Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
Þú mátt bara ekki missa af þessu!
Borðapantanir á apotek.is og í síma 551 0011
ÍTALSKT
POP UP
MIÐVIKUDAG–SUNNUDAGS
MATSEÐILL
Djúpsteikt egg jarauðameð Parmigiano
& Fossa-ostafroðu 1.990 kr.
Nauta- og hreindýratartarmeð krydduðum
spírum, engifer, poppuðum villihrísgrjónum,
ólífum og rúkkóla 2.900 kr.
Lasagna með svörtum trufflum, gerjaðri svart-
hvítlaukssósu og stökkri geitamjólk 3.900 kr.
Smokkfiskblek cannellonimeð humri og þorski,
hvít-tómatsósu, vanilluolíu og stökkum þara 4.900 kr.
Djúpsteikt fyllt lambakonfektmeð blómskáls-
purée og blómskálskúskús 5.900 kr.
Furubarkarís, kantarellusveppir, kastaníuhnetu
„crumble“ 1.900 kr.
SMAKKSEÐILL
Smakkaðu alla sex réttina
10.900 kr. á mann
Við bjóðum velkomna ítölsku gestakokkana
og matreiðslusnillingana Massimiliano
og Matteo Cameli frá veitingahúsinu
Al Vecchio Convento
Daglegt líf
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Út eru komnar tvær nýj-ar bækur í ritröðinni Les-um lipurt eftir SigríðiÓlafsdóttur sérkennara í
Garðabæ. Bækur þessar hafa verið
gefnar út í fimm bókaflokkum og eru
flestar þeirra samdar fyrir byrjendur
í lestri. Hver flokkur hefur mismun-
andi áherslur í sambandi við fram-
setningu og nálgun á lesefni. Nú í
október komu út nýjar lestrarbækur
sem heita Lesum lipurt fyrir Tóta
trúð, 1. og 2. hefti, og eru byrj-
endabækur ef svo mætti kalla þær.
„Staðreyndin er sú að börn lesa
mun minna en áður sem hefur áhrif á
bæði málþroska og orðaforða
barnanna. Rannsóknir hafa einnig
sýnt að börn lesa minna en áður, sér-
staklega á aldursbilinu 10-14 ára.
Hins vegar eru skólarnir sífellt með
lestrarátak og reyna að gera sitt
besta í samvinnu við heimilin,“ segir
Sigríður sem er öllu kunnug varðandi
lestrarkennslu sem hefur verið
starfsvettvangur hennar í áratugi.
En hver er konan?
Sérkennsla á hug minn
„Fyrir tilviljun réð ég mig
haustið 1971 í kennslu við Heyrnleys-
ingjaskólann í Reykjavík. Þar kenndi
ég í fjögur ár og þar hófust kynni mín
af sérkennslu sem síðan hefur átt hug
minn allan,“ segir Sigríður sem
kenndi við Flataskóla í yfir tuttugu
ár og átta ár við Sjálandsskóla í
Garðabæ.
„Sem bekkjarkennari við Flata-
skóla komst ég að raun um að það
vantaði fjölbreyttari námsgögn, ekki
síst lestrarbækur fyrir þá sem fóru
sér hægt. Smám saman þróuðust hjá
mér hugmyndir sem urðu til þess að
ég fór að semja lestrarbækur,“ segir
Sigríður og heldur áfram
„Hvað varðar lestur og læsi
finnst mér kennsla þróast í rétta átt
Þar sem leikskólarnir gera grunn-
greiningar á börnunum þá liggur það
nokkuð ljóst fyrir hver staða
barnanna er þegar þau koma í grunn-
skólann. Þá strax er hægt að koma til
móts við þau sem þurfa aðstoð. Það
skiptir miklu við upphaf skólagöngu
að hægt sé að aðstoða börn sem fara
hægt af stað, þannig að ekki myndist
áunnir lestrarerfiðleikar. Í því efni
hafa kennararnir og skólinn staðið
sig vel. Síðan þarf að fylgjast með les-
hraða hvers barns og meta framfarir
reglulega.“
Engin ný vísindi
Lestrarkennsla og -nám segir
Sigríður að séu engin ný vísindi, held-
ur byggist allt á aldargömlum aðferð-
um. Flest börn geta lært að lesa, þótt
ferlið sé flókið. Lestrarþjálfun bygg-
ist á mikilli æfingu og samhæfingu og
úrvinnslu skynfæra, talfæra og heila.
