Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 24

Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Herjar haustkvefið á Bio-Kult Candéa eykur mótstöðuafl líkamans Inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Góð og öflug vörn fyrir mótstöðu líkamans Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Óvíst er hvort Hjörtur Elías Ágústsson, níu ára drengur sem verið hefur í strangri krabbameins- meðferð í Svíþjóð, getur snúið til baka á heimili sitt í Árbæ að með- ferðinni lokinni. Leki varð á baðherbergi þar ný- verið, í kjölfar þess myndaðist mygla og raki. Að sögn móður hans, Írisar Jónsdóttur, geta slíkar að- stæður verið lífshættulegar fyrir Hjört sem er með bælt ónæmiskerfi eftir að hafa undirgengist bæði beinmergskipti og geislameðferðir. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Það þarf að rífa allt út úr baðher- berginu og áætlaður kostnaður við það er 1,5 til 2 milljónir,“ segir Íris Hún segir að tjónið fáist ekki bætt frá tryggingafélaginu og hún hafi alls staðar rekist á vegg í leit sinni að láni fyrir nauðsynlegum fram- kvæmdum. Lækningaferlið gengið vel „Það er enga áhættu hægt að taka gagnvart heilsufari Hjartar,“ segir Íris sem dvalið hefur með Hirti og tveimur börnum sínum, 6 og 14 ára, á íbúðahóteli í Huddinge í Svíþjóð frá því í byrjun ágúst. „Lækningaferli Hjartar hefur sem betur fer gengið vel eftir merg- skiptin ef frá er talin sýking sem hann náði sér fljótt af. Með sama áframhaldi var raunhæft að við kæmumst heim í byrjun desember. Ég get ekki hugsað það til enda ef fjölskyldan kemst ekki heim þeg- ar Hjörtur útskrifast frá Karólínska sjúkrahúsinu. Við erum búin á því. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á okkur öllum og það eru mikil þyngsli yfir fjölskyldunni. Við vor- um farin að hlakka til að komast loksins heim þegar lekinn kom upp,“ segir Íris og bætir við að þetta sé annað tjónið sem fjöl- skyldan hafi orðið fyrir meðan á Svíþjóðardvölinni stóð. „Það kom upp leki frá þvottahús- inu sem olli skemmdum á ný- uppgerðu eldhúsinu en það tjón bættu tryggingarnar sem betur fer. Iðnaðarmennirnir sem skoðað hafa baðherbergið treysta sér til þess að klára að laga það sem þarf í byrjun desember. En til þess að það sé hægt þarf að byrja á verkinu strax,“ segir Íris sem hefur miklar áhyggjur af því hvað taki við ef henni tekst ekki að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á bað- herberginu. „Vegna veikinda Hjartar hefur fjölskyldan verið einangruð og lífið tilbreytingarlaust, fjarri vinum, ættingjum og skólafélögum. Börnin hafa ekki verið í skóla en ég hef að- stoðað þau við lærdóminn. Sam- skipti þeirra við annað fólk fara að mestu í gegnum netið og þau eru orðin langþreytt á því,“ segir Íris sem biðlar til almennings um aðstoð til að uppfylla draum fjölskyldunnar um að komast heim og fá að lifa eðlilegu lífi eftir fjögurra mánaða útlegð. Komast ekki heim að lokinni sjúkrahúsdvöl  Þrá að komast heim og lifa eðlilegu lífi  Biðlar til almennings um aðstoð Þreytt Það hefur tekið á Írisi Jónsdóttur og börn hennar, frá vinstri: Garð- ar Mána, Hjört Elías og Sigrúnu að takast á við lífið fjarri heimili og vinum. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Skortur á aðstöðu fyrir skíðagöngu- fólk á skíðasvæðum höfuðborgar- svæðisins hefur verið viðvarandi og í nýrri framtíðarsýn fyrir skíðasvæðin sem unnin var fyrr á þessu ári eru fá- ar tillögur í átt að breytingum. Með- al þeirra sem hafa gagnrýnt aðstöð- una eru félagar í skíðagöngufélaginu Ulli sem segja að tilraunir þeirra til að koma ábendingum á framfæri við m.a. