Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 hvítar konur í úthverfum, en met- fjöldi kvenna situr í fulltrúadeild þingsins eftir kosningarnar. Demókrötum tókst að ná til kjós- enda á þéttbýlum svæðum, þ.e.a.s. í borgum og úthverfum og náðu fulltrúadeildarþingsætum repúblikana í mörgum kjördæmum Kólóradó, Flórída, Kansas, Minne- sóta, New Jersey, Pennsylvaníu, Texas og Virginíu. Framan af nóttu bar þó lítið á sókn demókrata, en þeir þurftu að bæta við sig 23 þing- mönnum til að ná meirihluta. Um klukkan tvö að íslenskum tíma hófu tíðindi að berast um að þeir hrifs- uðu til sín sæti repúblikana, einkum í Pennsylvaníu, og þegar þetta er skrifað hafa demókratar náð til sín 27 sætum sem þeir höfðu ekki áður. Brött brekka fyrir demókrata Repúblikanar sóttu meira fylgi til strjálbýlli svæða og fljótt varð ljóst að vonir demókrata um meirihluta í öldungadeildinni yrðu ekki að veru- leika. Fyrir fram var ljóst að brekk- an yrði brött fyrir demókrata, m.a. vegna þess að Donald Trump vann fyrir tveimur árum sigur í þeim ríkjum sem kosið var um, en mörg þeirra eru tiltölulega strjálbýl. Einnig lá fyrir að repúblikanar þyrftu aðeins níu sæti til að tryggja meirihlutann, en demókratar 28 sæti. SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Óhætt er að segja að valdahlutföll í bandarískum stjórnmálum hafi tek- ið talsverðum breytingum í mið- kjörtímabilskosningum vestanhafs í gær. Kosið var um öll 435 sæti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, 35 af 100 sætum öldungadeildar og emb- ætti 36 ríkisstjóra. Hvert ríki á tvo öldungadeildarþingmenn, en fjöldi fulltrúadeildarþingmanna fer eftir íbúafjölda ríkjanna. Hvert ríki hef- ur minnst einn fulltrúa í fulltrúa- deild. Demókrötum tókst þó ekki að ná meirihluta í báðum deildum bandaríkjaþings með hinni „bláu bylgju“ líkt og þeir vonuðust til fyr- ir kosningar. Repúblikanar bættu við sig Um 100 milljónir Bandaríkja- manna tóku þátt í kosningunum sem höfðu verið taldar þjóðarat- kvæðagreiðsla um embættisverk Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Kjörsóknin var því um 50% sem er hæsta kjörsókn í mið-kjörtímabils- kosningum í áratugi. Milli 60 og 65% sögðu í aðdraganda kosning- anna að þeir greiddu atkvæði Trump til stuðnings eða til að mót- mæla honum. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrsta sinn í átta ár og repúblikönum tókst að bæta við sig þremur sætum í öldunga- deildinni og tryggja meirihluta sinn. Þegar Morgunblaðið fór í prentun höfðu demókratar 222 þingsæti og repúblikanar 199 í full- trúadeildinni, en í öldungadeildinni höfðu repúblikanar 51 sæti og demókratar 46, að sögn CNN. Kannanir höfðu bent til niðurstöðu í þessa átt, en sókn repúblikana í öldungadeildinni var þó ívið meiri en búist hafði verið við. Trump sagði í færslu á Twitter að þetta væri aðeins í þriðja sinn sem flokk- ur forseta bætti við sig þremur þingmönnum í kosningum í mið- kjörtímabilskosningum. Samkvæmt útgönguspám kusu fleiri konur demókrata, einkum Í Norður-Dakóta sigraði Kevin Cramer repúblikani öldungadeild- arþingmann demókrata, Heidi Heit- kamp, og Mike Braun sigraði demó- kratann Joe Donnelly í Indíana, en talið var að Indíana væri kjörfylki fyrir demókrata ættu þeir að ná meirihluta í öldungadeildinni. Einn- ig höfðu repúblikanar sigur í Mis- souri, Kentucky og Flórída, en Trump vann sigur í öllum þessum fylkjum árið 2016. Spenna var einn- ig um Tennessee-ríki, þar sem Marsha Blackburn repúblikani hafði sigur gegn Phil Bredesen, demókrata. Beto