Börn læra mishratt og á mismunandi
hátt allt eftir áhugasviði og andlegum
og líkamlegum þroska.
„Ef við hugsum okkur lestr-
arnámið sem tröppugang, þá þarf að
ná ákveðinni færni í hverri tröppu til
að tímabært sé að stíga upp í næstu
tröppu fyrir ofan. Á tímabili fannst
mér of mörg börn eiga við lestr-
arvanda að stríða og ástæðan var oft-
ast sú að grunnfærni þeirra í lestri
var ábótavant sem leiddi af sér að
þau misstu áhuga á lestri. Und-
anfarin ár hefur skólinn lagt sig eftir
að aðstoða þessi börn með ýmsum
hætti og náð góðum árangri,“ segir
Sigríður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kennari Lestrarþjálfun byggist á mikilli æfingu og samhæfingu segir Sigríður Ólafsdóttir, hér með bækur sínar.
Lestrarnám til framfara
Lesum lipurt eru bækur
fyrir yngstu börnin sem
Sigríður Ólafsdóttir skrif-
ar og gefur út. Lestrar-
nám er flókið ferli og
mikilvægt að koma til
móts við nemendur á
þeirra eigin forsendum.
„Að barnið hafi áhuga á lestr-
inum er forsenda framfara. Einn-
ig þarf að gæta þess að textinn
sé ekki of þungur,“ segir Sigríður
Ólafsdóttir. Í fyrstu bókum henn-
ar undir merkjum Lesum lipurt
eru til dæmis fjölbreytt lesverk-
efni fyrir mismunandi getustig
og þannig reynt að mæta hverju
barni þar sem það er statt. Í
léttlestrarbókunum læra börnin
orðin sem þau lesa en í sérhljóð-
abókunum byggist textinn á sér-
og tvíhljóðum. Í ævintýrabók-
unum er textinn léttur og fjallar
um humlur, ánamaðka og tré
sem vildi læra að lesa.
Í nýju bókunum um Tóta trúð
er lögð áhersla á að æfa mjög
vel hvern staf og hvert hljóð og
tengingu á milli hljóða. Lestext-
inn er einfaldur, sérstaklega í
byrjun, þannig að börnin finna
fljótlega fyrir getu sinni og hafa
ánægju af lestrinum. Auk þess
eru verkefni í bókunum sem
tengjast nefnihraða, hljóðgrein-
ingu, rökhugsun, athygli og
fleiru. Með bókunum er hægt að
fá stafa- og kennsluspjöld sem
ætluð eru kennurum og öðrum.
Bókhneigð börn
„Flestir foreldrar gera sitt besta
og fylgja börnum sínum vel eftir
í lestrarnámi. Að láta börnin lesa
heima er mjög mikilvægt,“ segir
Sigríður. „Foreldrar eru líka dug-
legir að lesa fyrir yngstu börnin,
sem hefur áhrif á orðaforða
þeirra og málskilning. Foreldrar
eru fyrirmyndir barnanna og
börn læra aðeins það sem fyrir
þeim er haft. Bókhneigðir for-
eldrar eiga oftast börn sama
sinnis. Börn eru gott fólk og það
hefur verið einstaklega gaman í
gegnum árin að vera í návist
þeirra og aðstoða þau á þroska-
braut.“
Í ævintýrabókunum
er textinn léttur
ÁHUGI ER FORSENDA FRAMFARA Í LESTRARNÁMI
Gæðastund Lestur er bestur og opnar ungu fólki algjörlega nýjar víddir.