Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri
Airport Associates, segir samruna
Icelandair og WOW air ekki hafa
áhrif á starfsemi félagsins á Keflavík-
urflugvelli.
Airport Associates þjónustar um
20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli.
„Við þjónustum mörg félög en það
er ekkert launungarmál að WOW air
vegur þungt hjá okkur enda okkar
stærsti viðskiptavinur. Ef rétt reyn-
ist að ætlunin sé að reka flugfélögin
aðskilin þá kemur Airport Associates
til með að halda áfram að afgreiða
vélar og farþega WOW air með
óbreyttum hætti þar sem samningur
er í gildi, félaganna á milli,“ segir Sig-
þór Kristinn um framhaldið.
Starfsemi Airport Associates á Ís-
landi hófst árið 1997. Árið 2012 störf-
uðu um 100 manns yfir háannatíma
hjá félaginu en þeir voru um 700 sl.
sumar. Nú yfir vetrartímann starfa
um 500 manns hjá fyrirtækinu.
Umsvif Airport Associates á Kefla-
víkurflugvelli hafa aukist með sívax-
andi flugumferð til og frá landinu.
Mörg félög juku framboðið
Sigþór bendir jafnframt á að ásamt
miklum vexti hjá WOW air hafi flug-
félög á borð við easyJet, Wizz Air,
Delta Airlines, American Airlines,
Air Canada, Norwegian, British Air-
ways og fleiri aukið mjög framboð
flugferða til og frá Íslandi á síðustu
árum.
Starfsemi Airport Associates felst
m.a. í því að sjá
um að innrita far-
þega í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar
ásamt því að veita
ýmsa aðra þjón-
ustu, til dæmis á
upplýsingaborð-
um.
„Við afgreiðum
flugvélarnar frá a
til ö eftir að þær
koma á stæði. Við dælum þó ekki
eldsneyti né heldur erum við með
flugeldhús. Við erum með stórt vöru-
hús með flugfrakt. Við erum með
ræsti- og öryggisdeild og sjáum um
leit og þrif í vélunum. Við sjáum um
að öll fluggögn séu í lagi og að vél-
arnar séu rétt hlaðnar. Við erum með
verkstæði og viðhaldsdeild og stoð-
deildir, á borð við mannauðsdeild,
gæðadeild og fjármálasvið,“ segir
Sigþór Kristinn um starfsemina.
Mikill húsnæðisskortur
Hann segir aðspurður að vegna
húsnæðisskorts á Suðurnesjum
undanfarin ár hafi fyrirtækið orðið að
kaupa húsnæði til að koma starfsfólk-
inu fyrir. Um helmingur starfsmanna
sé af erlendu bergi brotinn. Flestir
frá Póllandi. Starfsfólkið sé yfirhöfuð
vel menntað og mælandi á ensku.
Gerðar séu miklar kröfur til starfs-
fólks sem þurfi að ljúka ýmsum nám-
skeiðum áður en það kemur til starfa.
Það hafi verið krefjandi að manna
stöður á þessum miklu vaxtarárum.
Fyrirtækin á Keflavíkurflugvelli hafi
enda verið að bítast um starfsfólkið.
Spurður hvaða áhrif skortur á
starfsfólki hafi haft á launaþróun
segir Sigþór að laun á svæðinu hafi
hækkað umfram launaþróun í land-
inu. Uppgangurinn hafi skilað sér til
starfsfólksins.
Hann segir aðspurður fyrirhugaða
kjarasamningaa geta haft veruleg
áhrif á Airport Associates og aðra
samkeppnisaðila. „Það er áhyggju-
efni ef menn missa sig í óábyrga
kjarasamninga. Eina leiðin til að
bregðast við þeirri stöðu væri þá að
reyna að hagræða enn frekar en á
endanum þyrfti væntanlega að segja
upp fólki. Það er ekki alltaf hægt að
hækka gjöldin. Menn væru að skjóta
sig í fótinn ef þeir ætla að hækka þau
upp úr öllu valdi,“ segir Sigþór.
Félagið IGS hefur þjónustað Ice-
landair. Um 900 manns starfa hjá
IGS, að meðtöldu flugeldhúsi.
Þór Bæring Ólafsson, annar
tveggja framkvæmdastjóra Gaman
Ferða, segir samruna WOW air og
Icelandair ekki munu leiða til
breytinga á starfsemi félagsins.
„Eins og staðan er hefur þetta
engin áhrif. Við sjáum þetta sem
styrk að vera komin með tvö flug-
félög. Það kemur okkur til góða.
Reksturinn heldur áfram með
óbreyttu sniði,“ segir Þór.
Þór er framkvæmdastjóri ásamt
Braga Hinriki Magnússyni.
Árið 2012 stofnuðu þeir Gaman
Ferðir og gerðu
samstarfs-
samning við
WOW air. Árið
2015 keypti
WOW air hlut í
Gaman Ferð-
um. Þór segir
óróann á flug-
markaði hafa
leitt til þess að
neytendur leita
í auknum mæli til ferðaskrifstofa.
