Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 10
til Íslands verið minni en gert var ráð fyrir. Loks hefði uppbygg- ing á vikulegum siglingum yfir Atlantshafið og „Short-Sea“ sigl- ingum gengið hægar en áætlað var. Ólafur segir að verið sé að skoða ýmsa hluti til hag- ræðingar. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort gripið verði til frekari uppsagna eða ekki. Starfsmenn hjá Eimskip eru nú um 1.850. Helmingur er á Íslandi og helmingur á erlendum starfsstöðv- um. helgi@mbl.is Eimskip Annir á gámasvæðinu. Eimskip sagði upp átján starfs- mönnum í síðustu viku. Ólafur Willi- am Hand upplýsingafulltrúi segir að uppsagnirnar séu liður í hagræðing- arferli sem unnið hafi verið að und- anfarin misseri. Starfsmennirnir eru af skrif- stofum Eimskips og ýmsum starfs- stöðvum hérlendis og tveir eru á er- lendum starfsstöðvum. Þegar niðurstaða rekstrar félags- ins á þriðja ársfjórðungi lá fyrir und- ir lok október lækkaði Eimskip af- komuspá sína fyrir árið í heild, frá síðustu spá sem gefin var út í maí. Helstu ástæður fyrir lakari afkomu voru sagðar samdráttur í Noregi ásamt því að bilanir á frystiskipum hefðu haft neikvæð áhrif á rekstur- inn þar. Einnig hefði innflutningur Átján starfsmönnum sagt upp hjá Eimskip  Unnið að margháttaðri hagræðingu 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Str. 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna árið 2012,“ segir ennfremur í umfjöll- uninni. Minni umferð á sunnudögum Þá vekur athygli að umferð hefur aukist á öllum vikudögum nema sunnudögum en þar mælist 1,2% samdráttur. „Mest hefur hlutfallsleg aukning orðið í umferð á mánudög- um eða 5,8% aukning. Mest er ekið á föstudögum og minnst á þriðjudög- um.“ Sérfræðingar Vegagerðarinnar telja að miðað við það sem liðið er af árinu 2018 séu sterkar líkur á að aukning umferðar um hringveginn verði að jafnaði í kringum 4,5% á öllu yfirstandandi ári borið saman við ár- ið 2017. omfr@mbl.is bermánuði var komin í 82.302 bíla samanborið við 50.923 á dag árið 2013 svo dæmi sé tekið. Bílaumferðin um þjóðvegi landsins hefur nú aukist að jafnaði um 4,2% á ári allt frá árinu 2005. Sú þriggja prósenta aukning sem varð í október síðastliðnum er því talsvert undir meðalaukningu á umræddu tímabili. Ef litið er á aukningu umferðar- innar á þessu ári frá sama tímabili í fyrra kemur í ljós að á yfirstandandi ári hefur hún vaxið um 4,3% frá ára- mótum miðað við sama tímabil í fyrra. „Mest hefur aukningin orðið á Suðurlandi eða um 7,7% en minnst um Norðurland eða um 2,0%. Líkt og milli mánaða hefur ekki minni aukn- ing mælst miðað við árstíma síðan Þótt hægt hafi á aukningu bíla- umferðar um þjóðvegi landsins er hún þó enn að vaxa. Mælingar Vega- gerðarinnar leiða í ljós að umferðin á hringveginum jókst um þrjú prósent í síðasta mánuði. Það er minnsta aukning í októbermánuði síðan árið 2012. „Þrátt fyrir það er útlit fyrir að í ár aukist umferðin á hringveginum að jafnaði um 4,5 prósent. Mest hefur hún í ár aukist um Suðurland eða um tæp átta prósent en minnst um Norðurland eða um tvö prósent,“ segir í frétt á vefsíðu Vegagerð- arinnar. Athyglisvert er að bera saman bílaumferðina eftir landshlutum en tölur Vegagerðarinnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á hringveginum. Fram kemur í umfjöllun Vegagerð- arinnar að mest