Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stærstu svínabú á Íslandi eru ekki stór miðað við þauleldisbú í Bandaríkjunum, Hollandi og víðar erlendis, að sögn Ingva Stefáns- sonar, formanns Félags svína- bænda og svínabónda í Teigi í Eyjafirði. „Það er talað um okkur hér eins og verksmiðjubændur. En ég hef komið á bú er- lendis þar sem er margfalt meiri lífmassi á einu svínabúi en í allri saman- lagðri svína- ræktinni á Ís- landi,“ sagði Ingvi. „Það eru rúmlega 3.500 gyltur á öllu Ís- landi og það þýðir að á hverjum tíma eru kannski 35.000 grísir í eldi. Stærsti framleiðandinn er líklega með um 40% af þessu en það deil- ist niður á 4-5 bú. Í Danmörku er algengt að menn byggi fyrir 1.000 gyltur. Ég heimsótti svínabú í Úkraínu þar sem voru 12.000 gylt- ur. Menn þurfa að átta sig á þess- um stærðarmun,“ sagði Ingvi. Mykjan er eftirsóttur áburður Hann sagði að risabúin erlendis þyrftu að hafa mikið fyrir því að losna við úrganginn frá dýrunum. Í Bandaríkjunum væri mykjunni gjarnan safnað í risastórar opnar þrær. Svo kæmu fellibyljir og dreifðu þessu með tilheyrandi yfir- borðsmengun. Ingvi heimsótti stórt svínabú í Hollandi sem ók mykjunni mörg hundruð kílómetra til að losna við hana. Jarðvegurinn í Hollandi er orðinn mettaður af úrgangi. Hann segir að hér vilji bændur gjarnan fá svínamykju til að bera á tún. Með því geti þeir sparað tilbúinn áburð og dregið verulega mikið úr kolefnisfótspori búrekstursins. Svínamykja sé líka notuð til landgræðslu. Ingvi kvaðst ekki vita til að starfsmenn íslenskra svínabúa hefðu beðið heilsutjón af vinnunni. Mælt sé með því að starfsfólk gangi með rykgrímur því mikið ryk sé í loftinu, bæði úr fóðrinu og af dýrunum. Minnst 600 metra fjarlægð Ingvi bendir á að árið 2015 hafi verið sett reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína. Reglur um fjarlægð eldishúsa frá mannabústöðum séu strangar hér. Eldishús fyrir bú með meira en 2.000 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg eða yfir 750 stæði fyrir gyltur þurfi að vera að minnsta kosti 600 metra frá næsta mannabústað. Á skilgreindu landbúnaðarsvæði sé lágmarksfjarlægðin 500 metrar. „Ég er að vinna að byggingu nýs svínabús og nýt aðstoðar danskra ráðgjafa. Lágmarksfjarlægð fyrir mína einingu er 600 metrar að næstu íbúðabyggð. Í Danmörku hefði hún verið 200 metrar. Það er alltaf sagt að við þurfum að upp- fylla sömu kröfur og kollegar okk- ar í ESB. En hér er enn eitt dæm- ið um þá mismunun sem viðgengst milli landa. Kröfur um aðbúnað dýranna hér og í Noregi eru þær metnaðarfyllstu í Evrópu,“ sagði Ingvi. Sé gert ráð fyrir þauleldi með stæðum fyrir 3.000 alisvín eða fleiri á einu búi þarf framkvæmdin að gangast undir mat á umhverfis- áhrifum. Ingvi segir að þessi mörk séu þröskuldur sem svínabændur séu ekki áfjáðir að stíga yfir vegna kostnaðar sem fylgir mati á um- hverfisáhrifum. Anna ekki eftirspurninni Árið 2017 voru framleidd hér rúmlega sex þúsund tonn af svína- kjöti og flutt inn nærri 1.400 tonn. Ingvi segir að innflutta kjötið sé yfirleitt beinlaust og samsvari því um 2.300 tonnum með beini. „Það er orðin mikil eftirspurn eftir beikoni vegna fjölgunar ferðamanna. Ef við ætluðum að anna þeirri eftirspurn yrði offram- boð á öðrum hlutum skrokksins. Auk þess hafa menn verið hræddir við að steypa sér í fjárfestingar og aukna framleiðslu því tollverndin er sífellt að minnka,“ sagði Ingvi. Íslensk bú smá sam- anborið við erlend  Stór svínahús þurfa að vera minnst 600 m frá íbúðarhúsum Svín á Íslandi Heimild: bondi.is 3.451 gylta var í eldi á Íslandi árið 2016 þar af var 21 kg svínakjöt 6.265 tonn af svína- kjöti (með beini) voru framleidd hér árið 2017 1.368 tonn af svína- kjöti (aðallega bein - lausu) voru flutt inn á sama tíma sem sam - svarar um 2.300 tonn- um af kjöti með beini. Neysla á kjöti var 83,8 kg/íbúa Ingvi Stefánsson Fólki sem býr í nágrenni stórra þauleldisbúa virðist vera hættara en öðrum við að veikjast af ýmsum sjúkdómum, sumum lífshættulegum. Þetta kom fram í niðurstöðum rann- sóknar sem vísindamenn við Duke- háskóla í Bandaríkjunum birtu í haust. Rannsökuð voru áhrif þaul- eldis í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum á fólk í næsta nágrenni bú- anna. Borin voru saman svæði með miklu svínaeldi, svonefndu þauleldi (CAFOs), og svæði þar sem ekki var stunduð svínarækt. Í ljós kom að dánartíðni sjúklinga með nýrna- sjúkdóma var 30% hærri hjá þeim sem bjuggu nærri þauleldisbúum og dánartíðni sjúklinga sem liðu af blóðskorti var 50% hærri hjá ná- grönnum svínabúanna en hinum