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, sem eiga skíðasvæð- in, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar og stjórnar skíðasvæðanna hafi lítinn árangur borið. „Það hefur ekki verið nein aðstaða fyrir skíðagöngufólk á vegum skíða- svæðanna yfirhöfuð, ekki einu sinni klósettaðstaða. Skíðafélögin geta byggt skála á eigin vegum en skíða- svæðin eiga að veita öllu skíðafólki á svæðinu ákveðna grunnþjónustu. Fólk þarf að geta komist í aðstöðu til að græja skíðin sín og einhvers kon- ar nestisaðstaða þarf að vera þar sem fólk getur borðað nestið í skjóli. Fólk keyrir ekki niður í Bláfjalla- skála frá skíðagöngusvæðinu til að gera þetta,“ segir Hugrún Hannes- dóttir, formaður Ulls. Sveitarfélögin stefna að því að setja yfir 3,5 milljarða króna í skíða- svæði höfuðborgarsvæðisins á næstu sex árum samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Þar er ekki gert ráð fyrir grunnþjónustu eins og klósett- aðstöðu fyrir skíðagöngufólk. Fundarboð án upplýsinga Ullur fékk fundarboð í fyrra með innan við viku fyrirvara frá SSH. „Það mættu tveir fulltrúar frá okkur og þetta virkaði á þá sem mættu sem einhvers konar hugarflugsfundur um skíðasvæðin. Öllum skíðafélög- unum bauðst að koma á þennan fund með innan við viku fyrirvara og eng- ar upplýsingar. Okkar fulltrúar voru ekkert óánægðir með fundinn því þeir vissu ekkert hvað væri í gangi,“ segir Hugrún. Þangað til núna í haust voru engar snjógirðingar í Bláfjöllum og merk- ingar nánast engar en skíðagöngu- fólki hefur fjölgað mikið á síðustu ár- um. Hefur Ullur komið ábendingum sínum á framfæri við viðeigandi aðila, bæði skriflega og á fundum. „Það hafa allir sýnt okkur mjög mikinn skilning og það má hrósa því sem vel er gert. Það voru reistar snjógirðingar núna í haust, sem er vonandi fyrsta skrefið af mörgum, en betur má ef duga skal,“ segir Hug- rún. Morgunblaðið/Eggert Gönguskíði Að mati formanns Ulls er skortur á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Skíðagöngufólk snið- gengið í framtíðarsýn  Ekki gert ráð fyrir að skíðagöngufólk fari á klósett Þeir sem vilja leggja fjölskyld- unni lið geta lagt inn á söfn- unarreikning í nafni Hjartar Elí- asar sem stofnaður var í tilefni af söfnun sem fram fór í haust Númer reikningsins er 0115-05- 010106, kennitalan er 221009- 2660. Styrktar- reikningur LIÐVEISLA Á fulltrúaráðsfundi Landssamtaka íslenskra stúd- enta, LÍS, sl. þriðjudag var stuðningsyfirlýsing sam- þykkt til stuðnings við Stúdentaráð háskóla Íslands, SHÍ. LÍS styðja aðildarfélag sitt, SHÍ í því að standa gegn aldursgreiningum á hælisleitendum innan stofn- unarinnar og hvetja Háskóla Íslands til þess að skrifa ekki undir þjónustusamning þess efnis við Útlend- ingastofnun. „Hælisleitendur sem leita hingað til lands að ör- yggi eiga að hafa aðgang að menntun og njóta virð- ingar og mannréttinda innan samfélagsins. Skýtur skökku við að á sama tíma séu framkvæmdar slíkar rannsóknir innan veggja stærstu menntastofnunar landsins þegar fremur ætti að fullnýta möguleika háskólakerfisins til þess að styðja og efla þessa viðkvæmu hópa innan samfélagsins,“ segja LÍS. Leggjast gegn aldursgreiningum innan HÍ Tanngarður Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.