jókst umferðin í ný- liðnum mánuði yfir teljarasnið á Austurlandi eða um rúmlega 8% en athygli veki að talsverður sam- dráttur varð í sniðum á Norðurlandi eða rúmlega 4%. ,,Mest jókst umferðin yfir teljara- snið í Lóni á Austurlandi eða tæp 17% en fáséður samdráttur varð yfir öll teljarasnið á Norðurlandi og mest yfir Mývatnsheiði eða tæplega 11% samdráttur,“ segir í umfjölluninni. Tölur úr 16 lykilteljurum Vega- gerðarinnar á hringveginum sýna hversu gríðarlega umferðin hefur aukist á umliðnum árum. Samanlögð meðalumferð á dag í nýliðnum októ- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bílaumferð Á árinu hefur umferðin aukist mest á Suðurlandi eða um 7,7% en minnst um Norðurland eða um 2,0%. Umferðin eykst enn þótt hægi á vextinum  Fáséður samdráttur á öllum teljarasniðum á Norðurlandi Samanlögð umferð á hringvegi 2005-2018 Meðalumferð á dag yfir 16 lykilteljara í október, þúsundir ökutækja 80 60 40 20 0 þúsund 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Vegagerðin 48,2 53,8 57,3 52,4 51,9 54,3 50,6 50,9 53,6 55,3 62,2 69,3 79,9 82,3 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Afstaða Krafts er mjög skýr, að- gangur krabbameinssjúklinga að þjónustu eftir klukkan 16 á daginn og um helgar á ekki að vera í gegnum bráðamóttökuna og það er ótækt að ekki séu öll legurými á krabbameinsdeild nýtt á meðan krabbameins- sjúklingar neyð- ast til þess að dvelja á bráða- móttöku eða al- mennum deildum þar sem er ekki sama fagþekking og á krabbameins- deildinni,“ segir Hulda Hjálmars- dóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hún bætir við að þetta eigi við um alla krabbameinssjúklinga á hvaða aldri sem þeir eru. „Kraftur verður vart við það að margt ungt fólk með krabbamein kvartar yfir því að geta ekki sótt þjónustu annað en á bráðamóttöku eftir klukkan 16 á daginn og um helg- ar,“ segir Hulda og bendir á að krabbameinslyf bæli niður ónæm- iskerfið og það geti beinlínis verið hættulegt í þannig ástandi að fá sýk- ingar. Hættan eykst með því að vera lengi innan um fólk sem kemur á bráðamóttökuna með kvef og flensur sem dæmi. „Ég geri mér grein fyrir því að mannekla kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta öll rými á krabbameins- deildinni og að starfsfólk bráða- móttöku geri allt til þess að krabba- meinssjúklingar komist sem fyrst að og í eins mikla einangrun og hægt er á bráðadeildinni, en þetta er ekki boðlegt,“ segir Hulda. Hún segir að Kraftur hafi óskað eftir úrbótum en lítil viðbrögð fengið. Hulda segir að Ísland standi langt að baki hinum Evrópulöndunum hvað varði virka krabbameinsáætlun. Óvirk krabbameinsáætlun „Við erum eina Evrópuþjóðin sem ekki vinnur samkvæmt slíkri áætlun. Í fyrrahaust, í tíð Óttars Proppé sem heilbrigðisráðherra, var loks gefin út krabbameinsáætlun sem lengi hafði legið hjá ráðuneytinu. Nú er komið rúmt ár síðan áætlunin var lögð fram án þess að henni hafi nokkuð verið fylgt eftir,“ segir Hulda og bendir á að í krabbameinsáætlun sé sett fram stefna og verkefnum forgangsraðað. Hún segir að í vinnuhópnum sem vann áætlunina hafi setið fulltrúar frá ráðuneytum, fagaðilar og fulltrú- ar krabbameinssjúklinga. Ótækt að nýta ekki öll legurými  Ísland eina Evrópuríkið sem ekki hefur virkjað krabbameinsáætlun Hulda Hjálmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.