Þeir horfi m.a. til trygginga.
Starfsemin verður óbreytt
FERÐASKRIFSTOFAN GAMAN FERÐIR
Þór Bæring
Ólafsson
Samkeppni um starfsfólk
ýtti undir launakostnað
Forstjóri Airport Associates reiknar með óbreyttu samstarfi við WOW air
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Samruni Farþegaþotur flugfélaganna WOW air og Icelandair á Keflavíkurflugvelli. WOW air er einn stærsti viðskiptavinur Airport Associates.
Sigþór Kristinn
Skúlason
Airport Associates
Fjöldi starfsmanna yfir
háannatímann 2012 til 2018
Heimild: Upplýsingar
frá félaginu
’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
100
170
240
300
500
600
700
Sigurður Örn
Karlsson, sér-
fræðingur hjá
IFS greiningu,
segir viðbúið að
launakostnaður
flugfélaganna
hækki í kjölfar
kjarasamning-
anna. Á móti
komi að veiking
krónu á síðustu
vikum hafi lækkað launakostnað
fyrirtækjanna umreiknaðan í er-
lenda mynt.
„Það á eftir að koma í ljós
hvernig verð flugmiða muni þróast
eftir hækkun olíuverðs undanfarið
og launahækkanir þar til viðbótar á
næsta ári. Þó eru væntingar um að
olíuverð muni annaðhvort lækka
eða haldast stöðugt á næsta ári.
Þannig að vissulega verður róð-
urinn þyngri varðandi launakostn-
aðinn,“ segir Sigurður.
Atvinnuleysi muni aukast
Spurður hvort hann telji að
gripið verði til uppsagna hjá sam-
einuðu félagi Icelandair og WOW
air, vegna vaxandi launakostnaðar,
bendir Sigurður á að áformað sé að
reka félögin hvort í sínu lagi til að
byrja með. „Það hljóta hins vegar
að vera einhverjir samlegðarfletir
við kaupin sem á eftir að leiða í ljós
þegar fram í sækir. Almennt myndi
maður búast við því að verðbólga
og atvinnuleysi ykjust í hagkerfinu
leiði kjarasamningar til mikilla
launahækkana,“ segir Sigurður.
„Verðlag mun hækka þótt sam-
keppni kunni að vega þar á móti.
Fyrirtækin munu líka reyna að
hagræða ef laun hækka mikið,“
segir Sigurður um atvinnulífið.
Ber ekki meiri kostnað
Sérfræðingur í rekstri Icelandair
sagði ljóst að félagið bæri ekki
meiri launakostnað. Hann benti á
að samningur Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna (FÍA) við Ice-
landair fæli í sér svipuð laun og hjá
WOW air en fyrir minni vinnu. Þá
væru flugfreyjur hjá Icelandair
með hærri laun en hjá WOW air.
Flugfreyjur væru að fara að semja.
Heimildarmaðurinn benti á að
flugmenn hjá Icelandair hefðu
sterka vígstöðu gagnvart félaginu.
Þeir væru eftirsóttir starfskraftar í
heiminum. Komst hann svo að orði
að „nánast þyrfti að setja Iceland-
air í þrot til að losna undan samn-
ingi við FÍA“.
Horft
til hag-
ræðingar
Sigurður Örn
Karlsson
Launin eru byrði
á flugfélögunum
Áfram er unnið að undirbúningi þess
að koma Fjordvik aftur á flot og
koma því í örugga höfn eftir að skip-
ið sigldi upp í brimvarnargarðinn við
Helguvíkurhöfn. Kafarar könnuðu
skemmdir skipsins öðru sinni í gær
og haldið var áfram að dæla olíu úr
því. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá
útgerðarfélagi Fjordvik, SMT
Shipping, í gær.
Fjordvik var að flytja sement til
Helguvíkur. Það sendi út neyðarkall
aðfaranótt laugardags og þyrla
Landhelgisgæslunnar bjargaði 15
manns frá borði, áhöfn skipsins og
hafnsögumanni. Síðan hefur verið
unnið að rannsókn á tildrögum
strandsins, mengunarvörnum og
björgun skipsins. Veður hefur verið
óhagstætt á köflum og tafið aðgerðir
á vettvangi.
Lögreglan og rannsóknarnefnd
sjóslysa hafa rætt við áhöfn skipsins
sem útgerðin segir að hafi verið
samvinnuþýð.
Í fyrradag hafði tekist að dæla
meginhluta olíu úr tönkum skipsins í
land og flytja í burtu en áfram var
unnið við að hreinsa olíu til að draga
úr hættu á mengun.
Björgunarfélag sem útgerðin réð
til að annast björgun skipsins flutti
öflugar dælur á staðinn og var byrj-
að að dæla sjó úr skipinu í gær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Helguvík Fjorvik virðist ágætlega stöðugt þar sem það liggur skorðað við brimvarnargarðinn.
Áfram unnið að
björgun Fjorvik
Skemmdir kannaðar og sjó dælt