O’Rourke fataðist flugið Í Texas höfðu demókratar gert sér vonir um að Beto O’Rourke, fulltrúadeildarþingmaður demó- krata, næði að vinna sæti Texas í Þingdeildum skipt milli flokkanna  Demókratar unnu sigur í slagnum um fulltrúadeildina Kosið Kosningar í Bandaríkjunum fóru fram í gær, en m.a. kosið var um sæti í fulltrúadeild, öldungadeild og um ríkisstjórastöður. Þingkosningar » Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings. » Repúblikanar bættu við sig þremur í öldungadeild þingsins. » Trump lýsir yfir stórsigri repúblikana. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Söguleg tíðindi urðu þegar fram- bjóðendur úr fjölbreyttum hópum samfélagsins náðu kjöri í Banda- ríkjunum í gær, þ. á m. úr hópi ungs fólks, innflytjenda, hinsegin fólks og frumbyggja. Hlutur kvenna jókst einnig, en þær eru þó í minni- hluta í báðum deildum þingsins. 100 konur sitja í fulltrúadeild á næsta ári, en þær hafa aldrei verið fleiri. Demókratinn Alexandria Ocasio- Cortez, 29 ára, varð í gær yngsta kona til að hljóta kjör í full- trúadeild. Sharice Davids í Kansas og Deb Haaland í Nýju-Mexíkó urðu fyrstu konurnar af frumbyggjaættum til að hljóta kjör í fulltrúadeildinni. Í Miðvesturríkjunum fengu kjör Il- han Omar, fyrrum sómalskur hæl- isleitandi, og Rashida Tlaib, dóttir palestínskra innflytjenda, en þær eru fyrstu konur sem eru músl- imatrúar til að hljóta kjör í full- trúadeildinni. Þá varð Ayanna Pressley fyrsta svarta konan til að hljóta kjör sem fulltrúadeild- arþingmaður Massachusetts. Jared Polis, frambjóðandi demó- krata í Colorado, varð fyrsti sam- kynhneigði ríkisstjóri Bandaríkj- anna, en fyrrnefnd Sharice Davids er einnig samkynhneigð. Fjölbreyttari hópur þingmanna AFP Sigur Sharice Davids fagnaði sigri í Kansas í mið-tímabilskosningum í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær vonast til þess að repúblikanar og demókratar gætu unnið saman eftir þingkosning- arnar í landinu í gær, en demó- kratar náðu meirihluta í full- trúadeild þingsins. Trump hrósaði Nancy Pelosi, leiðtoga demókrata, og sagði hana eiga skilið að verða forseti full- trúadeildarinnar. Í twitterfærslu forsetans kom fram að ef Pelosi hlyti ekki stuðning demókrata gæti verið að repúblikanar legðu henni til atkvæði. „Vonandi getum við öll unnið saman á næsta ári og haldið áfram að vinna fyrir bandarísku þjóðina, eflt hagvöxt, innviði, viðskipti og lækkað lyfjakostnað,“ sagði hann. Trump sagði kjördaginn hafa verið „stóran“ fyrir repúblikana enda hefðu þeir aukið við sig í öld- ungadeild þingsins. „Repúblikanaflokkurinn vann sögulegt afrek með því að auka við meirihlutann í öldungadeildinni og niðurstaðan í fulltrúadeildinni var framar vonum,“ sagði hann. Trump sagði Repúblikanaflokk- inn hafa verið í verri stöðu fyrir kosningar, m.a. vegna mikilla fjár- veitinga til demókrata og hags- munasamtaka. „Fjölmiðlar hafa líka verið Repúblikanaflokknum mjög óhliðhollir, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Trump. „Fjöldi fulltrúadeildarþing- manna hætti hjá okkur núna. Þetta eru sæti sem við hefðum auðveld- lega getað haldið. Þeir sem komu nýir inn lögðu hart að sér, en það er erfitt þegar margir ljúka störf- um í einu,“ sagði hann. Spurður hvort hann óttaðist rannsókn þingmanna demókrata vegna meintra tengsla Rússa við forsetaframboð hans árið 2016 kvað Trump nei við og sagði að engin tengsl væru þar á milli. „Stór dagur“ fyrir repúblikana AFP Sigurreifur Donald Trump á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.