Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Olíudreifing ehf. átti hæsta boðið í
300.000 lítra af flugvélaeldsneyti sem
Landhelgisgæslan auglýsti til sölu á
dögunum. Alls bárust fjögur tilboð í
olíuna.
Olíudreifing bauð 38 krónur fyrir
lítrann en við bætist virðisaukaskatt-
ur. Heildarupphæðin var því 11,4
milljónir króna.
G 17 ehf. bauð 10,6 miljónir, Olís 9,3
milljónir og Skeljungur hf. 3,6 millj-
ónir. Ríkiskaup sáu um útboðið.
Morgunblaðið sneri sér til Ásgeirs
Erlendssonar, upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar, og spurðist
nánar fyrir um þessa olíusölu, enda
ekki á hverjum degi sem stofnunin
auglýsir olíu til sölu.
– Hvernig eignaðist Gæslan þetta
flugvélaeldsneyti?
„Samkvæmt samningi við utanrík-
isráðuneytið annast Landhelgisgæsla
Íslands tiltekin verkefni samkvæmt
varnarmálalögum nr. 34/2008. Eitt
þessara verkefna er rekstur, umsjón
og hagnýting öryggissvæða og mann-
virkja í eigu Atlantshafsbandalags-
ins. Annars vegar er um að ræða olíu
sem var á eldsneytiskerfinu á Kefla-
víkurflugvelli fyrir september 2006
og nýtt hefur verið til að hreinsa elds-
neytisdreifikerfið á Keflavíkurflug-
velli. Hins vegar er um að ræða elds-
neyti sem dælt hefur verið af
flugvélum, t.d. vegna bilana, af þjóð-
um sem hér hafa sinnt loftrýmis-
gæslu og öðrum verkefnum hér á
landi. Vegna skorts á eldsneytis-
birgðaaðstöðu í kerfinu samfara auk-
inni umferð um Keflavíkurflugvöll
þarf að losa eldsneytistankinn sem ol-
ían er geymd í.“
– Mun andvirðið renna til Land-
helgisgæslunnar?
„Samanber framangreindan samn-
ing og varnarmálalög rennur and-
virðið til reksturs og viðhalds mann-
virkja Atlantshafsbandalagsins,
þ.e.a.s. ekki til Landhelgisgæslu Ís-
lands.“
– Hversu umfangsmikil er olíu-
birgðastöð NATO á Keflavíkurflug-
velli og hve miklar birgðir eru þar?
„Olíubirgðastöð NATO á Keflavík-
urflugvelli samanstendur af átta elds-
neytisbirgðatönkum, sjö tönkum sem
rúma hver um sig 15,5 milljónir lítra
eldsneytis og einum sem rúmar fjórar
milljónir lítra. Til stöðvarinnar teljast
löndunarbryggja í Helguvíkurhöfn,
dælu- og lagnakerfi frá bryggju að
birgðastöð og lagnakerfi frá birgða-
stöðinni upp á Keflavíkurflugvöll. Til
stöðvarinnar teljast einnig tvær af-
greiðslustöðvar, austur- og vestur-
stöð á Keflavíkurflugvelli, sem hvor
um sig samanstanda af þremur
birgðatönkum (2,5 milljónir lítra) auk
lagnakerfis í flughlöðum við báðar af-
greiðslustöðvarnar. Stöðin var leigð
út samanber útboð sem fram fór 2008
og er Olíudrefing ehf. leigjandi.“
Olíudreifing átti hæsta tilboðið
Bauð 11,4 milljónir króna í flugvélaeldsneyti sem Landhelgisgæslan auglýsti nýlega til sölu
Morgunblaðið/Arnaldur
Keflavíkurflugvöllur P-3C Orion-kafbátaleitarvél Varnarliðsins ræsir hreyfla sína og undirbýr að taka á loft.
Tankurinn sem Landhelgis-
gæslan hefur haft til umráða
verður tekinn í notkun fyrir
almenna eldsneytisafgreiðslu
á Keflavíkurflugvelli.
Á svokölluðu austursvæði
eru þrír olíugeymar. Olíu-
dreifing notar tvo þeirra og
Gæslan hefur fengið að nota
þann þriðja. „Vegna aukinna
umsvifa þurftum við að losa
þennan geymi. Það varð ofan
á að við keyptum olíuna. Við
munum síðan endurselja
hana. Það fer eftir gæðunum
hvaða verð við fáum,“ segir
Hörður Gunnarsson, forstjóri
Olíudreifingar. Hann segir að
það hafi verið komið að við-
haldi á þessum geymi og
verður ráðist í það í fram-
haldinu. Meðal annars þarf að
mála geyminn.
Meginstarfsemi Olíu-
dreifingar er dreifing og
birgðahald á fljótandi elds-
neyti fyrir eigendur sína, N1
hf. og Olíuverslun Íslands hf.
Starfsmenn félagsins eru um
130 talsins á 34 starfs-
stöðvum víðsvegar um landið.
Tæma þurfti
olíutankinn
OLÍUDREIFING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þórhallur Þráinsson, fornleifafræð-
ingur og teiknari, veitti á þriðjudag-
inn viðtöku heiðursverðlaunum
hinnar sænsku Gústavs Adolfs aka-
demíu á sviði þjóðmenningar í Upp-
sölum. Er það fyrir framúrskarandi
teikningar hans af norrænum forn-
minjum sem birst hafa í mörgum
bókum og fræðigreinum á undan-
förnum árum. Eru teikningarnar
sagðar sérlega vandaðar og ná-
kvæmar og gerðar á fræðilegum
grundvelli.
Fleiri voru heiðraðir við sama til-
efni. Athöfnin var mjög hátíðleg og
formföst og voru verðlaunahafar og
gestir í kjólfötum eða síðkjólum.
Verðlaunin sem Þórhallur fékk
auk viðurkenningarskjals nema 45
þúsund sænskum krónum, rúmlega
600 þúsund krónum íslenskum.
Búsettur í Svíþjóð í 12 ár
Þórhallur er fornleifafræðingur
að mennt og var búsettur í Upp-
sölum í Svíþjóð um tólf ára skeið. Á
þeim tíma gerði hann fjölmargar
teikningar af forngripum fyrir
sænska fræðimenn og annaðist einn-
ig sýningagerð. Teikningar eftir
hann hafa birst í Árbók Fornleifa-
félagsins hér heima. Þórhallur starf-
aði um tíma sem teiknari hjá tölvu-
leikjafyrirtækinu CCP og var um
skeið formaður fornminjanefndar.
Heiðraður Þórhallur Þráinsson
með verðlaunaskjalið.
Framúrskarandi teikningar
Sænsk akademía heiðrar íslenskan fornleifafræðing
Verðlaunaður fyrir vandaðar teikningar af fornminjum
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.