og enn hærri hjá sjúklingum með blóð- eitrun. Ungbarnadauði var algeng- ari á meðal þeirra sem bjuggu næst stóreldinu og fæðingarþyngd barna minni en á samanburðarsvæðum. Fjallað var um þessa rannsókn á vef The Environmental Working Group (ewg.org). Þar er bent á að rannsóknir á borð við þessa sanni ekki að mengun frá svínabúunum valdi umræddum sjúkdómum. Aðrir þættir eins og aðgengi að heilsu- gæslu og lífsstíll skipti einnig máli. Hins vegar sýni niðurstöðurnar sterka fylgni á milli nálægðar og þéttleika þauleldis í svínarækt og heilsufars íbúa í næsta nágrenni. Sterk rök séu fyrir því að beita var- úðarráðstöfunum til verndar heilsu manna með því að takmarka stærð þauleldisbúa í svínarækt og huga vel að staðsetningu þeirra. Óhreint loft í sveitinni Loftið í kringum stór þauleldisbú getur verið jafn óheilnæmt til inn- öndunar og loft mengað af umferð í þéttbýlli borg, samkvæmt rannsókn sem dr. Lidwien Smit, faraldsfræð- ingur og prófessor við háskólann í Utrecht í Hollandi, gerði. Hún telur að þauleldisbú ættu að lúta jafn ströngum mengunarreglum og ann- ar iðnaður. Einn helsti sökudólg- urinn er ammóníak sem losnar úr úrgangi dýranna. Það getur myndað smáagnir sem geta haft áhrif á heil- brigði manna. Opinberar tölur sýna að um 94% ammoníakslosunar í Evr- ópu koma frá landbúnaði. Rannsókn sem gerð var á landbúnaðarsvæði í Hollandi þar sem mikið var af þaul- eldisbúum sýndi að lungnastarfsemi fólks sem bjó mjög nálægt búum var verri en fólks sem bjó fjarri slíkum búum. Önnur hollensk rannsókn sýndi að fólk sem býr í minna en eins kílómetra fjarlægð frá stóru kjúk- lingabúi væri í 11% meiri hættu en aðrir að fá lungnabólgu. Þá kemur fram í grein um loft- mengun á bandaríska vefnum sus- tainabletable.org að allt að 70% starfsmanna á þauleldisbúum þar í landi hafi fengið brátt berkjukvef og fleiri öndunarfærakvilla. Um fjórð- ungur hefur fengið langvinnt lungnakvef. Háar skaðabætur dæmdar Nágrannar stórra svínabúa í Norður-Karólínu hafa fengið dæmd- ar skaðabætur vegna óþæginda sem nágrennið við þauleldisbúin hefur valdið þeim. Hjón sem búa í austur- hluta fylkisins í nágrenni við bú þar sem eru 4.700 svín fengu dæmdar meira en 25 milljóna dollara (þriggja milljarða ÍSK) skaðabætur í júní sl. eftir málsókn gegn Smithfield Foods, stærsta framleiðanda svína- kjöts í heiminum. Þau kröfðst skaða- bóta vegna flugnamergðar, ólyktar, ónæðis frá flutningabílum og öðru sem fylgdi þauleldisbúinu. Nágrannar 15.000 svína bús í austurhluta Norður-Karólínu fengu bætur upp á 50 milljónir dollara (6,1 milljarð ÍSK) í apríl sl. Búið er í eigu Murphy Brown/Smithfield Foods. Opnar mykjuþrær búsins ollu óþol- andi ólykt sem var svo megn að hún loddi við föt nágrannanna. Sex nágrannar svínabús í eigu Murphy-Brown í Pender-sýslu í Norður-Karólínu fengu dæmdar bætur upp á meira en 470 milljónir dala (57 milljarða ÍSK) vegna óhóf- legs hávaða, ólyktar, flugnagers, vargfugla og annarra ónæðisvalda frá búinu. The News Observer sagði að höfðuð hefðu verið 26 mál gegn Murphy-Brown, dótturfyrirtæki Smithfield Foods, og stefnendur væru fleiri en 500 talsins. Til er íslenskt dæmi um bætur vegna nágrennis við þauleldi. Eig- endur Melaleitis í Borgarfirði stefndu Hvalfjarðarsveit og kröfðust bóta. Þeir töldu m.a. að verðmæti jarðarinnar hefði rýrnað við að sveit- arfélagið heimilaði að reist yrði stórt svínabú á nágrannajörðinni Melum, um 1,3 km frá Melaleiti. Eigendur Melaleitis andmæltu því að gefið yrði leyfi fyrir svínabúinu á meðan umsóknarferli og leyfisveitngar stóðu yfir. Eftir að svínabúið tók til starfa fannst stæk lykt frá því og einnig þegar svínamykju var dreift á jarðir til beggja handa við Melaleiti. Héraðsdómur Vesturlands féllst á að deiliskipulagið fyrir Mela vegna svínabúsins hefði rýrt verðmæti Melaleitis. Hvalfjarðarsveit var dæmd í júní 2011 til að greiða eig- endum Melaleitis 6,6 milljóna bætur og 1,8 milljónir í málskostnað. Hval- fjarðarsveit áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Hann staðfesti dóm héraðsdóms auk þess sem Hval- fjarðarsveit þurfti að greiða landeig- endum Melaleitis eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Morgunblaðið/Ásdís Svínarækt Í Bandaríkjunum og Hollandi eru rekin risastór svínabú. Risastór þaul- eldisbú talin heilsuspillandi  Rannsóknir í Bandaríkjunum og Hollandi benda til neikvæðra áhrifa Lífstíðarábyrgð Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C a n a d a G o o se L a n g fo rd P a rk a k r. 11 9 .9 9 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.