meðtaka það að hún sé að fara að syngja með átrún- aðargoðinu í jafnstóru tónleikahúsi og Harpa er. „Kannski verður það raunveru- legra að ég sé að fara að syngja með stjörnunni sem ég er búin að hlusta á síðan ég var lítil þegar við tökum fyrstu æfinguna saman. Þangað til nýti ég tímann og æfi mig á meðan ég bíð eftir boði á æfingu með Sissel Kyrkjebø,“ segir Rebekka með til- hlökkun. Rebekka segir að fjölskylda henn- ar sé tónelsk langt aftur í ættir. „Afar mínir eru báðir músíkalskir, annar lærði á orgel og hinn getur spilað á öll hljóðfæri. Foreldrar mín- ir, Helga Sigríður Þórsdóttir og Ingibjartur Jónsson, eru mikið söng- fólk og syngja nú með Mótettukór Hallgrímskirkju. Ég ólst upp við að fara á kóræfingar með mömmu og pabba,“ segir Rebekka, sem spilar á fiðlu, en hún byrjaði í Allegro Su- zuki-skóla hjá Lilju Hjartardóttur sex ára og spilar enn. Rebekka segir foreldra sína hafa stutt sig vel í tón- listarnáminu og séð til þess að hún æfði sig heima, fylgt henni á tónleika og stutt við bakið á henni þegar hún ákvað að fara í tónlistarnám í Ósló. Að sögn Rebekku syngur yngri syst- ir hennar og spilar á gítar en íþróttir eiga hug bróður hennar allan. Rebekka segist upplifa áhrif tón- listar á mismunandi hátt eftir því hvað hún sé að fást við í hvert skipti. Þegar hún er ekki að sinna tónlist nýtur hún þess að dansa sving. Fjölhæf Rebekka Ingibjartsdóttir stjórnar skólasystkinum sínum í hljómsveit og kór norska tónlistarháskólans. Syngur dúett með átrúnaðargoðinu í Hörpu  Rebekka valin til að syngja með Sissel á jólatónleikum Rebekka Ingibjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.