Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum á morgun, föstudag, og ríkir mikil eftirvænting í skákheim- inum, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skák- sambands Ís- lands. Heimsmeist- arinn, hinn norski Magnus Carlsen, mætir áskorand- anum Fabiano Caruana, sem er Bandaríkjamaður af ítölskum ætt- um. Báðir eru ungir að árum, Carlsen 27 ára og Caruana 26 ára. Teflt verður í The College í Hol- born í hjarta Lundúna. 400 manns geta fylgst með einvíginu samtímis og er búist við að fullt verði út úr dyrum alla daga þegar teflt er. Alls verða tefldar 12 skákir. Sú fyrsta verður tefld 9. nóvember og síðasta skákin 26. nóvember. Verði jafnt verður bráðabani og fer hann fram 28. nóvember. Umferðir hefj- ast kl. 15 á daginn. Reglan er sú að tefldar eru tvær skákir og svo kem- ur frídagur. Jóhann í áfrýjunarnefnd Ísland á einn starfsmann á einvíg- inu, Jóhann Hjartarson stórmeistari verður í áfrýjunarnefnd mótsins ásamt Nigel Short og Alexander Beliavsky. Magnus Carlsen hefur borið höfuð og herðar yfir aðra skákmenn und- anfarin ár en hann hefur hampað heimsmeistaratitli Alþjóðaskák- sambandsins (FIDE) frá árinu 2013. Undanfarið hefur Caruana saxað verulega á forskot hans. Stigamun- urinn er orðinn afar lítill, aðeins þrjú ELO-stig. Carlsen er nú skráður með 2.835 stig en Caruana er með 2.832 stig ELO-stig.. Samkvæmt því eru mjög miklar líkur á að einvígið endi 6-6, að mati Gunnars. „Carlsen hefur hins vegar sögu sigurvegarans og vinnur nánast undantekningalaust þau einvígi sem hann teflir í. Sér í lagi á hann góða sögu í úrslitaeinvígum um móta- sigra. Það segir mér og mörgum öðrum að verði staðan 6-6 eru líkur Norðmannsins miklu meiri en Caru- ana. Mér sjálfum finnst það líkleg- asta niðurstaðan og að Carlsen vinni bráðabanann,“ segir Gunnar. Mikill áhugi á Íslandi Báðir þessi kappar hafa teflt á Ís- landi og eru íslenskum skák- áhugamönnum að góðu kunnir. Seg- ir Gunnar að einhverjir tugir Íslendinga hyggist fara til London til að fylgjast með einhverjum skák- anna. Sjálfur ætlar hann þangað til að fylgjast með lokaskákunum. Eins og venjulega munu skák- áhugamenn um allan heim fylgjast með skákunum í beinni útsendingu á netinu. Gunnar segir að allt einvígið verði aðgengilegt á www.skak.is og þar verða upplýsingar um hvernig best sé að fylgjast með. Á www.skak.is er áformað að skýra skákirnar og verða með reglulegt hlaðvarp (podcast). Þá sé www.chess24.com venjulega með góðar útsendingar og á heima- síðu einvígisins verði örugglega góð- ar útsendingar einnig. Þá bendir Gunnar á að þeir sem vilji horfa á einvígið í sjónvarpi geti fengið sér áskrift að norska ríkis- sjónvarpinu NRK2. Stöðin verður með beinar útsendingar frá öllum skákum einvígisins, enda er gríðar- legur áhugi á skák í heimalandi heimsmeistarans. Búist við spennandi einvígi um titilinn  Carlsen og Caruana setjast að tafli í London á morgun  Tefldar verða 12 skákir um heimsmeistaratitilinn AFP Einvígi Skákmennirnir Magnus Carlsen (t.v.) og Fabiano Caruana hefja ein- vígið í London á morgun. Sigurvegarinn hampar heimsmeistaratitlinum. Gunnar Björnsson Grænfáninn var dreginn að húni í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (FÁ) í vikunni en skólinn hlaut við- urkenninguna í sjöunda sinn. FÁ varð fyrstur skóla á Íslandi til að flagga Grænfánanum. Í Grænfánaverkefninu felst að skólar fylgi sjö skrefa ferli til að efla vitund nemenda, kennara og ann- arra starfsmanna um umhverfismál. Nái skólinn markmiðum sínum fær hann að flagga Grænfánanum til tveggja ára. Tóku Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra og Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, við fánanum fyrir hönd skólans. Í tilefni af viðurkenningunni færði Ikea skólanum að gjöf rafhjól sem starfsfólk getur nýtt á vinnutíma þurfi það að sinna erindum vegna starfa sinna. jbe@mbl.is Ljósmynd/FÁ Fjölbraut í Ármúla Við afhendingu grænfánans fékk skólinn einnig að gjöf rafhjól frá Ikea. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd. Grænfána flaggað í sjöunda sinn Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Ítalskt nautsleður Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr. Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr. Roby sófar fyrir heimilið Sendum um land alltÁ ári Grísins 19 daga ferð frá byrjun júní 2019 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Kínasafn Unnar Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00. Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar. Kínastund Hópar og einstaklingar geta pantað ,,Kínastund“, á Njálsgötunni, með myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 40. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is Jólagjöf? Takmarkanir eru á breytingum á umfangi þjónustu þeirra sem gert hafa rammasamning við Strætó bs. um akstursþjónustu fatlaðra. Strætó ber að vinna samkvæmt honum út samningstímann, til loka næsta árs. Þetta er álit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar sem Strætó ósk- aði álits hjá á því hvort til greina kæmi að fyrirtæki, sem þegar sinna akstursþjónustu fatlaðra, fjölguðu þeim bílum sem þau nota til að sinna þjónustunni og sinntu þannig hluta þess aksturs sem fyrirtækið Prime Tours gerði áður en það varð gjald- þrota í síðasta mánuði. Nýverið var greint frá því að Strætó hefði gert samning við Far- vel um að yfirtaka rammasamning Prime Tours, en stjórnarmenn Far- vel og einn eigenda þess tengjast gjaldþrotinu. Óánægju gætti þá hjá forsvarsmönnum akstursþjónustu- fyrirtækja sem höfðu sagst reiðubú- in til að fjölga bílum sínum og sögðu að um kennitöluflakk væri að ræða. Óbreyttur samningur  Fyrirtækin fá ekki að fjölga bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.